Riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi

1. janúar 2007

Baltasar Kormákur Baltasarsson, leikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og kvikmyndagerðar

Bragi Þórðarson, bókaútgefandi, Akranesi, riddarakross fyrir störf að bókaútgáfu og æskulýðsmálum

Einar Sigurðsson, fv. landsbókavörður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á vettvangi upplýsinga- og safnamála

Einar Stefánsson, prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og læknavísinda

Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, kórstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu tónlistar og kóramenningar

Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi, Selfossi, riddarakross fyrir frumherjastörf í félagsráðgjöf og framlag til réttindabaráttu

Helga Steffensen, brúðuleikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og barnamenningar

Hermann Sigtryggsson, fv. æskulýðs- og íþróttafulltrúi, Akureyri, riddarakross fyrir störf að æskulýðs- og íþróttamálum

Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og vísinda

Margrét Indriðadóttir, fv. fréttastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjendastörf í fjölmiðlun

Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, Bandaríkjunum, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til kynningar á íslenskum málefnum

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður, Bretlandi, riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi 

Sigurveig Hjaltested, söngkona, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu sönglistar og menningar

Trausti Magnússon, fv. skipstjóri, Seyðisfirði, riddarakross fyrir sjósókn og störf í sjávarútvegi

http://www.forseti.is/Forsida/Falkaordan/Falkaordan2007/


mbl.is Svikin um Fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þarna finnst mér aðeins ofaukið peningamanninum Sigurði Einarssyni, eiganda lystihallarbeinagrindar á Veiðilæk -- eða eigandi skulda í framhaldi af þeirri útrás sem nú á að krossa hann fyrir!

Eru einhver dæmi þess að menn sem búið er að krossa séu sviptir krossi sínum ef í ljós kemur að hann var með öllu óverðskuldaður!

Sigurður Hreiðar, 29.4.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Menn hafa ekki verið sviptir riddarakrossi áður Sigurður.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 13:25

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta er 2007, ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað nýtt, úffff hvað mér brá.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 29.4.2009 kl. 21:28

4 identicon

Já, þetta er alveg týpískt fyrir Ísland finnst mér. Við gefum okkur út fyrir að vera svo flott og svona. En það er bara ekki svoleiðis.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 18:33

5 identicon

satt sem einhver sagði að hér áðurfyrr voru glæpamenn hengdir á krossa en nú hengjum við krossa á glæpamenn.

zappa (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 01:23

6 identicon

Það styttist hugsanlega í að fyrstu mennirnir verði sviptir þessum heiðurskrossi...

Halldór R. Gíslason (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband