16.5.2009 | 18:45
Saga frá draumalandinu
Ólafur Garðarsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, skrifar:
Jobbi átti hús og var í viðskiptum við Hitaveituna hf. Þannig vildi til að tveir mælar voru á vatsnotkuninni. Annar var út í götu og hinn við sjálft inntakið. Nú verður gröfuóhapp (grafa hitaveitunnar) og gat kemst á rörið á milli mælisins úti í götu og mælisins við inntakið. Þetta var svert veiturör og út lak 25 ára jafnaðarnotkun hússins af vatni áður en tókst skrúfa fyrir.
Mælirinn í götunni sýndi nú umtalsvert meiri vatnsnotkun og hitaveitan fór fram á að eigandi hússins greiddi samkvæmt þeim mæli. Hann fengi náðasamlegast að greiða það á tuttugu og fimm árum ellegar væri farið beint í uppoð á húsinu væri greiðsluáskorunin hunsuð. Samkvæmt samningi um hitaveitu hefði Hitaveitan hf þann rétt.
Mikið deilumál hlaust af þessu máli og tóku sumir til varna fyrir Hitaveituna hf. Þeir sögðu meðal annars að Jobbi hitaði upp hjá sér bílskúrinn sem væri náttúrulega sóun af versta tagi. Það sem hann hefði hingað til sparað á að kaupa ekki olíu hefði líka orðið til þess að hann gat keypt sér flottan bíl. Jobbi væri sekur um bruðl og ætti því ekkert betra skilið en að missa húsið.
Stjórnvöld koma nú að málinu og vildi miðla málum. Þau leggja til að Jobbi greiddi upphæð sem nemur því sem hann greiddi áður fyrir hitavatnsnotkun plús aðeins aukalega sem næmi helming af lekanum. Restina mætti greiða með jöfnum afborgunum aftan við "lánstíman", þ.e. í stað þess að greiða tapið á 25 árum gæti hann greitt það á 75 árum ef tekið væri tillit til vaxta. Einnig væri dregið úr vatnsnotkun hússins og meðal hiti innanúss lækkaður niður í 16°C og alveg lokað fyrir upphitun bílskúrs. Þessu var gefið sérstakt nafn þ.e. hitajöfnun og sett í gang sérstök stofnun til að hjálpa fólki eins og Jobba til að nýta sér og skilja lausnina.
Sett voru ýmis skilyrði fyrir hitajöfnuninni þannig að sumir höfðu ekki kost á henni. Þeir gætu hugsanlega farið í hitaaðlögun. Það er sérstök meðferð þar sem fólk aðlagast kulda og lærir að lifa góðu lífi við frostmark.
Þrefalt fleiri fasteignir á uppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir þessa góðu sögu. Þetta var skemmtilegt að lesa. Mjög gaman að lesa þetta.
Það er svo víða pottur brotinn hér á Íslandi. Maður hreinlega skilur það ekki stundum. Fólk er alltaf að verða fyrir einhverjum áföllum.
En ég held nú að það séu margir að gefast upp þarna úti. Vegna aðgerðar leysis stjórnvalda. Það er ég viss um. En það getur vel verið að þetta lagist. En ég vil fara að sjá aðgerðir strax.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 20:09
Jahá... Þarna kom það. Læra að svelta,, gefa sér smá tíma í það.. Hvað haldiði við getum ekki étið minna....Það er bara að venjast því !! Gott hjá þér.
Sigurður Rúnar Sæmundsson, 16.5.2009 kl. 20:46
Hrein snild hjá þér og flott að sjá hvernig þú setur þetta upp og gerir skiljanlegt því ekki er hægt að skilja hvað er í gangi hér. Sem betur fer átti ég ekki íbúð sem er að kaffæra mig en er með bílalán sem er nú ekki að drepa mig svo ég get flúið land sem er eina lausnin á þessu ástandi hér því að virðist sem engu máli skipta hver stjórnar hér þeir verða blindir og heyrnalausir þegar þeir setjast í stólanna. Ég vil BANKABILTINGU og það strax.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.