Ferðaþjónusta vonarglætan í íslensku efnahagslífi?

SAF gefur árlega út lítinn bækling með statistík um ferðaþjónustu á Íslandi.  Bæklinginn má nálgast hér

Nokkrar áhugaverðir punktar um Ferðaþjónustu á Íslandi 2008 

• Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum voru tæpir 110 milljarðar árið 2008 (17% af útflutningstekjum þjóðarinnar)

• Frá árinu 2000 til 2008 hafa gjaldeyristekjur af greininni aukist um 169%

• Árið 2006 var heildarneysla í ferðaþjónustu samkv. TSA 135 milljarðar króna. Leiða má líkur að því að heildarneyslan hafi verið 175 – 185 milljarðar árið 2008. Þá er tekið mið af gjaldeyristekjum ásamt aukningu í gistnóttum Íslendinga og 10% verðbólgu

• Frá árinu 2000 til 2008 hefur fjöldi rúma á hótelum og gistiheimilum aukist um 54%

• Frá árinu 2000 til 2008 hefur fjöldi gistinátta á hótelum og gistiheimilum akist um 56%
He
imild: Hagstofa Íslands

• Frá árinu 2000 til 2008 hefur fjöldi erlendra ferðamanna aukist um 66%
Heimild: Ferðamálastofa

• Frá árinu 2000 til 2008 hefur fjöldi gesta í hvalaskoðunarferðum aukist um 161%
Heimild: Hvalaskoðunarsamtök Íslands


mbl.is Vonarglæta í efnahagslífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að fá svona jákvæða færslu iog það um atvinnugreinina sem ég tilheyri, ferðaþjónustuna. Það er ekki ofsagt að í þeirri grein eru mjög miklir möguleikar. Víðast um landið er grunnþjónustan til staðar, það er að borða og sofa. Afþreyingin er víða að aukast og þá er nauðsynlegt að hafa markaðsmálin á oddinum. Það er að vita að það sem verið er að byggja upp, sé eitthvað sem ferðamenn sækjast eftir. Ég er ásamt fleirum að byggja upp selaskoðun af sjó frá Hvammstanga. Þar er Selasetur Íslands og eitt frægasta sellátur á Íslendi er nyrst á Vatnsnesinu í Hindisvík. Erlendir ferðamenn hafa um árabil sótt í að skoða selinn, en það eru einungis 5 ár síðan við hér fórum að huga að þessum ferðamannastraumi, að þjóna honum og sinna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.4.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband