Óvissa um vexti á gengistryggðum lánum

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að leitað verði ráðgefandi álits EFTA dómstólsins um vexti á gengistryggðum lánum.  Niðurstöðu héraðsdóms hefur verið áfrýjað til hæstaréttar.  Þetta kemur fram á vef RÚV.

Alþingi getur ekki afgreitt frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um gengistryggð lán fyrr en álit EFTA dómstólsins liggur fyrir.

Bankarnir neita að senda inn skaðleysisyfirlýsingar og hugsanlega standast boðuð lög ekki neytendaverndartilskipun ESB.

Samþykki Alþingi frumvarpið gæti ríkið bakað sér skaðabótaábyrgð á hvorn veginn sem er. Eyða þarf allri óvissu í málinu sem fyrst.

Staðfesti hæstiréttur ekki úrskurð héraðsdóms þarf Alþingi að snúa sér með frumvarpið til ESA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2010 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband