Dómur sem þolir illa skoðun?

Allt frá því dómur Hæstaréttar féll um ólögmæti gengistryggingarinnar hefur framkvæmdavaldið og stofnanir þess haldið uppi linnulausum áróðri í þágu fjármálakerfisins.   Þar hefur ekkert verið til sparað og öllum trompum spilað út.  Fyrir vikið sitja stjórnvöld eftir grímulaus gagnvart almenningi sem segir þau hugsa meira um afkomu banka en heimila.  Það er í sjálfu sér einstakur árangur hjá fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórninni og umhugsunarefni fyrir alla þá sem hafa hingað til fylkt liði með svokölluðum vinstri öflum landsins. 

Í dag lét Héraðsdómur undan þrýstingnum og dæmdi bönkunum í hag.  Í dómsorðinu segir m.a.:

 „Að þessu virtu og með hliðsjón af efni umrædds samnings er ljóst að aðilar hafa við gerð hans tekið mið af því að lánið yrði verðtryggt með ákveðnum hætti og að jafnframt yrðu greiddir vextir sem tækju mið af umsaminni gengistryggingu sem dæmd hefur verið óheimil. Vegna þessara forsendna, sem taldar verða verulegar og ákvörðunarástæða fyrir lánveitingunni og báðum aðilum máttu vera ljósar, en reyndust vera rangar, verður að fallast á það með stefnanda að samningur aðila bindi hann ekki að því er vaxtaákvörðunina varðar. Á stefnandi því rétt á, að stefndi greiði honum þá fjárhæð, sem ætla má að aðilar hefðu ellegar sammælst um, án tillits til villu þeirra beggja. Þykja hvorki neytendasjónarmið né staða aðila við samningsgerðina breyta þeirri niðurstöðu."

Hér viðurkennir dómurinn að upp er kominn forsendubrestur í samningnum.  Forsendubresturinn er þó ekki þess eðlis að vegna gengishruns og verðbólguskots (sem fjármálafyrirtækin ollu að stórum hluta) hafi höfuðstóll verð- og gengistryggðra lána stökkbreyst, heldur liggur forsendubrestur Héraðsdsóms í þeirri staðreynd að gengistryggingin hefur verið dæmd óheimil.  Í því samhengi er ekki úr vegi að nefna að Sigurður G. Guðjónsson undirbýr málsókn á hendur einum bankanna til að krefjast leiðréttingar á vísitöluhækkun verðtryggðs láns á grundvelli forsendubrests.

Sérstaka athygli vekur að Héraðsdómur virðist taka undir með fyrrverandi seðlabankastjóra (sem RNA segir uppvísan að vanrækslu í starfi) þegar kemur að „villu beggja" samningsaðila.  Umræddur fyrrverandi seðlabankastjóri hefur reyndar beðist afsökunar á því að hafa skilgreint neytendur sem lögbrjóta í þessu ferli og fólst hluti af þeirri afsökunarbeiðni í að lýsa því yfir að staða lánþega við samningsgerðina sé gerólík stöðu lánafyrirtækisins.  Ég vona að Hæstiréttur muni á endanum gefa Héraðsdómi tilefni til að biðja neytendur afsökunar á þeirri niðurstöðu sem kunngerð var í dag.

Getur verið að Marinó G. Njálsson hafi nokkuð til sins máls varðandi dóminn?  En hann ritar í bloggfærslu„Þó dómur héraðsdóms virðist vera vandaður og góður við fyrstu sýn, þá stenst hann illa skoðun."   Í því samhengi má líka rifja upp viðtal við fyrrverandi forseta Hæstaréttar þar sem rökstutt er á grundvelli 36. gr. samningalaga að bankarnir muni ekki vinna þetta mál í Hæstarétti.  Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem Hæstiréttur snéri við niðurstðu Héraðsdóms í þessari rimmu.


mbl.is Ekki ósanngjörn lending
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Þessi dómur er illa studdur lögfræðilega, og t.d. ekki tekið tillit til samningslaga heldur er hér frekar um huglægt mat dómarans að ræða að mér sýnist.

það verður fróðlegt að sjá dóm Hæstaréttar.

Steinar Immanúel Sörensson, 23.7.2010 kl. 21:14

2 Smámynd: Halla Rut

Tengsl dómarans við lögmann Lýsingar eru vægast sagt óeðlileg.

Halla Rut , 23.7.2010 kl. 22:18

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins gott að hér eru TVÖ dómstig það hefur sýnt sig áður, kannski þarf það ÞRIÐJA.  En samkvæmt stjórnarskránni eiga stigin ÞRJÚ í stjórnsýslunni að ver ÓTENGD.  Hvað hefur klikkað?????

Jóhann Elíasson, 23.7.2010 kl. 23:07

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Halla, það er ómálefnalegt að væna Arnfríði um að hafa unnið óheiðarlega.  Við græðum ekkert á slíkum málflutningi.

Marinó G. Njálsson, 23.7.2010 kl. 23:08

5 identicon

Hvaða tengsl hefur dómarinn við lögmann Lýsingar?? Þekki þau ekki...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 01:28

6 identicon

Á fésbókarsíðu Birgittu jónsdóttur segir: 

"Héraðsdómarinn sem dæmdi í gengislánamálinu sem Lýsing hefur höfðað, er gift Brynjari Níelssyni, sem rekur lögmannsstofu með Sigurmari Albertssyni lögmanni Lýsingar og eiginmanni eins ráðherra í ríkisstjórninni, Álfheiðar Ingadóttur."

http://www.facebook.com/birgitta.jonsdottir?v=wall&story_fbid=140646679297563

Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 02:08

7 identicon

Þeir reka stofuna ekki saman, heldur leigir Brynjar ásamt mörgum öðrum skrifstofuaðstöðuna af Sigurmari. Flóknara er það nú ekki.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband