25.2.2009 | 08:47
Af gefnu tilefni
Í þessari frétt á Eyjunni segir: ,,Davíð nefndi einnig að fjöldi einkahlutafélaga sem þekkt fólk í þjóðlífinu og stjórnmálum tengdist hefði fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í föllnu bönkunum. Þetta væri mál sem þyrfti að rannsaka."´
Þessi ummæli urði þess valdandi að ég rifjaði upp þennan flökkumeil sem rambaði manna á milli fyrir jól.
Þann 19.12.2008 barst mér svo þessi tölvupóstur:
,,Kæru félagar,
Af gefnu tilefni vil ég taka fram eftirfarandi, sem er niðurstaða af athugun sem ég lét gera meðal þingmanna okkar:
Margar sögur ganga nú um meinta óeðlilega fyrirgreiðslu viðskiptabanka við stjórnmálamenn. Því er meðal annars haldið fram að yfirgnæfandi meirihluti þingheims hafi fengið lán á öðrum kjörum en almennt hafi gilt í viðkomandi bönkum til hlutabréfakaupa eða annarra viðskipta og að skuldir þingmanna hafi verið afskrifaðar. Vegna þessa skal tekið fram að þingmenn Samfylkingarinnar hafa ekki notið neinna sérkjara eða óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Samfylkingin hvetur til málefnalegrar umræðu um það sem aflaga hefur farið í samfélaginu og lýsir óbeit sinni á innihaldslausu slúðri og rógburði af þessu tagi.
Keðja,
Skúli Helgason
Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar"
Ég var á sínum tíma ekki viss um hvort þessi yfirlýsing Skúla vekti upp fleiri spurningar heldur en henni var ætlað að svara. Ummæli Björgvins viðskiptaráðherra um að öllum steinum yrði velt við komu óhjákvæmilega upp í hugann og maður spurði sig: Hvernig fór þessi athugun fram?
Þetta lesendabréf birti Egill Helgason svo á síðu sinni:
,,Þingmenn og hagsmunatengsl
Í framhaldi af þessum miklu umræðum um þingmenn og meinta þátttöku þeirra í spillingunni í kringum bankanna þá veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að þeir verði beðnir um að gera hreint fyrir sínum dyrum. Er það ekki þannig t.d. í Bandaríkjunum að kjörnir fulltrúar verða að gera grein fyrir öllum sínum fjármálum, stuðningsaðilum, eignum, skuldum og slíku? Væri óeðlilegt að einhver fjölmiðill spyrði alla þingmenn:
- Hverjar eru skuldir þínar og við hverja?
- Hvaða fyrirgreiðslu hefur þú fengið í íslenskum eða erlendum bankastofnunum á undanförnum fimm árum?
- Hverjar eru eignir þínar?
- Hvaða fjárframlög hefur þú fengið einkaaðilum í tengslum við störf þín?
- Og hvaða gjafir og fyrirgreiðslu hefur þú þegið af fyrirtækjum á
undanförnum fimm árum ?
Hefur þú fengið lán til hlutafjárkaupa?"
Rannsókn sett til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.