Nokkrar staðreyndir um þessa könnun sem lesa má út úr pdf skjalinu sem fylgir fréttinni.
Hringt var í 1513 manns. Svarhlutfall var um 60% eða 911 manns.
Af þeim 911 tóku um 79% afstöðu eða 716 manns.
716 / 1513 = 47%.
53% neita að svara / taka ekki afstöðu. Það er stærsti hópurinn. Það er fréttin. Stór hluti þjóðarinnar virðist vera óákveðinn.
Þá hljóta niðurstöður að teljast ómarktækar þar sem einum flokki er gert hærra undir höfði en öðrum þegar spurt er sbr: ,,Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna".
Spurning hvort titill þessarar færslu hefði átt að vera ,,Ætlar þú ekki örugglega að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?"
Ég tel að sá flokkur muni sigra þessar kosningar sem gefur það út að hann muni, strax að loknum kosningum, afnema verðtrygginguna.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt 6.3.2009 kl. 00:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- ak72
- andreaolafs
- andres
- andres08
- andrigeir
- axelpetur
- axelthor
- sparki
- baldvinb
- baldvinj
- benediktae
- bensig
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- dullur
- bjornlevi
- bookiceland
- gattin
- dofri
- doggpals
- egill
- einarbb
- einarborgari
- epeturs
- naglinn
- erljon
- eyglohardar
- ea
- fannarh
- fridrikof
- lillo
- frjalshyggjufelagid
- garibaldi
- fosterinn
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- graenanetid
- eddabjo
- gudbjorng
- fasteignir
- gandri
- bofs
- joelsson
- muggi69
- hreinn23
- gunnaraxel
- gus
- gbo
- gvald
- hhbe
- hecademus
- skessa
- helgasigrun
- helgatho
- johnnyboy99
- hedinnb
- drum
- snjolfur
- hinrikthor
- hjorleifurg
- disdis
- don
- hrannarb
- minos
- inhauth
- astromix
- jakobk
- kreppan
- fun
- jenfo
- jensgud
- jaj
- huxa
- jonfinnbogason
- jonsullenberger
- joningic
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jonthorolafsson
- capitalist
- ktomm
- kallimatt
- kolbrunh
- kreppukallinn
- kristbjorghreins
- kristbjorg
- kristinm
- klerkur
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- margretrosa
- vistarband
- elvira
- marinogn
- olafureliasson
- omarragnarsson
- huldumenn
- svarthamar
- pallheha
- palo
- pallvil
- rafng
- rs1600
- ragnarborg
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- rannsoknarskyrslan
- reynir
- salvor
- samstada
- fullvalda
- sjos
- joklamus
- auto
- siggi-hrellir
- sigurduringi
- sjonsson
- sigsaem
- ziggi
- sigurjonth
- stjornlagathing
- skuldlaus
- fia
- starbuck
- stebbifr
- must
- svanurmd
- savar
- theodorn
- redaxe
- tryggvigunnarhansen
- telli
- ubk
- kreppuvaktin
- valgeirskagfjord
- varmarsamtokin
- vefrett
- vesteinngauti
- vest1
- vilhjalmurarnason
- villibj
- villidenni
- postdoc
- steinig
- thorsteinnhelgi
- valli57
- vivaldi
- thordisb
- thorhallurheimisson
- thj41
- toro
- thorsaari
- nautabaninn
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ok, allt í góðu með þessar pælingar þínar en hvernig færðu út að 716 af 911 sé 47%.
Það kallast ekki rökréttur hlutfallsreikningur í mínum fræðum!
Þór Jóhannesson, 6.3.2009 kl. 00:03
Eina statistikkin sem hægt er að treysta er sú sem maður skáldar sjálfur. En 716/911 er ekki 47%, þarna hefur átt að standa 716/1513. Ég kíkti ekki á pdf en ef 1.513 er fjöldinn sem náðist í (en ekki allt úrtakið) er það vissulega stóra fréttin að meirihluti kjósenda er óráðinn.
Ef einhver flokkur vill bjóða upp á afnám verðtryggingar þarf það að vera alvöru plan og vel útfært, ekki bara ódýrt kosningaloforð til atkvæðaveiða. Það verður ekki gert með pennastriki einu saman. Meira máli skiptir samt að ná verðbólgunni hraustlega niður, þá er eftirleikurinn gerlegur.
Haraldur Hansson, 6.3.2009 kl. 00:03
Tók eftir þessu. Furðulegt og LEIÐANDI verklag! Sammála að afnám verðtryggingar er verðugt áform.
Læt fylgja hér til fróðleiks föst lokaorð úr mínum pistlum:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"
Hlédís, 6.3.2009 kl. 00:08
Það er með þessi dæmi eins og annað í "stærðfræði"- aðalatriði að niðurstaðan meiki sens. Sú niðurstaða að spurt var mjög leiðandi spurningar í könnuninni, er hárétt ;)
Hlédís, 6.3.2009 kl. 00:18
Afsakið, þetta átti auðvitað að vera 716/1513 = 47%.
Þórður Björn Sigurðsson, 6.3.2009 kl. 00:27
Sko ... fyrst þegar ég las þetta var ég alveg sammála Hlédísi og þér að spurningin væri leiðandi. Aftur á móti þegar þú setur spurningina í samhengi eins og kemur fram í skýrslunni frá Capacent (sjá tilvísun) er hún fullkomlega gild og í raun ekki leiðandi. Einfaldlega er spurningin síðasti valkostur í ákveðinni röð spurninga sem er mjög algengt. Einfaldlega verið að reyna að gera rannsóknina sem marktækasta. Ef þú værir líklegur til að kjósa fengi hann stigið, ef þú værir ólíklegur fengi hinir flokkarnir stigin.
Það er aldrei hægt að búa til nákvæma könnun nema maður hringir í alla og spyr. Því er tekið tilviljunarkennt úrtak og niðurstöður síðan alhæfðar yfir á þýðið og gefur það líklegustu mynd.
Það er hægt að leika sér endalaust með tölur og túlka þær á sinn hátt. Auglýsendur, baráttufólk og stjórnmálamenn sem dæmi eru mjög dugleg að nota svona aðferðir. Sem dæmi má nefna tölurnar um skuldir íslendinga, þessar rúmar 500 milljarðar, 2.500 milljarðar og jafnvel 14.000 milljarðar eru allar réttar, þ.a.s. teknar upp úr skýrslum, en þær eru mistúlkaðar hverju sinni. Hvaða tala er rétt er síðan stóra spurningin. Ég sem dæmi tek ekki mark á einni einustu tölu fyrir en ég fæ að sjá þetta á svart og hvítu hvað við skuldum virkilega mikið.
Þori ekki alveg að gefa álit mitt á niðurstöðurnar frá Capacent þar sem ég bara rétt rendi yfir þetta, en sýnist þetta vera bara gert eftir bókinni (ég er í framhaldsáfanga í aðferðafræði).
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 6.3.2009 kl. 01:53
Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“
Hversvegna var ekki alveg eins spurt „Hvort er líklegra að þú kysir Borgaraflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“
Þetta er auðvitað pöntuð könnun hjá X-D enda brosti Geir breitt, sem hann gerir sjaldan og mótmælir öllum skoðanakönnum ef þær eru flokknum í óhag, þá koma frasar eins og „ómarktækar skoðanakannanir“ og svo framvegis, ég gæti ælt.
Sævar Einarsson, 6.3.2009 kl. 01:53
Þórður, Borgarahreyfingin hefur einmitt lagt fram stefnu um hvernig má takast á við verðtrygginguna og losna frá henni.
Hvernig er það annars lesendur, finnst ykkur ekki að Þórður Björn eigi að bjóða fram undir merkjum Borgarahreyfingarinnar?
Baldvin Jónsson, 6.3.2009 kl. 02:08
Sjálfstæðisflokkurinn er mikið í umræðunni og miðað við hana er baráttan annaðhvort hjá Sjálfstæðisflokknum eða hjá hinum flokkunum. Einfaldlega verið að skoða hvar þitt atkvæði er líklegast til að lenda, þó spurningin gefur til kynna að þú hefur ekki gert upp hug þinn. Þegar þessi könnun var gerð var ekki búið að stofna Borgaraflokkinn.
Aftur á móti væri í raun hægt að spyrja „Hvert er líklegra að þú kjósir hægri eða vinstri flokk/lista“, en þá ertu kominn með erfiða spurningu sem bæði er erfitt að vinna úr niðuststöðum og er hægt að mismuna ákveðnum flokkum.
Voðalega heyrir maður það oft hvað kannanir eru pantaðar af hinum og þessum. Get alveg rökstutt aðrar kannanir þar sem VG eða Samfylkingin eru með stærsta fylgi og sagt að Steingrímur J og Ingibjörn Sólrún hafi pantað þær kannanir. Alveg jafn lélegt dæmi. Allar kannanir eru í raun ómarktækar í raun þar sem maður veit aldrei raunverulega hvað gerist, einfaldlega verið að sjá mögulegt fylgi. Hef nú heyrt alveg aðra flokka tala um það nákvæmlega sama hversu ómarktækt kannanir eru. Þetta er ekki bara fundið upp af vonda manninum.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 6.3.2009 kl. 02:10
Hvað svo sem öllum könnunum líður - fagna ég því að allir flokkar virðast vera að útiloka (beint eða óbeint) samstarf við spillingarflokkinn og það er mjög jákvætt!
Þór Jóhannesson, 6.3.2009 kl. 02:31
Allavega mun ég kjósa þann flokk sem lofar því að fella niður verðtrygginguna! Og sýnir hvenig hann ætli að gera það, hvenær það muni hefjast og hvenær því verði lokið.
Og vona svo bara að flokkurinn standi við það...:/
Sveinlaug (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.