Rörsýn stjórnvalda

Þetta eru sorgleg tíðindi en fyrirsjáanleg miðað við stefnu stjórnvalda.

Hér verður að lækka vexti, afnema verðtryggingu og huga frekar að stjórnun peningamála.  Í fyrsta kasti verður að grípa til öflugra mótvægisaðgerða á borð við þær tillögur sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa talað fyrir.  Takið sérstaklega eftir þessu:

Ávinningur af aðgerðum þessum:

  • Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt
  • Stuðlað gegn frekari hruni efnahagskerfisins
  • Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins
  • Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af íbúðum
  • Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar
  • Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný

Sífellt fleiri taka nú undir þau sjónarmið og ber sérstaklega að fagna ályktun aðalfundar Verkalýðsfélags Akraness í þeim efnum:

,,Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness skorar á stjórnvöld að koma í veg fyrir að einstaklingar taki þá ákvörðun að hætta að greiða af sínum skuldum sökum þess að skuldir hafi vaxið langt umfram eignir vegna þeirra hamfara sem riðið hafa yfir íslenskt efnahagslíf. Á þeirri forsendu skorar aðalfundurinn á stjórnvöld að grípa til róttækrar niðurfærslu og leiðréttingar á skuldum íslenskra heimila. Það er mat aðalfundarins að stór hætta sé á að einstaklingar sjái ekki hag í því að greiða sínar skuldir lengur með skelfilegum afleiðingum fyrir allt samfélagið." 

Loksins er múr ASÍ rofin og skora ég á önnur stéttarfélög að gera slíkt hið sama. 

Menn þurfa líka að horfast í augu við að hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fara algerlega saman í þessum efnum.  Fyrirtækin þurfa tekjur og almenningur þarf vinnu til að geta verslað hjá þessum sömu fyrirtækjum.  Þetta er ekki flókið:  Skapa svigrúm fyrir almenning til að hafa ráðstöfunartekjur til að greiða fyrir annað og fleira en fjármagnskostnað. 


mbl.is Fjórfalt fleiri í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

"afnema verðtryggingu"

núna loksins þegar það er að koma verðhjöðnun? þegar það kemur verðhjöðnun þá lækka verðtryggð lán. að afnema verðtryggingu í dag er sannkallaður fásinna með öllu. núna loksins þegar við getum séð fram á að lánin lækki þá á að hlaupa undir bagga með lánveitendum og festa lánin okkar í himna hæðum? 

Fannar frá Rifi, 23.4.2009 kl. 09:36

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Fannar þetta er mjög skiljanlegt sjónarmið.

Ég hvet þig aftur á móti til að kynna þér tillögur HH betur.  Þær ganga einmitt út á að festa ekki lánin í hæstu hæðum heldur leiðrétta þau.  Bjóða upp á að breyta gengistryggðum lánum í verðtryggð frá lántökudegi og samhliða að takmarka verðbótaþátt við 4% á verðtryggðum lánum frá og með 1. janúar 2008.

Það hefur sýnt sig að krónan veikist stöðugt gagnvart öðrum gjaldmiðlum, til langs tíma litið.  Við eigum sögu um stöðuga verðbólgu.  Þess vegna verður að afnema verðtrygginguna og leysa verðbólguvandann með öðrum ráðum.

Þórður Björn Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 10:18

3 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

http://eyjan.is/silfuregils/2009/04/23/um-verdbolgu-og-vanda-heimilanna/

Þórður Björn Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband