Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Ný stjórnmálasamtök verða til - nánari upplýsingar

Á heimasíðu Hreyfingarinnar má lesa eftirfarandi:

Fulltrúar Hreyfingarinnar hafa að undanförnu sótt fundi þar sem rætt hefur verið um myndun nýs samstarfsvettvangs um framboð til næstu Alþingiskosninga til að hrinda brýnum hagsmunamálum almennings í framkvæmd.

Viðræðurnar hafa leitt til þess að klukkan 12 þann 12. febrúar 2012 er fyrirhugað að hefja stofnferli nýrra stjórnmálasamtaka.  Fundurinn, sem er öllum opinn, fer fram í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, 105 Reykjavík.

Fyrir fundinum liggja drög að lögum hins nýja félags og drög að kjarnastefnu. Fundargögnin eru aðgengileg á netinu:

Drög að lögum
https://docs.google.com/document/d/1JPSBP-pB-KBpwP3zxI0K1ZDmpNtFpVo_baRwpLwbI-8/edit?ndplr=1

Drög að kjarnastefnu
https://docs.google.com/document/d/1mADcrTqMByI5dstKCStdZLieQLnO672JgtjnOAZ7gFQ/edit?hl=en_US

Meginverkefni fundarins verður að móta lokadrög að ofangreindum skjölum sem lögð verði fyrir framhaldsstofnfund sem áformað er að halda á jafndægrum að vori, í kringum 20. mars.  Einnig að velja bráðabirgðaframkvæmdaráð sem taki við keflinu fram að síðari stofnfundi.  Opnað verður fyrir stofnfélagatal og kallað eftir tillögum að nöfnum á hið nýja félag.

Allir áhugasamir um framgang þessa máls eru hvattir til að mæta á fundinn þann 12. febrúar næstkomandi. 

Hægt er að senda ábendingar og breytingartillögur á: hreyfingin@hreyfingin.is

Fésbókarsíða nýrra stórnmálasamtaka
https://www.facebook.com/pages/N%C3%BD-stj%C3%B3rnm%C3%A1lasamt%C3%B6k/342658765765560?ref=ts


mbl.is Stutt í stofnun Breiðfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband