Stuðningsyfirlýsing við Evu Joly

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna lýsir yfir stuðningi við störf Evu Joly í þágu réttarkerfis þjóðarinnar og þannig almennra hagsmuna. Í ljósi viðtala og yfirlýsinga frú Joly er það mat stjórnar HH að hún hafi notað áhrif sín til að halda rannsókn sérstaks saksóknara á réttri braut. Rannsóknin er ef að líkum lætur mikilvægasta aðgerð íslenska réttarkerfisins frá upphafi og mun hafa áhrif langt út fyrir landsteinana. Eva Joly nýtur óskoraðs trausts okkar.

11.6.2009
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

http://www.heimilin.is/varnarthing/about/alyktanir-samtykktir/371-stueningsyfirlysing-vie-evu-joly-#yvComment371


mbl.is Valtýr vill ráða Evu Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um er ad raeda dómgreindarleysi eda glaepamennsku. 

Rudólf (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 21:40

2 identicon

Held að mikill meirihluti þjóðarinnar sé sammála ykkur. Það gengur ekki að Valtýr víki í þessu tiltekna máli því nálægðin við upplýsingar er of mikill. Ef hann heldur áfram þá getur hann örugglega fylgst með öllu í rannsókninni ef hann vill.

Ína (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband