25.11.2009 | 01:20
Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu / Álitsgerðir
Ég er þeirrar skoðunar að farsælast sé að vísa málinu í dóm þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Að því sögðu má ég til með að vekja athygli á álitsgerðum þeim sem unnar voru í Efnahags- og skattanefnd:
Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson skrifa undir þetta:
,,Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um skuldaþol íslenska þjóðarbúsins er hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins af VLF áætlað 310% fyrir árið 2009. Við útreikning á hlutfallinu gjaldfærir sjóðurinn heildarupphæð Icesave-lánasamninganna og nemur upphæðin um 49% af VLF eða um 721 milljarði kr. sem kemur til viðbótar annarri skuldsetningu opinberra aðila og einkaaðila. Þess má geta að AGS notar alþjóðlega staðla við mat á skuldbindingum og miðar alltaf við heildarskuldsetningu þjóðarbús við erlenda aðila sem hlutfall af VLF. Í nóvember 2008 mat AGS að 240% skuldahlutfall væri augljóslega óviðráðanlegt (clearly unsustainable). Ári síðar telur sjóðurinn að 310% hlutfall sé viðráðanlegt. Þessi mótsögn í mati sjóðsins er athyglisverð í ljósi þess að íslenska ríkið gæti ekki ábyrgst lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu ef skuldaþolsmörkin frá því í nóvember 2008 héldu og væru enn 240%. Það er ekki hægt að útskýra þessa stefnubreytingu AGS nema með þeim hætti að Bretar og Hollendingar hafi beitt pólitískum þrýstingi í stjórn AGS til að tryggja að íslenska ríkið taki á sig Icesave-skuldbindingarnar."
Þór Saari er ábyrgur fyrir þessari klausu:
,, Greiðslur af Icesave-lánunum eru í erlendum myntum (evrum og pundum) og þarf að afla þess gjaldeyris með afgangi af útflutningstekjum. Tölur Seðlabankans sýna hins vegar að halli á vöru- og þjónustujöfnuði hefur verið neikvæður 12 af síðustu 19 árum. Afgangur hefur mest verið 22 milljarðar kr. árið 1994 og fyrir þau sjö ár á tímabilinu 19902008 þegar ekki var halli á viðskiptunum var afgangurinn samanlagt um 76 milljarðar kr. Samanlagður halli á vöru- og þjónustujöfnuði frá árinu 2000 er 632 milljarðar kr. eða 70 milljarðar kr. að meðaltali á ári. Umsögn Seðlabankans frá í sumar gerir hins vegar ráð fyrir 163 milljarða kr. afgangi af viðskiptum við útlönd á hverju ári að meðaltali næstu 10 árin. Nýjustu spár Seðlabankans gera einnig ráð fyrir að útflutningstekjur verði um helmingur vergrar landsframleiðslu, hlutfall sem er algerlega óraunhæft og hefur þetta hlutfall hæst náð um 33% af VLF þegar best var."
Birkir Jón Jónsson, Pétur Blöndal og Ásbjörn Óttarsson segja:
,,3.2. Óendanleg ríkisábyrgð.
Í efnahagslegu fyrirvörunum er gert ráð fyrir að ef hagvaxtarreglan leiðir af einhverjum orsökum til þess að eitthvað stendur eftir af höfuðstóli árið 2024 verða lánin framlengd allt þar til þau hafa verið greidd upp. Vísbendingin sem er falin í því að lán hafi verið framlengd eftir 2024 er að hagvaxtarforsendur hafi brostið. Ef svo fer verður íslenskt efnahagslíf fast í vítahring stöðnunar og versnandi lífskjara og ekki er tekið mið af Brussel-viðmiðunum. Óásættanlegt er að setja enn auknar byrðar á Íslendinga við slíkar aðstæður. Á þessu atriði tók efnahagslegi fyrirvarinn sem aftengdur var."
Forvitnilegt?
Nánar hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0247.html
79 þúsund borga Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég bara get ekki trúað að engin var handtekinn. Þetta þjóð er ekki Vikinga þjóð, heldur þjóð glæpamanna. Ég held að hinnir Norðurlanda þjóðir skamma sig með því að horfa norð vestur.
Andrés.si, 25.11.2009 kl. 01:30
Ríkisstjórn Íslands er einungis að gæta hagsmuna sinna, ESB, Breta, Hollendinga og auðmanna! Það ætti að vera löngu ljóst.
Hversu lengi ætla Íslendingar að láta misnota sig og traðka á sér án þess að gera neitt í málinu???
Eru Íslendingar bara aumingjar upp til hópa?Geir (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.