26.2.2009 | 22:57
Á óvenjulegum tímum duga engin venjuleg ráđ
Í dag sendu Hagsmunasamtök heimilanna frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
Hagsmunasamtök heimilanna telja tillögur Framsóknarflokksins í efnahagsmálum, sem fela m.a. í sér almennar ađgerđir vegna skuldavanda ţjóđarinnar, skref í rétta átt ţó útfćra ţurfi ţćr frekar. Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt ríka áherslu á ađ gripiđ verđi til almennra ađgerđa ţar sem jafnrćđi og jöfnun áhćttu milli lánveitenda og lántakenda sé höfđ ađ leiđarljósi.
Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna eru m.a.:
Leiđrétting á gengistryggđum íbúđalánum
Lýsing: Gengistryggđum íbúđalánum verđi breytt í verđtryggđ krónulán.
Útfćrsla: Bođiđ verđi upp á ađ gengistryggđ íbúđalán verđi umreiknuđ sem verđtryggđ krónulán frá lántökudegi einstakra lána.
Leiđrétting á verđtryggđum íbúđarlánum
Lýsing: Verđbótaţáttur íbúđalána verđi endurskođađur frá og međ 1. janúar 2008.
Útfćrsla: Verđbótaţáttur, frá og međ 1. Janúar 2008, takmarkist viđ efri mörk verđbólgumarkmiđs Seđlabanka Íslands, eđa ađ hámarki 4%. Ađgerđ ţessi er fyrsta skrefiđ í afnámi verđtryggingar.
Hagsmunasamtök heimilanna hvetja stjórnvöld til ađ afgreiđa frumvörp laga um frestun fullnustuađgerđa og greiđsluađlögun sem allra fyrst.
Ávinningur af ađgerđum ţessum:
· Fjöldagjaldţrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt
· Spornađ viđ frekari hruni efnahagskerfisins
· Jákvćđ áhrif á stćrđar- og rekstrarhagkvćmni ţjóđarbúsins
· Líkur aukast á ađ hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram ađ snúast ţar sem fólk mun hafa ráđstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af lánum
· Ţjóđarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar
· Traust almennings í garđ stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný
Hagsmunasamtök heimilanna skora á stjórnvöld ađ tilkynna nú ţegar um ţćr ađgerđir sem stjórnvöld muni grípa til, hvernig ţćr ađgerđir verđa útfćrđar og hvenćr ţćr komi til framkvćmda.
26. febrúar 2009
Hagsmunasamtök heimilanna
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.