Fjölmiðlafulltrúi segir meinta nauðgun ,,leiðinlegt tilvik"

Í morgun las ég svohljóðandi frétt á vef mbl.is undir fyrirsögninni Lögregla rannsakar nauðgun:

,,Tilkynnt var um meinta nauðgun á tjaldstæðinu á Vindheimamelum í nótt þar sem landsmót hestamanna fer fram.

Fórnarlambið er tvítug stúlka. Að sögn lögreglu á staðnum er rannsókn í fullum gangi og verið er að afla sönnunargagna.

Lögreglan á Sauðárkróki tekur fram að atvikið endurspeglar á engan hátt ástandið á landsmóti hestamanna um helgina sem hefur farið mjög vel fram. Lögregla hefur þurft að hafa lítil afskipti af fólki." (Feitletrun mín)

Ég gat ekki annað en klórað mér í kollinum yfir feitletruðu setningunni. Því ef eitthvað endurspeglar á engan hátt annað er engu líkara en að þetta eitthvað hafi ekki átt sér stað í samhengi við þetta annað.

Ég deildi fréttinni inn á Facebook og meðal athugasemda mátti lesa:

,,Þetta eru svona svipuð ummæli og þegar bæjarstjórinn í Eyjum sagði um daginn að barnaníðingsmálið þar hefði ekkert með Eyjar að gera. Ég skil ekki einu sinni hvað svona ummæli þýða. Hvað er eiginlega verið að meina?"

,, Þeir meina að það sé allt í djollí fílíng þarna á Vindheimamelum. Eina manneskjan á meintum bömmer er meint nauðgunarfórnarlamb. Fávitar."

,,Það sem ég velti strax fyrir mér varðar orðalagið; Eru þá hraðasektir Sauðárkrókslögreglunnar veittar fyrir "meint" brot á lögum um hámarkshraða?"


,,Maður verður að horfa á ísland utanfrá til að ná hausnum utan um þetta ... á eyjunni snýst nefnilega allt um ímynd. Þessir herramenn eru að verja ímynd þess sem þeir standa fyrir (lögreglan, hestamannamótið) og er þar af leiðandi skít sama um veruleika þessara atburða."

Og nú hefur fjölmiðlafulltrúi mótsins náð að ramma inn þetta eitthvað sem ,,leiðinlegt tilvik".  Annars hafi mótið gengið eins og í sögu og veirð sannkölluð fjölskylduhátið.


mbl.is Gekk eins og í sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þar sem allt að tíu þúsund manns koma saman er ekki smuga að ekkert gerist, það má bara ekki fréttast. Því  verður að hvítþvo allt á yfirborðinu, hvort sem það eru rifrildi, slagsmál eða ofbeldi, eigi allt að hafa farið vel fram. Ljótt en satt. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.7.2011 kl. 21:45

2 identicon

Það er eins og venjulega hjá bloggurum þessa lands, sleggjudómar um eitthvað sem þeir hafa ekki hugmynd um hvernig er eða í þessu tilviki fór fram. Ég var þarna á svæðinu og fyrir utan þetta hörmulega nauðgunarmál fór þetta allt mjög vel fram og sjálfsagt töluvert betur en „venjulegt“ kvöld um helgi niður í bæ. Þar sem saman kemur slíkur fjöldi er alltaf hætta á einhverskonar vandræðum en í þetta skipti er ekkert verið að fegra myndina því að þetta landsmót fór mjög vel fram miðað við þann fjölda sem þarna var og þeirri staðreynd verður fólk bara að kyngja hvort sem því líkar betur eða verr. Ég er því hinsvegar sammála að orðalag fréttarinnar mætti vera betra.

Ingi (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband