Vanræksla af hálfu ráðherra?

15-02-10Athygli vakti að ráðherra svaraði ekki spurningu Eyglóar Harðardóttur um hvort ráðuneytið hefði á sínum tíma aflað lögfræðiálits varðandi lögmæti gengistryggðra lána.  Í því samhengi velti hún því fyrir sér hvort ráðherra hefði gerst sekur um vanrækslu. 

Fleiri þingmenn tóku einnig þátt í umræðunni og það kom mjög margt áhugavert fram. 

Kristján Þór Júlíusson kallaði efitir skilanefnd heimilanna, lýsti yfir stuðningi við frumvarp Eyglóar um flýtimeðferð á máli varðandi lögmæti gengistryggingar og hvatti stjórnaliða til að gera síkt hið sama.

Margrét Tryggvadóttir velti því upp hvaða þýðingu þessi réttaróvissa hefði fyrir 40 þúsund bílalánssamninga og 11% húsnæðilslána og velti upp þeim valkostum sem stjórnvöld stæðu frammi fyrir: a) að stórauka fé til dómkerfisins, b) að setja lög um hópmálsókn eða c) að grípa til almennra leiðréttingar.

Gunnar Bragi hrósaði Hagsmunasamtökum heimilanna og hvatti þingmenn og almenning til að mæta á fund á þeirra vegum í kvöld.  Gunnar Bragi kom einnig inn á þessa umræðu.

Björgvin G. Sigurðsson benti á að bílalánin væru mörgum meiri vandi en húsnæðislánin og að eyða þyrfti réttaróvissu sem fyrst.  Einnig kom hann inn á forsendubrest og skýrði frá því að stjórnvöld hefðu getað gripið til aðgerða fyrr.

Guðlaugur Þór Þórðarson gagnrýndi ráðherra fyrir að svara ekki spurningum, sagði fólk sem keypti árið 2007 og 2008 í miklum vanda og að það skorti pólitíska forystu í málinu.

Árni Þór Sigurðsson talaði fyrir afnámi verðtryggingar og sagði að nýfallinn dómur staðfesti að efitrlitsaðilar hefðu brugðist.  Einnig spurði hann ráðherra að því til hvaða aðgerða væri hægt að grípa til að lántakendur bæru ekki skaða á meðan réttaróvissa ríkti.

Þór Saari sagði að fjármálastofnanir hefðu blekkt fólk til að taka gengistryggð lán og tekið síðan stöðu gegn gjaldmiðlinum til að lagfæra sína eign fjárhagsstöðu.  Þetta hefði verið geggjað fjármálaumhverfi og því miður hefði afskaplega lítið breyst.  Þór talaði um nauðsyn þess að framkvæma stjórnsýsluúttekt á þeim efitrlitsstofnunum sem hefðu brugðist.

Hvet alla sem áhuga hafa á þessu máli að hlusta á umræðuna á vef Alþingis.

Vefur Morgunblaðins gerir málinu einnig skil hér og hefur eftir ummæli fleiri þingmanna.


mbl.is Gætu lent í verri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir þetta, Þórður.

Ég verð að viðurkenna, að ég skil Gylfa ekki alveg.  Er maðurinn á kaupi hjá fjármálafyrirtækjunum?  Hann a.m.k. túlkar alltaf alla réttaróvissu neytendum í óhag.  Var hann að segja Hæstarétti fyrir verkum með því að benda á íþyngjandi ákvæði.  Annars er þessi tilvitnun hans kostuleg, þar sem hún fjallar um bætur sem hægt er að krefjast ef lántaki hefur verið ofrukkaður, en þá vexti sem gætu komið í staðinn.  Lög nr. 38/2001 fjalla ekkert lágmark þeirra vaxta sem má bjóða í útlánum.  Ef fjármálafyrirtæki vill bjóða viðskiptavini sínum neikvæða vexti, þá er ekkert í lögum sem bannar það.

Marinó G. Njálsson, 18.2.2010 kl. 15:39

2 identicon

Það er ömurlegt hvernig þessi maður vinnur. Ég held að nú sé komin tími á að rannsaka  þessa ríkisstjórn spillingin er á fullu hjá Samf og VG það á að kúa þá sem misst hafa allt sitt, þeim er bjargað sem tóku 100% lán það eru þeir efnameiri sem tóku þau áttu jafnvel pening sem það notaði í annað  svo koma hinir sem tóku 70-80% lán notuðu svo sparnað sinn til að greiða sem upp á vantaði það er þetta fólk sem níðst er á  það  er þetta  fólkið sem  misst hefur allan sinn sparnað ömurlegt.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband