9.3.2009 | 17:53
Mál málanna?
Ég óska Ingibjörgu að sjálfsögðu velfarnaðar.
En þið fyrirgefið, er þetta mál málanna? Hver verður formaður Samfylkingarinnar?
Hér erum við með þjóðfélag í kalda kolum og fjölmiðlar beina kastljósinu að innansveitarkróniku krata.
Hvers vegna eru fjölmiðlar ekki að fjalla um þá staðreynd að ríkisstjórnin virðist ekki ætla að gera nokkurn skapaðan hlut til að leiðrétta stöðu heimilanna? Þrátt fyrir allan fagurgala um að slá skjaldborg um heimilin.
Þá er ég að tala m.a. um húsnæðislánavandann og það súrrealíska kerfi sem gengur út á að skulda meira við hverja afborgun. Svo ég tali nú ekki um þá vafasömu viðskiptahætti sem tíðkast hafa af öðrum samningsaðilanum í tengslum við þessa lánasamninga.
Og þau mál sem stjórnin þó hefur á sinni Verkefnaskrá eru ekki komi fram eða að væflast í nefndum.
,,Ríkisstjórnin mun í febrúar leggja fram frumvörp til laga á Alþingi um greiðsluaðlögun, greiðslujöfnun gengistryggðra lána og frestun nauðungaruppboða vegna íbúðarhúsnæðis í allt að sex mánuði meðan reynt verður að tryggja búsetuöryggi til frambúðar. Gjaldþrotalögum verður breytt með þeim hætti að staða skuldara verði bætt."
Hvar eru þessi lög? Og af hverju er ennþá verið að selja heimilin ofan af fólki í landi þar sem þúsundir íbúða stanada auðar? Erum við galin?
Íslendingar vaknið!
Össur biðlar til Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það skiptir sköpum hver verður formaður flokksins en allt útlit er fyrir að hann muni taka sæti í ríkisstjórn eftir kosningarnar nú í lok Apríl.
Þú segir hér að ríkisstjórnin hafi ekkert gert til að leiðrétta stöðu heimilana en ég hef fulla trú á að aðgerðir sem miðla að því að styrkja heimilið fari í gang á næsta ári þegar réttað hefur verið yfir fjárglæframönnum og fjármunir endurheimtir.
Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 18:26
Sammála Thórdi ad rétta verdi stödu heimilana. Tel jafnframt ad málid sé í miklu betri höndum thegar thad er í höndum samfylkingarinnar og vg. Heldurdu virkilega ad stadan vaeri betri ef thad vaeri stjálfstaedisflokkurinn sem hefdi völdin núna?
Nei...fuss og svei. Their kúkalabbarnir reyndu sjálfsagt ad hagnast á stödunni sjálfir ef their vaeru vid völd. Heimilin vaeru ekki á theirra lista. Skadad hafa their nóg heimilin, sidferdi fólks og efnahag landsins.
Hannes á horninu (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.