28.6.2009 | 17:19
Þessu tengt: Attac á Íslandi
Frábært framtak og ég stefni að því að mæta í Iðnó. Langar að nota tækifærið og vekja athygli á þessu:
Fimmtudaginn 2. júlí kl. 20.00 verður í JL-húsinu, Hringbraut 121, húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar, haldinn kynningar- og umræðufundur. Kynnt verða Attac-samtökin, og verða fulltrúar frá Noregsdeild þeirra samtaka með framsögu um Attac og starf samtakanna. Attac eru alþjóðasamtök með deildir í um 50 löndum. Þau hafa það að markmiði að berjast gegn nýfrjálshyggju og hnattvæðingu í nafni hennar, en eru fylgjandi hnattvæðingu að öðru leyti. Attac lítur á það sem eitt meginverkefni sitt að fylgjast með alþjóðastofnunum nýfrjálshyggjunnar eins og AGS.
Einnig mun Lilja Mósesdóttir hagfræðingur flytja erindi um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þau vandamál sem það hefur í för með sér að láta hann hafa yfirstjórn með efnahagsmálum Íslendinga. Hún mun í erindi sínu benda á aðrar færar leiðir í þeim efnum, en flestir valkostir munu vera betri í efnahagsmálum en láta AGS stýra þeim.
Að fundinum stendur bráðabirgðastjórn Íslandsdeildar Attac. Benda má á heimasíðu samtakanna, attac.is, fyrir þá sem vilja fræðast meira.
Attac á Íslandi.
Attac á Íslandi.
Borgarafundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jesús minn...
Gulli (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.