Skuldaaðlögun Nýja Kaupþings og afstaða AGS

Dagurinn hefur verið erilsamur, svona út frá starfi HH.  Ég byrjaði á því að mæta í viðtal á Bylgjunni.  Það má heyra hér: http://www.bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=47170

Samtímis var félagi minn (í stjórn HH), Vésteinn Gauti, á Útvarpi Sögu. 

Nokkru síðar áttum við Arney og Marinó (bæði í stjórn HH) fund með japönskum blaðamanni sem er að fjalla um kreppuna á Íslandi.

Í framhaldi áttum við þrjú fund með sendifulltrúa AGS á Íslandi ásamt hagfræðingi sjóðsins.

Við í HH höfum nýlega látið frá okkur álitsgerð um Skuldaaðlögun Nýja Kaupþings.  Hana má lesa hér:
http://www.heimilin.is/varnarthing/component/content/article/41-fra-undirbuningsnefndinni/425-skuldaaeloegun-kauptings

Varðandi Skuldaaðlögun NK og ummæli talsmanns NK í morgunútvarpi Rásar 2 þess eðlis að AGS hefði ekki heimilað bankanum að fara í afskriftir svaraði sendifulltrúi AGS því til að þarna væri beinlínis ekki rétt með farið um afstöðu AGS.  Miðað við það hvernig hann talaði dró ég þá ályktun að AGS hefði í raun aldrei fjallað með beinum hætti um þetta tiltekna úrræði NK.  Hins vegar kom fram að AGS væri ekki fylgjandi almennum niðurfærslum.  Að því leitinu til mætti yfirfæra afstöðu AGS yfir á þetta úrræði NK.

Því er spurning hvort skuldaaðlögun NK felur í sér almenna niðurfærslu eða ekki.  Ég segi nei, því þarna er um að ræða úrræði sem gengur út á að koma til móts við þá sem eru komnir með neikvæða eiginfjárstöðu.  Aðrir eiga ekki kost á úrræðinu.

Það ber að taka það fram að við fengum það staðfest hjá AGS að það væri svigrúm til afskrifta.  Hins vegar fengum við ekki uppgefið hversu  mikið svigrúm.


mbl.is Skikkaðir í tíu daga frí af AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég er enn við það heygarðshornið, Þórður Björn, að það eigi ekki að tala um afskriftir eða niðurfellingu skulda í þeim tilvikum sem rætt er um að færa lán bundin við gengi gjaldmiðla aftur til þeirrar upphæðar sem í raun var fengin að láni -- kannski að viðbættri „eðlilegri“ vísitölu ef þvílíkt fyrirbæri er til. Í því tilviki er þetta leiðrétting --

-- og ekkert annað en leiðrétting!

Sigurður Hreiðar, 11.8.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Um þetta erum við fyllilega sammála Sigurður Hreiðar.

Þórður Björn Sigurðsson, 12.8.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband