8.3.2009 | 12:23
Hvað ætla VG að gera vegna efnahagsvanda heimilanna?
Hér eru tillögur sem ég skora á VG að gera að sínum.
Tillögurnar eru byggðar á hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um:
- Almennar aðgerðir og leiðréttingu gengis- og verðtryggðra lána
- Afnám verðtryggingar
- Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda skuli jöfnuð
- Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
- Samfélagslega ábyrgð lánveitenda
Stjórnvöld ætla að innheimta fasteignalán landsmanna að fullu þrátt fyrir að allar forsendur fyrir þeim lánasamningum séu löngu brostnar. Á sama tíma ætla stjórnvöld að afskrifa skuldir fjármálastofnanna og fyrirtækja í stórum stíl. Ekki hafa verið birtar tölur um Glitni en Kaupþing og Landsbanki ætla að afskrifa um 2400 milljarða í tilfærslunni milli gömlu og nýju bankanna.
Það er með öllu óásættanlegt að fasteignlán landsmanna verði notuð til að endurfjármagna bankakerfið. Hvers vegna gera stjórnvöld svo hrikalega upp á milli aðila?
Íslendingar vaknið!
Sterkur endurnýjaður hópur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- ak72
- andreaolafs
- andres
- andres08
- andrigeir
- axelpetur
- axelthor
- sparki
- baldvinb
- baldvinj
- benediktae
- bensig
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- dullur
- bjornlevi
- bookiceland
- gattin
- dofri
- doggpals
- egill
- einarbb
- einarborgari
- epeturs
- naglinn
- erljon
- eyglohardar
- ea
- fannarh
- fridrikof
- lillo
- frjalshyggjufelagid
- garibaldi
- fosterinn
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- graenanetid
- eddabjo
- gudbjorng
- fasteignir
- gandri
- bofs
- joelsson
- muggi69
- hreinn23
- gunnaraxel
- gus
- gbo
- gvald
- hhbe
- hecademus
- skessa
- helgasigrun
- helgatho
- johnnyboy99
- hedinnb
- drum
- snjolfur
- hinrikthor
- hjorleifurg
- disdis
- don
- hrannarb
- minos
- inhauth
- astromix
- jakobk
- kreppan
- fun
- jenfo
- jensgud
- jaj
- huxa
- jonfinnbogason
- jonsullenberger
- joningic
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jonthorolafsson
- capitalist
- ktomm
- kallimatt
- kolbrunh
- kreppukallinn
- kristbjorghreins
- kristbjorg
- kristinm
- klerkur
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- margretrosa
- vistarband
- elvira
- marinogn
- olafureliasson
- omarragnarsson
- huldumenn
- svarthamar
- pallheha
- palo
- pallvil
- rafng
- rs1600
- ragnarborg
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- rannsoknarskyrslan
- reynir
- salvor
- samstada
- fullvalda
- sjos
- joklamus
- auto
- siggi-hrellir
- sigurduringi
- sjonsson
- sigsaem
- ziggi
- sigurjonth
- stjornlagathing
- skuldlaus
- fia
- starbuck
- stebbifr
- must
- svanurmd
- savar
- theodorn
- redaxe
- tryggvigunnarhansen
- telli
- ubk
- kreppuvaktin
- valgeirskagfjord
- varmarsamtokin
- vefrett
- vesteinngauti
- vest1
- vilhjalmurarnason
- villibj
- villidenni
- postdoc
- steinig
- thorsteinnhelgi
- valli57
- vivaldi
- thordisb
- thorhallurheimisson
- thj41
- toro
- thorsaari
- nautabaninn
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þessa áskorun. VG þarf að sýna og sanna hvað flokkruinn stendur fyrir varðandi hagsmuni heimilanna. Þetta hefur skort á undanförnum mánuðum.
Marinó G. Njálsson, 8.3.2009 kl. 12:29
Ég held að VG muni gera tillögur Lilju Mósesdóttur að sínum. Hún er doktor í kreppuhagfræðu og lang sterkasti efnahagshugsuður flokksins og mun örugglega vera stefnumótandi í þessum málum. Bendi í því samhengi á þessa grein hennar:
http://www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/1134
Að auki held ég að hluti að aðgerðaráætlun VG muni fela í sér aukna áherslu á vaxtabætur.
Héðinn Björnsson, 8.3.2009 kl. 12:39
Það er nú ekki alveg rétt að aðilum sé hrikalega mismunað. Vanamálið er að þegar lán eru afskrifuð þá tekur bankinn yfir allar eignir og veð skuldarans og fyrirtæki eru gerð gjaldþrota. Ef sama leið yrði farin með húseigendur myndu þeir missa húsin. Það er ekki hægt að afskrifa lán og láta skuldarann halda eignunum eftir, það er brot á eignarétti almennra mannréttinda. Eina leiðin er að ríkið í gengum sína banka gefir eftir lán til húseigenda á móti því að eignast hlut í húsinu og taka leigu af þeim hlut. Það er aldeilis óljóst hvort þetta er betra en að lengja í lánunum. Japanir völdu að lengja í lánum og húsnæðislán í Japan er oft 200 ára lán sem ganga í erfðir.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.3.2009 kl. 12:51
Þér að segja... ekki neitt.
Nýjasta útspilið var að fjölga listamönnum á launum. Áttum okkur á því að það þarf skatta 4 vinnandi einstaklinga til að borga laun hvers listamanns.
Frábært framtak VG !!! (eða þannig).
Freyr (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 13:00
,,Minna má á að ráðgjöf banka í húsnæðismálum síðustu árin og verðbólguforsendur þeirra við lántöku stóðust ekki. Á sama tíma tóku bankar, eigendur þeirra og stjórnendur, að sögn stöðu gegn krónunni og ollu með því hækkun höfðustóls lána, bæði myntkörfulána og verðtryggðra lána. Eins virðast erlendir lánveitendur bankanna hafa sýnt ábyrgðarleysi gagnvart íslenskum heimilum og fyrirtækjum, þegar þeir fengu gömlu bönkunum svo mikið ráðstöfunarfé, sem þeir máttu vita að gæti leitt til vandræða. Er því ekki að undra reiði fólks í garð banka þessa dagana".
- Guðlaugur Þór Þórðarson, Magnús Árni Skúlason, Pétur H. Blöndal, Rangar Önundarson, 25.2.09
Þórður Björn Sigurðsson, 8.3.2009 kl. 13:45
Kæri Andri
Sú leið sem Japanir völdu í sínum efnahagsþrengingum er sögð hafa dýpkað kreppuna meir en nauðsyn krafði og stuðlað að 20 ára stöðnun hagvaxtar í því landi. Ég hvet þá sem þekkja til þessa máls að blanda sér í umræðuna því ég er ekki sérfræðingur í hagsögu Japans.
200 ára húsnæðislán er náttúrulega bara rugl. Að lögleiða erfðasynd?
Það sem gerðist hér á landi var að bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn með offorsi og á hæpnum forsendum árið 2004. Lánaframboð jókst verulega, (100% lán af markaðsvirði bauðst t.d. stað 80% af brunabótamati). Húsnæðisverð rauk upp úr öllu valdi í kjölfarið og heimilin skuldsettu sig góðri trú. Reglulegar fullyrðingar banka, greiningardeilda þeirra, stjórnmálamanna og efitrlitsstofnanna viðhéldu svo trú almennings á kerfinu þangað til 6. okt 2008.
Ég tók það saman um daginn að frá janúar 2000 til nóvember 2008 hækkaði vísitala neysluverðs um 68%, vísitala launa um 88% en vísitala fasteignaverðs um 162%. Nú fer markaðsvirði fasteigna lækkandi, laun einnig og kaupmáttur en verðtryggðar skuldir hækka og hækka. Þessu vil ég breyta.
Gengistryggðu lánin eru sér kapítuli og vil ég meina að það eina rétta í stöðunni sé hreinlega að bjóðast til að taka þau til baka og endurfjármagna sem verðtryggð krónulán frá lántökudegi samhliða takmörkun verðbótaþátts við 4% frá og með 1. janúar 2008.
Ég vek sérstaka athygli á viðtali við Michael Hudson, hagfræðing, sem hægt er að sjá hér. Hann hefur skýrar hugmyndir um lausnir og bendir á að 4000 ára gamalt hagkerfi gæti leyst þann vanda sem nútíma hagkerfi virðast standa ráðlaus frammi fyrir.
En af því að ég kom inn á mismunun vil ég fá að útskýra aðeins nánar hvað því felst. Við setningu neyðarlaganna voru allar innstæður tryggðar, það er meira en ríkinu bar skylda til að tryggja. Eins voru peningamarkaðssjóðirnir borgaðir út. Ég tek fram að ég er ekki á móti þessum gjörðum en vek athygli á að skattgreiðendur þurfa að borga þetta.
Mismununin birtist þannig í formi afstöðu til sparnaðar. Á sama tíma og innstæður eru að fullu varðar á grundvelli neyðarlaganna horfa þeir sem settu sitt sparifé í fasteignir á það brenna upp á verðbólgubáli.
Þórður Björn Sigurðsson, 8.3.2009 kl. 14:29
Ég er alveg sammála þér að neyðarlögin hafa flækt þetta mál mjög mikið og gert framtíðina óvissa. Ein leið sem er rædd í Bandaríkjunum og kynslóð foreldra okkar þekkir er að taka vísitöluna úr sambandi, lækka vexti, lengja í lánunum og láta verðbólguna um restina. Þetta er leið sem við höfum reynslu af og komumst klakklaut úr. Hefur einhver betri hugmynd?
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.3.2009 kl. 16:24
Verðbólgutímabilið er talið það sem hefur skilað Íslandi mestum framförum í lífsgæðum. Kannski það sé vegna þess að það dregur úr valdi fjármagns yfir samfélaginu og þvingar þá sem vilja hafa tekjur til að vinna fyrir þeim.
Héðinn Björnsson, 9.3.2009 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.