Ekki í okkar nafni

Við neitum að borga skuldir sem við berum ekki ábyrgð á!

Mikill vafi er á því hvort okkur Íslendingum beri að standa undir skuldbindingum vegna starfsemi íslensku bankanna erlendis. Þar er sem kunnugt er fyrst og fremst um að ræða svokallaða Icesave-innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Svo leiða megi staðreyndir málsins í ljós verður að koma til úrskurður hlutlauss dómstóls.

Bresk stjórnvöld hafa með fulltingi Evrópusambandsins beitt harðræði, og í sumum tilfellum hreinu og kláru ofbeldi, til þess að fá okkur til þess að taka á okkur alla ábyrgð á starfsemi bankanna m.a. með beitingu hryðjuverkalaga gegn hagsmunum íslenskra fyrirtækja í Bretlandi sem og hagsmunum íslenska ríkisins.

Breskir ráðamenn hafa neitað að samþykkja að málið verði útkljáð fyrir dómstólum vegna þess að þeir óttast niðurstöðuna. Sama á við um Evrópusambandið sem er full kunnugt um ábyrgð sína í málinu vegna meingallaðs lagaumhverfis sem við tókum upp hér á landi í gegnum EES-samninginn.

Evrópusambandið veit að það gæti sett allt innlánskerfið í ríkjum þess í uppnám ef dómstóll úrskurðaði okkur Íslendingum í vil. Því hefur verið lagt allt kapp á að kúga okkur til þess að fallast skilyrðislaust á kröfur breskra og hollenskra stjórnvalda í málinu. Okkar hagsmunum er einfaldlega fórnað.

Ríkisstjórn Íslands hefur nú svo gott sem lagt blessun sína yfir þennan ráðahag. Það er ekki gert í okkar nafni. Við neitum að borga skuldir sem við berum ekki ábyrgð á. Við krefjumst þess að málið verði leitt til lykta fyrir þar til bærum hlutlausum dómstóli!

(,,Hópur með nafninu við neitum að borga skuldiur sem við berum ekki ábyrgð á" var stofnaður á Facebook föstudaginn 5. júní. Fyrsta sólarhringinn skráðu 1.300 manns sig í hann.)


mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/892231/

MÓTMÆLI Á MORGUN!!!

Baldvin Jónsson, 7.6.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband