Nauðungarsölur

Í Silfri Egils um síðustu helgi fjallaði Sveinn Óskar Sigurðsson um nauðungarsölur og ýmsa vankanta á núverandi fyrirkomulagi.

Hér er hægt að nálgast viðtalið:  http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472548/2010/01/17/1/

Í frétt á RÚV um málið segir:
,,Í ritgerð sinni um nauðungarsölur og fleira fjallar hann um hversu skaðlegt núverandi kerfi sé samkvæmt nauðungarsölulögum. Í þeim halli mjög á rétt heimilanna, ábyrgð lánveitanda sé afar lítil og við nauðungarsölu á íbúð myndist falskt verð á fasteignum sem skekki efnahag bankanna og valdi bæði hluthöfum þeirra, sem og fjölskyldunum sem missa íbúðirnar, miklu tjóni."
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item321425/

Nú stígur félagsmálaráðherra fram á sviðið og segir ,,það enga lausn fyrir skuldara að fresta nauðungaruppboðum á íbúðarhúsnæði enn og aftur. Það sé hagur skuldara að ljúka málum sem fyrst."  Eins vonar ráðherra ,,að hægt verði að finna úrræði fyrir sem flesta". http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item321560/

Getur verið að þau úrræði sem boðið er upp á séu hreinlega ófullnægjandi? Er ekki full ástæða til að staldra við og fara betur yfir málin?

501701

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þórður.

Þarf ekki að skjóta manninn????

Með paintball.  

Hann færi þá kannski að hugsa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2010 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband