20.4.2009 | 16:30
Samanburður á afstöðu framboðanna
Smellið á myndina fyrir betri upplausn.
Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna eru að boðið verði upp á að gengistryggðum lánum verði breytt í verðtryggð lán frá lántökudegi. Samhliða takmarkist verðbótaþáttur verðtryggðra lána við 4% frá og með 1. janúar 2008.
"Ég hef verið talsmaður niðurfærslu verðbóta, eða höfuðstóls lána, því
að mér finnst hún vera réttlætismál. Hún er jafnframt viðurkenning á
því að ekki sé verjandi að eignamyndun íbúðakaupenda á Íslandi eigi að
vera allt að helmingi hægari en annarsstaðar í veröldinni og
íbúðarlánin dýrari. Niðurfærsluleiðin er auk þess sársaukaminni fyrir
ríkissjóð heldur en niðurgreiðsluleiðin, þvert á það sem sumir telja,
því að hún bitnar fyrst og fremst á fjármagnseigandanum, en ekki
skattgreiðendum nema að því marki sem ríkissjóður (Íbúðarlánasjóður)
sé fjármagnseigandinn. Niðurgreiðslur leggjast hins vegar af fullum
þunga á ríkissjóð hvort sem þær eru í formi hækkunar vaxtabóta eða
sértækra greiðsluaðlögunar. Með niðurskurðarleiðinni er
fjármagnseigandinn alveg stikkfrí og fær allt sitt, en ríkissjóður
blæðir. Með niðurfærsluleiðinni tekur fjármagnseigandinn á sig
skerðingu líkt og lántakandinn, en ríkissjóður er að mestu stikkfrí"
- Ingólfur hjá spara.is
Skuldaleiðrétting óumflýjanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Þórður og takk fyrir góðan samanburð.
Eins og glögglega má sjá af þessu er eina vitið fyrir okkur að kjósa FRAMSÓKNARFLOKKINN ÞVÍ hann einn hefur tekið afstöðu með lánþegum þessa lands á móti fjármagnseigendum.
Ég hefði aldrei trúað því að Samfylkingin og Vinstri grænir myndu standa gegn þessari tillögu Framsóknar að því er virðist af tómri öfund yfir því að hafa ekki fattað þetta sjálfir.
Stöndum vörð um hagsmundi heimilanna og kjósum FRAMSÓKN Á LAUGARDAGINN !!!!!!!!!!!!!
Hilmar Heiðar Eiríksson, 20.4.2009 kl. 17:28
Ég meina það er ekkert verið að gera. Það er ekkert verið að gera í því að hjálpa fólkinu í landinu. Ég meina, þetta er ekkert flókið. Maður hreinlega spyr sig. Hvað er í gangi. Þetta er endalaust verið að útkljá einhver smá mál en þesssi stóru mál eru bara ekkert í brennidepli. Það er bara þannig.
Bestu kevðjur.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 19:47
Sæll Hilmar, það er rétt hjá þér að Framsókn hefur tekið undir þau sjónarmið að leiðrétta beri lánin. Það hafa tveir flokkar til viðbótar einnig gert, Frjálslyndi flokkurinn og Borgarahreyfingin.
Þórður Björn Sigurðsson, 20.4.2009 kl. 22:32
Gleymið ekki sjálfstæðisflokknum sem einnig finnst þetta vel athugunarvert. Það er Samfylkingin ein sem setur sig eindregið á móti þessu.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.4.2009 kl. 08:20
Að mínu mati þá er tillaga Borgarahreyfingarinnar lang skynsamlegust. Þannig sitja allir lántakendur við sama borð og er verið að færa stöðu lántakenda fyrir þann tíma er öll lán sprungu, mörg hver með óræðum mælikvarða "verðtryggingunni".
Ingi Björn (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.