Gætum jafnræðis - www.heimilin.is

Höfum eitt á hreinu.  Hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fara saman.

Höfum annað á hreinu.  Það verður aldrei sátt um þessi mál nema að jafnræðis sé gætt.

Ég mótmæli því að nýtt bankakerfi verði fjármagnað með húsnæðislánum almennings.

Ég trúi því að hægt sé að gera skynsamlegar ráðstafanir í þessum efnum og þess vegna stek ég þátt í starfi  Hagsmunasamtaka heimilanna.

Ef þú ert sama sinnis skaltu skoða heimasíðuna www.heimilin.is og skrá þig í samtökin: http://skraning.heimilin.is/


mbl.is Afskrifa 75% fyrirtækjalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak hjá ykkur Þórður. Ég er búin að skrá mig í samtökin. Þarft framtak sem hjálpar fólkinu í landinu.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 11:33

2 identicon

Heill og sæll; Þórður Björn !

Í hnotskurn; hversu frjálshyggju flokkarnir (D - B og S listar), ásamt Kommúnistum (VG), hyggjast bjarga stórfiskunum - heimilin skulu áfram, blæða fyrir sukk Kapítalistanna.

Fremur; ófögur framtíðarsýn, þar. Ætli; þeir Mugabe gamli (Rhódesíu/Zimbabwe) og Kim jong-il (Norður- Kóreu), teljist ekki bara, hafa meira siðferðisþrek, eftir allt saman, fremur íslenzkum ''ráða''mönnum ? 

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband