Don't bite the hand that feeds you

Fréttir af háum styrkjum til handa stjórnmálaflokkum frá fjármálaelítunni á Íslandi kalla eðlilega fram sterk viðbrögð meðal almennings.  Í áraraðir hefur því verið haldið fram að Ísland sé eitt af minnst spilltu löndum heims.  Í kjölfar hruns fjármálakerfisins hefur annað því miður komið á daginn.

Eftirminnilegt „Bréf frá bankamanni“ sem var birt á bloggsíðu Egils Helgasonar þann 30. okt. 2008, olli ákveðnum straumhvörfum í umræðunni varðandi tengsl stjórnmálamanna og forystu ASÍ við fjárvaldið.  Þó bréfið snúist fyrst og fremst um  málefni starfsmanna bankans kom fljótlega á daginn að margir fulltrúar almennings tengdust þessum málum á vægast sagt óheppilegan máta á einn eða annan hátt.    

Í því samhengi hefur komið fram að á Íslandi höfum við skv. stjórnarskrá þrískipt vald:  Löggjafavald, framkvæmdavald og dómsvald.  Fjölmiðlar eru oft tilgreindir sem fjórða valdið.  Fimmta valdið er hins vegar fjárvaldið, sem gleypti öll hin.

Þessu til stuðnings má minna á frétt sem birt var í Morgunblaðinu þann 22. Júní 2006.  Í henni kom fram að „athugun Viðskiptaráðs á afgreiðslu frumvarpa Alþingis á síðasta starfsári hefur leitt í ljós að Alþingi  fórí 90% tilfella að hluta eða öllu leyti eftir tilmælum ráðsins, sem lögð voru fram í athugasemdum með frumvörpunum“.

Það er átakanlegt að horfast í augu við ískaldar staðreyndir málsins.  Sjálfsímynd þjóðarinnar verður vart söm.  

Það að spillingin sé nú að einhverju leiti orðin opinber hjálpar okkur þó að setja raunveruleikann í samhengi.  Þess vegna þarf nýkynnt samkomulag stjórnvalda við fjármálaelítuna á Íslandi um greiðslujöfnun íbúðalána ekki endilega að koma svo mjög á óvart.  Né heldur að ekki sé búið að afnema verðtrygginguna.


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Snilldargrein hjá þér eins og oft áður Þórður. Enn og aftur berast fréttir um að spillingin nær mun lengra og dýpra en mig hafði þorað að gruna. Það er orðið fátt um fína drætti.

Hrannar Baldursson, 11.4.2009 kl. 13:46

2 identicon

Græða á daginn.

Grilla á kvöldin.

Er þetta eitthvað flókið?

Bankamaður (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:03

3 identicon

Ég segi það nú bara hérna eins og ég hef sagt víðar á blogginu. Þetta viðgengst allstaðar. Þ.e. spillingin. Spillingin og viðbjóðurinn er í hverju horni í þessu samfélagi. Það er ekkert flóknara en það.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband