Hver beitir ákæruvaldið þrýstingi?

Í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur um málefni níumenninganna svokölluðu kemur fram:  „Það er grundvallarregla í réttarríki að þeir sem hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi sæti ákæru og séu beittir lögmæltum viðurlögum. Að því vinna lögregla, handhafar ákæruvalds og dómstólar hér á landi sem starfa sjálfstætt og af hlutlægni. Mikilvægt er að þessir aðilar fái svigrúm til að meta atvik í réttu ljósi og án utanaðkomandi þrýstings." 

Í sama svari kemur fram: ,,Þar sem ekki var ljóst hvort lögreglan mundi eiga frumkvæði að rannsókn málsins ákvað skrifstofustjóri Alþingis að óska eftir því bréflega fyrir hönd skrifstofu Alþingis og þeirra starfsmanna, sem í átökunum lentu, að málið yrði tekið til lögreglurannsóknar."

Nú hljóta menn að velta fyrir sér hvort ákæruvaldið hafi verið beitt þrýstingi í málinu og hvort ástæða sé til að umrætt bréf og önnur gögn sem málinu tengjast verði gerð opinber.


mbl.is Tónlist og sól á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Þórður Björn, æfinlega !

Ég hygg; að svarið liggi í augum uppi. Það eru; þau Jóhanna og Steingrímur, með dyggum stuðningi B og D lista, sem komu þessu í kring, fyrir nú utan, að Héraðsdómstólar landsins, eru gegnumrotnir, af spillingu og öðrum óþrifum, spjallvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 19:58

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Göngum í að fá bréfið birt almenningi. Sjálfbært gegnsæi ala Besti flokkurinn:)

Birgitta Jónsdóttir, 15.5.2010 kl. 20:07

3 identicon

Við höfum ALLTAF vitað um dómara-hneyksli .

Í öllum greinum .

Kristín (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 20:53

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvenær fór Alþingi að hafa afskipti af dómsmálum??????

Jóhann Elíasson, 15.5.2010 kl. 21:10

5 Smámynd: Daði Ingólfsson

Nákvæmlega Jóhann. Hvers vegna í ósköpunum fór skrifstofustjóri Alþingis að þrýsta á lögregluna að taka þetta mál upp?

Daði Ingólfsson, 16.5.2010 kl. 10:25

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Furðulegt allt þetta pukur og leynimakk

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.5.2010 kl. 20:26

7 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Bréfið hefur verið birt hér:

http://www.svipan.is/?p=7118

Þórður Björn Sigurðsson, 20.5.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband