Myndræn glæpavæðing mótmæla

Á Freedomfries er að finna stutta færslu undir fyrirsögninni Undarleg myndbirting Eyjunnar.  Hún hljóðar svo:

,,Eyjan birti í dag endursögn á frétt Fréttablaðsins um að 205 ofbeldismenn skuldi fórnarlömbum sínum stórfé. Sem er ekki í frásögur færandi, þ.e. að Eyjan birti frásagnir af fréttum. Það er hins vegar athyglisvert að líta á myndina sem ritstjórn Eyjunnar hefur ákveðið að láta fylgja með fréttinni, en það er ljósmynd sem virðist vera úr einhverjum mótmælum.

Af myndatekstanum má ráða að þar sem hér sé mynd af “átökum” sé eðlilegt að hún fylgi fréttinni…

 atok-i-reykjavik.jpg
Átök í Reykjavík. Ofbeldismenn skulda þolendum töluverðar fjárhæðir. Mynd af Vísindavef HÍ

Það merkilega er að myndin er ekki einu sinni mynd af “átökum” – þetta er mynd af mótmælum. Það sjást engin “átök” á myndinni. Og þó svo hefði verið – hver væri þá tengingin?

Þegar aðrir fjölmiðlar birta ótengdar “stock photos” með fréttum, sérstaklega þegar fréttirnar eru um ofbeldisglæpi, er ævinlega sagt “mynd tengist frétt ekki beint”. En í þessu tilfelli er það svo að myndin tengist fréttinni nákvæmlega alls ekki neitt – ekki einu sinni óbeint!

Nema að Eyjan vilji skapa þá mynd í huga lesanda að einhver hluti þessara fjárhæða sem ofbeldismenn skuldi fórnarlömbum sínum tengist með einhverjum hætti mótmælum? En ég þekki ekki til þess að einn einasti mótmælandi hafi verið dæmdur til að greiða eina krónu í bætur vegna einhverra ofbeldisáverka sem hann hafi veitt einum eða öðrum. Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir þessu undarlega myndavali, en hún er allavegana ekki sú að menn hafi verið að vanda sig."

Skv. síðuhaldara var myndinni við fréttina skipt út.

Nú langar mig að velta því upp hvort ástæða sé fyrir mbl.is til að gera slíkt hið sama við fréttina sem þessi færlsa er skrifuð við. 

Ástæðan er sú að fátt er skylt með notkun piparúða til sjálfsvarnar gegn nauðgunum og öðrum ofbeldisglæpum annars vegar og pólitískum mótmælum hins vegar.


mbl.is Danir vilja leyfa sölu á piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ástæða piparúðakaupa dana er einföld: Schengen. Fólk er orðið uppgefið af ránum og ofbeldisglæpum í skjóli fjórfrelsisins margrómaða. Vandamálið er komið í epídemískar hæðir í Schengenlöndunum, eins og við verðum illa vör við hér, en megum ekki orða.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 10:52

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gott innlegg Thórdur og innilega sammála Jóni Steinari. Thad má ekki kalla neitt réttum nöfnum lengur, ödru vísi en vera útmáladur "isti" af einhverjum toga.

Halldór Egill Guðnason, 3.7.2011 kl. 10:09

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leyfi til lausasölu piparúða er aðeins "mýkri" útgáfan af því að leyfa vopnaburð á almannafæri. Þegar glæpamenn verða búnir að uppgötva sundgleraugu, hvað þá? Skotvopn með gúmmíkúlum? Hvað næst? Alvöru skotvopn?

Allar leiðir niður þessa brekku enda á botninum.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband