12.8.2009 | 02:09
Pólitískt botnlangakast?
Ég er blessunarlega vel giftur. Konan mín er sigld. Á ferđalögum sínum hefur hún haft ţađ fyrir siđ ađ taka ljósmyndir og fyrir vikiđ eru margar hillur fullar af albúmum í stofunni okkar. Ţađ vildi ţannig til ađ hún var stödd í Moskvu áriđ 1998 ţegar greiđslufall varđ hjá rússneska ríkinu. Ţađ olli miklu uppţoti á fjármálamörkuđum og hruni rúblunnar. Efnhagskreppa fylgdi í kjölfariđ og bankar fóru í ţrot. Biđrađir mynduđust fyrir utan fjármálastofnanir og fólk mótmćlti á götum úti svo ţúsundum skipti. Af ţessu tók hún myndir. Ef ég ćtti skanner myndi ég sýna ţćr hér og nú. En ţetta er af svipuđum meiđi:
Alţýđan mátti muna sinn fífil fegurri. Og minningin var um Sovétríkin sálugu. En hvers vegna? Jú, ţegar öllu var á botninn hvolft ţá hafđi alţýđan ţađ betra í gamla Sovétinu heldur en ţegar ţarna var komiđ, eftir 7 ára valdatíđ Yeltsin. Ađ ţví leitinu til mćtti segja ađ eftirspurn eftir fyrri valdhöfum sé mćlikvarđi á árangur sitjandi stjórnar.
Samkvćmt nýjustu mćlingum Capacent er ríkisstjórnin tölfrćđilega fallin. Ríkisstjórnarflokkarnir mćlast samanlagt međ 44% fylgi ţó 48% segjast styđja stjórnina. Ţetta er nokkru minna heldur en í kosningunum ţegar ríkissstjórnarflokkarnir voru međ 51%. Skömmu síđar fór stuđningur viđ stjórnina upp í 61%. Stuđningurinn hefur ţví minnkađ um 13% stig frá ţví stuđningurinn mćldist mestur. Ţađ er afar sorglegt ađ ríkisstjórn sem hefur ekki setiđ nema í 3 mánuđi hafi ekki ríkara umbođ ţjóđarinnar en raun ber vitni eftir öll ţau átök sem ţurfti til ađ koma henni til valda.
Er hugsanlegt ađ ţjóđin sé reiđubúin ađ hleypa fyrri ríkisstjórnum aftur ađ eđa erum viđ stödd í pólitískum botnlanga og bíđum ţess eins ađ kastiđ komi?
Eru ađrir möguleikar í stöđunni?
Fjölmenni á félagsfundi VG | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Já, ţađ er kominn tími á ađ ţađ verđi hlutstađ á hugmyndina um neyđarstjórn! en hún byrjađi ađ hljóma strax sl. haust! Í stađ ţess var okkur bođiđ upp á kosningar
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 02:20
Pólitískt botlangakast er frábćrt hugtak.
Héđinn Björnsson, 12.8.2009 kl. 10:10
Já, sama hugtak af sama kaliberi og "fjárhagsleg borgarastyrjöld".
Katrín Ţ. Ţórđardóttir (IP-tala skráđ) 12.8.2009 kl. 11:52
Flottur titill á mjög góđri fćrslu.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráđ) 12.8.2009 kl. 17:35
Góđ fćrsla
Jón Ađalsteinn Jónsson, 15.8.2009 kl. 23:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.