SAMSTÖÐUFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA

Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00

Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu þvím miður hvergi nærri fullnægjandi.  Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009.  Árið 2007 var um að ræða 7.500
fjölskyldur.  Þetta er 380% aukning.

Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána.  Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar.  Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á
efnahagshruninu með þessum hætti.

Hagsmunasamtök heimilanna vilja:
* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Ræðumenn:
Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi

Hljómsveitin EGÓ kemur fram

TÖKUM STÖÐU MEÐ HEIMILUNUM
www.heimilin.is


mbl.is Boða til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hagsmunasamtök Sjálfstæðismanna sem fengu allt of mikla fyrirgreiðslur úr á flokksskírteinið að boða til mótmæla - bwahahahahaaha, þú og þetta lið er sorglegt. Af hverju ætti ég og aðrir skattgreiðendur að borga fyrir heimsku þína í fjárfestinugm???

Sættu þig bara við að þú klúðraðir - veðjaðir á rangan hest og nú þarftu að borga!

Ótrúlegt hvað hægri menn eru miklir pilsfaldakapítalistar á þessu landi. 

Þór Jóhannesson, 21.5.2009 kl. 16:22

2 identicon

Heill og sæll; Þórður Björn - æfinlega !

Þakka þér; óbilandi varðstöðuna, sem herhvöt góða.

Fornvinur minn; Þór !

Skömm þín; sem háðung, mun þér fylgja, allt til efsta dags, nema þú sýnir iðran góða - sem yfirbót, og biðjir Þórð forláts, á illhryssingi þínum.

Grun hefi ég um; Þór minn, að þú sjáir nú, þína vondu villu, í fylgis spekt þinni, við þá VG inga og kratana, en,....... þorir ei, að sverja þig, frá þessum óhræsis öflum, um hríð.

Vona þó; að verða megi - sem skjótast, ágæti drengur.

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 16:59

3 identicon

Ef einhverjar gungur skrifa óhróður eða persónumeiðingar á mína bloggsíðu mun ég umsvifalaust henda slíkum ósóma út - það er ritstjórnun ekki ritskoðun  http://thj41.blog.is/blog/thj41/

Þú ert með óhróður Þór. 

Hagsmunasamtök heimilanna eru yfirlýst þverpólitísk samtök.   

Sigurður Þ. (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 17:52

4 identicon

Frábært hjá ykkur. Gangi ykkur vel með fundinn. Frábært.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 19:24

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þið eigið heiður skilinn fyrir ykkar góða starf! Trúi ekki öðru en þeir muni skipta þúsundum sem ákveða að taka stöðu með heimilunum á Austurvelli á morgun.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.5.2009 kl. 01:41

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Lömbin vita ekki hvenær þau eru að láta leiða sig til slátrunnar - svo mikið er víst! Sama jarmið í ykkur sem kallið kapítalsmann yfir ykkur með þessari heimsku - en gjörið svo vel gerði ykkur að fíflum, við hin borgum hvort sem er!

Þór Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 04:06

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þór hefur ritskoðað sína síðu eins og má lesa til vinstri hjá honum. Þá var hann að eyða gagnrýni frá mér á hans rithönd og málstað án þess að ég fór með neinn rógburð og dónaskap. Ég legg til að þú, Þórður íhugir að ritstýra þessu með það í huga á þinni síðu.

Haraldur Haraldsson, 23.5.2009 kl. 12:15

8 Smámynd: Þór Jóhannesson

bwahahaha - ég elska auðvaldssinnaða kjána í netlögguleik!

Þór Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 12:18

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þór, á þinni síðu stendur orðrétt:

"Ef einhverjar gungur skrifa óhróður eða persónumeiðingar á mína bloggsíðu mun ég umsvifalaust henda slíkum ósóma út - það er ritstjórnun ekki ritskoðun þó hverjum bloggara sé í fullvald sett að halda úti ritskoðun á sínu persónulega bloggi enda er persóna bloggarans ekki fréttastofa sem starfar fyrir almenning. "

Hver er netlögga?

Ég er farin að halda að þú sért talsmaður útrásavíkinga!

Haraldur Haraldsson, 23.5.2009 kl. 12:33

10 Smámynd: Þór Jóhannesson

Kapítalistar allra landa seminist á Austurvelli og tryggið IMF á Íslandi!

Þór Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband