1521 læk vs. 51 kvitt

Illugi Jökulsson skrifar bloggfærslu um Sævar Ciesielski sem er nýlega fallinn frá.  Í færslunni segir:

,,Eftir að Sævar losnaði úr fangelsi hóf hann, flestum á óvart, mikla baráttu fyrir því að mál hans og félaga yrðu endurupptekin. Hann stóð einn – tugthúslimur, fyrrverandi smáglæpamaður, dæmdur morðingi, úthrópað illmenni! – gegn gervöllu íslenska kerfinu sem ætlaði sko ekki að viðurkenna mistök! Með hjálp frá nokkrum góðum manneskjum tókst Sævar að koma endurupptökubeiðni fyrir Hæstarétt. Þá var orðið deginum ljósara að á Sævari og félögum höfðu verið framin skelfileg réttarmorð. Meira að segja Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra viðurkenndi það í ræðustól á Alþingi. En enginn var samt til í að GERA neitt. Hæstiréttur hafnaði beiðni um endurupptöku. Það dugði ekki að sýna fram á að rannsókn málsins var rugl, meðferð þess hraksmánarleg og niðurstaðan augljós og svívirðileg skopstæling á réttlæti. Lesið bara málsskjölin."

 

Í þessum skrifuðum orðum hafa 1521 "lækað" færsluna.

Eva Hauksdóttir setur í gang undirskriftasöfnun til að skora á ráðherra að taka málið upp að nýju.  Á síðu undirskriftasöfnunarinnar segir:

,,Hver sem kynnir sér gögn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hlýtur að sannfærast um að stór mistök hafi verið gerð, bæði við lögreglurannsóknir á þessum málum sem og fyrir dómstólum. Einn sakborninga, Sævar Ciesielski, hélt því fram til dauðadags að á honum hefði verið framið réttarmorð og barðist árangurslaust fyrir endurupptöku. Nú þegar Sævar er fallinn frá, sýnum við honum og öðrum sem þessi mál varða, samstöðu okkar með því að skora á Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála, sem og rannsókn á vinnubrögðum þeirra sem fóru með rannsókn málanna.  Málsgögnin eru almenningi aðgengileg á netslóðinni http://www.mal214.com"

Í þessum skrifuðum orðum hafa 51 kvittað.

Ég verð númer 52...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var númer 130.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2011 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband