Þjóðarsátt um þak á verðbætur

Hagsmunasamtök heimilanna undrast að ríkisstjórninni finnist sjálfsagt mál að grípa einhliða til aðgerða sem leiða til hækkunar á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána.  Á tímum þegar nauðsynlegt er að gera allt sem hægt er til að draga úr skuldsetningu heimilanna, þá sýnir ríkisstjórnin algjört skilningsleysi á því ófremdarástandi sem hér ríkir.

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að ríkisstjórnin grípi tafarlaust til aðgerða sem koma í veg fyrir að þær hækkanir, sem samþykktar voru á Alþingi í gærkvöldi, þyngi lánabyrði heimilanna.  Samtökin taka undir tillögur þingflokks Framsóknarmanna um að sett verði 4% þak á verðbótarþátt fjárskuldbindinga, enda er það ein af grundvallarkröfum samtakanna. 

Frumvarpið endurómar tillögur margra flokka og einstakra þingmanna í öðrum flokkum. Hvetja samtökin því til þess að frumvarpið fái sem fyrst þinglega meðferð, þrátt fyrir að um þingmannamál minnihluta sé að ræða. Fólkið í landinu er örvæntinarfullt og þingið þarf að sýna að það skilji neyð þess. Nú er ekki tíminn til að karpa um hver lagði frumvarpið fram eða hver fær heiðurinn af því.

Með því að setja 4% þak á verðbótaþátt fjárskuldbindinga gefst ríkisstjórninni auk þess svigrúm til frekari tekjuaflandi aðgerða, án þess að slíkar aðgerðir hafi áhrif á greiðslubyrði lána um ófyrirséða framtíð. 

Samtökin gera sér fulla grein fyrir að fleira er verðtryggt en fjárskuldbindingar, svo sem lífeyrir, bætur úr ríkissjóði og skattleysismörk.  Vissulega þurfi að fara varlega í að rjúfa sumar slíkar tengingar með einu pennastriki, en ef tíminn til áramóta er nýttur vel, þá má örugglega finna farsæla lausn á þeim vanda.  Í því samhengi lýsa samtökin yfir eindregnum samstarfsvilja.

Hér mun aldrei ríkja þjóðarsátt um aðhaldsaðgerðir af neinu tagi nema að skuldsettar fjölskyldur sjái að staða þeirra batni við aðgerðir stjórnvalda í stað þess að versna.  Fólk verður að sjá ljós við enda ganganna.  

Mikilvæg aðgerð á þeirri vegferð er að grípa án tafar inn í verðlagstengingu lána.  Því fara samtökin þess á leit við Alþingi að frumvarp Framsóknarflokksins um breytingar á lögum nr. 38/2001 verði afgreitt hratt og vel.  Hagsmunasamtök heimilanna hvetja Alþingi til að senda þjóðinni skýr skilaboð um að það skilji áhyggjur þjóðarinnar og skuldbindi sig til aðgerða sem veiti henni von inn í framtíðina.

29. maí 2009

Hagsmunasamtök heimilanna

www.heimilin.is


mbl.is Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála, þak á verðbætur eða afnema verðbætur !

Snorri Gylfason (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 10:08

2 identicon

Ég er sammála þér í þessu. Gangi ykkur vel.***

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband