2.8.2009 | 14:11
Hættum að blogga, lífið liggur við
Eftirfarandi grein birtist í 2. tbl. ritsins Lífsmörk sem gefið var út í desember 2008. Ég veit ekki hver er höfundur hennar. Þá átti efni hennar svo sannarlega erindi við okkur að ég tel. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar. Ég velti þó alvarlega fyrir mér hvort hún eigi erindi við okkur aftur:
,,Söguþjóðin mikla situr nú fyrir framan tölvuskjáninn, rýnir í nýjustu uppfærslur fjölmiðlanna og rífst og tautar á bloggsíðum sínum. Á meðan fær ríkissjórnin að starfa nánast óáreitt og vinna að því reyna að bjarga eigin skinni, kerfinu sem kom okkur öllum um koll.
Auðvitað er bráðnauðsynlegt, á hvaða tímum sem er og ekki síst núna, að greina ástand samfélagsins og setja í samhengi við liðna tíð, rökræða og greina sannleika þeirra frétta sem okkur berast; koma með hugmyndir að mótspyrnu, lausnum og breytingum sem við viljum sjá framkvæmdar. Margir bloggarar og greinahöfundar hafa gert þetta vel, bloggin eru mörg uppfull af fanta góðum hugmyndum.
En nú er kominn tími til að hönd fylgi huga og við færum okkur frá tölvuskjánum, út í samfélagið. Það er kominn tími til að framkvæma þær hugmyndir sem nú þegar hafa komið fram.
Við, fólkið, erum nógu klár og sterk til þess að halda uppi öflugri mótspyrnu gegn þeim öflum sem nú stjórnast með líf okkar og framtíð; nógu sterk til að byggja upp réttlátt samfélag. Og til þess að hugmyndir okkar verði að veruleika, ættum við að vera miklu sýnilegri og vægðarlausari í staðfestu okkar.
Sú ríkisstjórn og aðrir valdhafar sem við viljum koma frá völdum, vilja auðvitað að við bloggum og rífumst. Það er þeim í hag að fólk sitji sitt í hvoru horninu, fyrir framan tölvuskjái og fái útrás fyrir
reiði sína og hugmyndir í gegnum lyklaborðið. Þannig fá þau allan þann tíma og allt það
næði sem þau þurfa til að framkvæma svokallaðar ,,björgunaraðgerðir" sínar.
Bíðum ekki eftir því að ríkisstjórnin falli og bíðum ekki heldur eftir því að aðrir framkvæmdi hugmyndir okkar. Kæra söguþjóð, við skulum ekki skrifa okkar eigin harmleik, heldur skrifa og framkvæma sigur okkar."
Auðvitað er bráðnauðsynlegt, á hvaða tímum sem er og ekki síst núna, að greina ástand samfélagsins og setja í samhengi við liðna tíð, rökræða og greina sannleika þeirra frétta sem okkur berast; koma með hugmyndir að mótspyrnu, lausnum og breytingum sem við viljum sjá framkvæmdar. Margir bloggarar og greinahöfundar hafa gert þetta vel, bloggin eru mörg uppfull af fanta góðum hugmyndum.
En nú er kominn tími til að hönd fylgi huga og við færum okkur frá tölvuskjánum, út í samfélagið. Það er kominn tími til að framkvæma þær hugmyndir sem nú þegar hafa komið fram.
Við, fólkið, erum nógu klár og sterk til þess að halda uppi öflugri mótspyrnu gegn þeim öflum sem nú stjórnast með líf okkar og framtíð; nógu sterk til að byggja upp réttlátt samfélag. Og til þess að hugmyndir okkar verði að veruleika, ættum við að vera miklu sýnilegri og vægðarlausari í staðfestu okkar.
Sú ríkisstjórn og aðrir valdhafar sem við viljum koma frá völdum, vilja auðvitað að við bloggum og rífumst. Það er þeim í hag að fólk sitji sitt í hvoru horninu, fyrir framan tölvuskjái og fái útrás fyrir
reiði sína og hugmyndir í gegnum lyklaborðið. Þannig fá þau allan þann tíma og allt það
næði sem þau þurfa til að framkvæma svokallaðar ,,björgunaraðgerðir" sínar.
Bíðum ekki eftir því að ríkisstjórnin falli og bíðum ekki heldur eftir því að aðrir framkvæmdi hugmyndir okkar. Kæra söguþjóð, við skulum ekki skrifa okkar eigin harmleik, heldur skrifa og framkvæma sigur okkar."
Netverjar æfir yfir lögbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hættum að borga. Lestu hér hvernig þú bjargar laununum þínum.
Rósa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:35
Það var áhugavert að lesa um þetta á síðunni þarna um Kaupþing. Mjög áhugavert. Að sjá lánabókina og allt það. Nú vil ég bara sjá aðra búsáhalda byltingu næsta vetur. Það er ekkert annað sem dugir. En þetta er ömurlegt að sjá þetta með Kaupþing á síðunni.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.