Nýr stjórnmálaflokkur... minnisblað frá því í nóvember 2008

  
  • Víðtæk endurskoðun fjármálakerfisins og endurreisn þess
    • Opinber rannsókn erlendra aðila á hruni íslenska efnahagskerfisins
    • Breyttar reglur um bankastarfsemi og stjórnun peningamála
    • Upptaka annars gjaldmiðils eins fljótt og hægt er
    • Sameining ríkisbankanna vs. að bjóða þá erlendum kröfuhöfum?
    • Hátekjuskattur?
  
  • Endurskoðun í stjórnsýslu
    • Breytt kosningakerfi þar sem framboð verða ekki takmörkuð við heilan stjórnmálaflokk heldur verði einnig hægt að kjósa menn beint
    • Jafnt vægi atkvæða og landið eitt kjördæmi
    • Fækkun þingsæta og bein kosning alþingismanna
    • Fækkun ráðuneyta og önnur aðferð við skipan ráðherra, t.d. bein kosning eða ráðning
    • Ráðherrar taki ekki þingsæti
    • Embætti forseta og forsætisráðherra sameinað
    • Bein kosning dómara
    • Reglur um hámarkstíma í embætti teknar upp
    • Eftirlaunakerfi æðstu ráðamanna þjóðarinnar endurskoðað
    • Bundið í lög að hægt verði að boða til kosninga fari ákveðinn hluti þjóðarinnar fram á það
    • Ráðning faglegra stjórnenda í stjórnsýslunni í stað pólitískra ráðninga
    • Stjórnmálamenn og viðskiptalegir hagsmunir?
 
  • Húsnæðislánakerfið og lífeyrissjóðir
    • Öflugar mótvægisaðgerðir vegna þess alvarlega efnhagsvanda sem íslensk heimili standa nú frammi fyrir
    • Komið verði í veg fyrir fjöldagjaldþrot og landflótta
    • Endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu, fjárfestingarstefnu og lögum um starfsemi þeirra
    • Sameining lífeyrissjóða er hugsanleg
 
  • Auðlindastefna sem byggir á sjálfbærni
    • Sameignilegar náttúruauðlindir íslensku þjóðarinnar verði ávallt í hennar eigu
    • Ríkið leigi aðgang að auðlindunum
    • Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins
    • Aðrar mikilvægar náttúruauðlindir eru jarðvarmi, vatn og jafnvel olía
 
  • Velferðarkerfi
    • Ókeypis heilbrigðiskerfi – (líka tannlækningar)
    • Ókeypis menntakerfi sem tryggir jafnan aðgang allra
    • Jafnrétti á öllum sviðum
    • Grundvallarmannréttindi tryggð
 
  • Endurreisn atvinnulífsins
    • Rekstrargrundvöllur atvinnuskapandi fyrirtækja tryggður
    • Útflutningsfyrirtæki leiki lykilhlutverk í endurreisn þjóðarbúsins
    • Ímynd lands og þjóðar á erlendri grundu bætt í krafti trúverðugra aðgerða heimafyrir og öflugrar kynningarstarfsemi
    • Aukin áhersla á sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu
    • Stutt við nýsköpun
    • Minni áhersla á stóriðju
    • Endurskoðun gjaldþrotalaga og sölumeðferða þrotabúa
 
  • Dóms og kirkjumál
    • Aðskilnað ríkis og kirkju
    • Lögregluháskólinn
 
  • Utanríkismál
    • Hefjum aðildarviðræður við ESB og leggjum niðustöður þeirra í þjóðaratkvæðagreiðlsu
    • Stuðningur við innrásina í Írak dreginn til baka
    • Endurskoðun á umfangi utanríkisþjónustunnar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Gott að sjá hér góða vinnu lagða í að búa til stefnuskrá.  Það er ákaflega lærdómsríkt að fara í gegnum það ferli. 

Hvaða stjórnmálaflokkur er sá sem um ræðir?

Svanur Sigurbjörnsson, 10.3.2009 kl. 01:29

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Flokkurinn er óstofnaður. 

En ég vona að frambærilegir frambjóðendur geri góðar hugmyndir að sínum og komi þeim í framkvæmd.

Eins og t.d. tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um bráðaaðgerðir vegna efnahagskreppunnar.

Þórður Björn Sigurðsson, 10.3.2009 kl. 01:40

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þetta er augljóslega undirtónninn í umræðunni í dag - málin sem þurfa að fá að fæðast.

Er að stærstum hluta algerlega í samræmi við okkar stefnu :)  http://borgarahreyfingin.is

Baldvin Jónsson, 10.3.2009 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband