Færsluflokkur: Bloggar
Ofangreind hagsmunasamtök, skora á launþegasamtök og verkalýðsfélög landsins að taka afgerandi stöðu með heimilunum í landinu vegna gríðarlegs og hratt vaxandi fjárhagsvanda þeirra, sem er m.a. afleiðing ófyrirsjáanlegra, óeðlilegra og jafnvel ólöglegra hækkana á gengis- og verðtryggðum veðlánum heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins.
Um 42% heimila eru með bága eða neikvæða eiginfjárstöðu skv. gögnum Seðlabanka Íslands frá síðustu áramótum. Allt bendir til að efnahagur þeirra hafi versnað enn frekar frá áramótum og muni halda áfram á þeirri voðabraut, nema gripið verði inn í með almennri leiðréttingu lánanna. Um 25% heimila landsins eru með gengistryggð veðlán og um 90% þeirra eru í tímabundinni frystingu. Umsóknum Íbúðarlánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika hefur fjölgað um 900% á milli ára.
Forsendur verð- og gengistryggðra lána eru brostnar og þeim heimilum fjölgar ískyggilega hratt sem geta ekki staðið í skilum eða sjá hvorki tilgang né skynsemi í að greiða af lánum sem hækka stjórnlaust úr öllu valdi . Kaupmáttur rýrnar óðum og atvinnuleysi er í sögulegum hæðum, sem leiðir til samdráttar í einkaneyslu, sem eykur svo atvinnuleysið enn frekar.
Með samhentu átaki má rjúfa þennan vítahring og snúa þessari óheillaþróun við. Aukið fjárhagslegt svigrúm heimilanna mun fljótt efla atvinnulífið, draga úr atvinnuleysi og styrkja afkomu fjármálakerfis, sveitarfélaga og ríkissjóðs.
Undirrituð samtök skora á launþegahreyfingar landsins að knýja á stjórnvöld og kalla eftir tafarlausum almennum leiðréttingum á gengis-og verðtryggðum lánum heimilanna. Í þessu samhengi er vert að benda á nýlega kynnta sáttartillögu talsmanns neytenda vegna sama vanda.
Skráðir félagar í ofangreindum samtökum eru samtals um 11.000.
![]() |
Skora á verkalýðshreyfinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2009 | 23:05
Gagnsæi í meðferð þrotabúa
Ég man eftir því fyrr í vetur að náungi kom í Silfrið og talaði um mikilvægi þess að lágmarka tapið sem af þrotunum hlýst með því að gefa öllum jafnt færi á að bjóða í búin.
Man ekki hvaða fyrirtæki var þá verið að fjalla um en mér datt þetta í hug þegar ég frétti af því að Egill Árnason væri að fara aftur af stað.
Tek fram að ég hef ekkert kynnt mér hvernig var staða að því máli og hef enga sérsaka ástæðu til að ætla að það hafi verið tortryggilegt.
Aftur á móti hefur lítið farið fyrir þessari umræðu síðan og ég velti fyrir mér hvers vegna.
![]() |
Fons í gjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2009 | 00:34
Riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi
1. janúar 2007
Baltasar Kormákur Baltasarsson, leikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og kvikmyndagerðar
Bragi Þórðarson, bókaútgefandi, Akranesi, riddarakross fyrir störf að bókaútgáfu og æskulýðsmálum
Einar Sigurðsson, fv. landsbókavörður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á vettvangi upplýsinga- og safnamála
Einar Stefánsson, prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og læknavísinda
Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, kórstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu tónlistar og kóramenningar
Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi, Selfossi, riddarakross fyrir frumherjastörf í félagsráðgjöf og framlag til réttindabaráttu
Helga Steffensen, brúðuleikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og barnamenningar
Hermann Sigtryggsson, fv. æskulýðs- og íþróttafulltrúi, Akureyri, riddarakross fyrir störf að æskulýðs- og íþróttamálum
Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og vísinda
Margrét Indriðadóttir, fv. fréttastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjendastörf í fjölmiðlun
Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, Bandaríkjunum, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til kynningar á íslenskum málefnum
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður, Bretlandi, riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi
Sigurveig Hjaltested, söngkona, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu sönglistar og menningar
Trausti Magnússon, fv. skipstjóri, Seyðisfirði, riddarakross fyrir sjósókn og störf í sjávarútvegi
http://www.forseti.is/Forsida/Falkaordan/Falkaordan2007/
![]() |
Svikin um Fálkaorðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.4.2009 | 17:54
Með löggum skal land byggja
Ég lýsi yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu lögreglumanna.
Þetta er vanþakklátt starf.
Ég var reyndar alltaf að bíða eftir því í búsáhaldabyltingunni að þeir myndu leggja niður skyldina og byrja að berja potta sjálfir.
Hví skyldu löggur ekki líka mótmæla?
Heimili þeirra lenda líka undir hamrinum ef ekkert verður að gert.
![]() |
Heitt í kolunum á félagsfundi lögreglumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2009 | 17:23
Ömurleg skilaboð
Fram hefur komið að í skjóli gengis- og verðtryggingar (lesist okurvaxta) hækka skuldir heimilanna um 1 milljarð á dag.
Atvinnulífið er að brenna inni sömuleiðis. Hversu lengi höfum við efni á að bíða?
ESB málið er einfalt: Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður þann 17. júní 2009. Spurt verður: Eiga stjórnvöld að hefja aðildarviðræður við ESB? Já eða Nei?
Svo líst mér alltaf betur og betur á hugmyndina um þjóðstjórn. Og enga þingmenn sem ráðherra takk.
![]() |
Engin tímamörk á viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2009 | 16:30
Nýja Ísland?
Hér er mjög áhugaverð færsla um þetta mál:
http://vefrett.blog.is/blog/vefrett/entry/864634/
![]() |
Steingrímur J. gæti notað Guðjón A. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2009 | 09:46
Rauðir þræðir
Mér finnst frábært að heyra að hlutfall kvenna á þingi hefur aukist um 11% frá því í kosningum 2007. Er nú um 42%.
Bendi áhugasömum á lagið Rauðir þræðir hér í tónlistarspilaranum á blogginu. Ég ber ábyrgð á tilurð þess.
![]() |
27 nýir þingmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2009 | 11:25
Gætum jafnræðis - www.heimilin.is
Höfum eitt á hreinu. Hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fara saman.
Höfum annað á hreinu. Það verður aldrei sátt um þessi mál nema að jafnræðis sé gætt.
Ég mótmæli því að nýtt bankakerfi verði fjármagnað með húsnæðislánum almennings.
Ég trúi því að hægt sé að gera skynsamlegar ráðstafanir í þessum efnum og þess vegna stek ég þátt í starfi Hagsmunasamtaka heimilanna.
Ef þú ert sama sinnis skaltu skoða heimasíðuna www.heimilin.is og skrá þig í samtökin: http://skraning.heimilin.is/
![]() |
Afskrifa 75% fyrirtækjalána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2009 | 09:03
Kosningaeftirlitsnefnd ÖSE þarf að fá að vita af þessu
Ég vona að einhver lesi þetta sem geti komið því á framfæri við kosningaeftirlitsnefndina að svo virðist sem mikilvægum upplýsingum um þjóðarhag sé haldið leyndum þrátt fyrir loforð um annað.
Allt upp á borðið? Velt við hverjum steini?
Þetta er grafalvarlegt mál.
Lesið t.d. hvað Jónas segir: http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=11619
![]() |
Misskilningur að staðan sé miklu verri en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 08:41
Lætur þú atkvæði þitt falla með heimilunum?
Hagsmunasamtök heimilanna birtu auglýsingu í Fréttablaðinu 6. apríl sl. Spurt var eftirfarandi:
Hvað ætlar þinn flokkur að gera til að:
- Leiðrétta gengis- og verðtryggð veðlán heimilanna?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær? - Leysa brýnan vanda vegna gengistryggðra veðlána?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær? - Leysa ört vaxandi vanda vegna verðtryggðra veðlána?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær? - Jafna stöðu og ábyrgð milli lántakenda og lánveitenda veðlána?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær?
Eftirfarandi svör hafa borist:
http://www.heimilin.is/varnarthing/svoer-stjornmalaflokka
![]() |
Stjórnin heldur enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)