24.8.2011 | 15:04
Snjóboltaáhrifin
Valgarður Guðjónsson fullyrðir í nýjustu bloggfærslu sinni að málflutningur Hagsmunasamtaka heimilanna standist ekki skoðun þó ekki sé gott að segja í hverju feillinn liggi í útreikningi samtakanna, svo ég styðjist við hans orð.
Ég setti því inn svohljóðandi athugasemd:
Málflutningur HH byggir á lögfræðiáliti, ekki útreikningum.
í því segir að lagastoð skorti fyrir því að verðbæta höfuðstól/eftirstöðvar lána. Hinsvegar sé heimilt að verðbæta greiðslur. Í því sambandi eru greiðslur skilgreindar sem afborgun + vextir.
Eins og verðtryggð lán eru innheimt verðbætir lánveitandinn fyrst eftirstöðvarnar/höfuðstólinn, þá afborgunina og loks vextina.
Samkæmt lögfræðiálitinu má ekki verðbæta eftirstöðvarnar/höfuðstólinn. Bara afborgunina og vextina. (Afborgunin er þó hluti af höfuðstólnum þannig að sá hluti höfuðstólsins er de facto verðbættur á hverjum gjalddaga fyrir sig sem hluti af greiðslunni. Og það má skv. lögfræðiálitinu.)
Hluti af þessum verðbótum sem reiknaðar eru á höfuðstól, afborgun og vexti kemur aftur á móti ekki til greiðslu á hverjum gjalddaga heldur færist á eftirstöðvar lánsins fyrir næsta gjalddaga. Þannig verða til viðbótarlán og margfeldisáhrif eins og snjólbolti á fullri ferð sem sífellt hleður utan á sig.
Þann 17. júní 2011 gerði ég tilraun til að útskýra þetta í færslu hér á þessu bloggi. Færslan er hér: http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1174485/
Lögfræðiálitið er tengt við færsluna.
Athugasemdir
Það væri í raun alveg frábært ef það væri hægt að fá dæmi um ávinninginn fyrir lántakendur ef HH hefðu rétt fyrir sér.
Er þetta hvergi reiknað? Ég á bágt með að trúa því.
Ef þetta snýst um að allar verðbætur bætist við greiðsluna í stað þess að þær bætist á lánið þá þýðir það í raun alveg gríðarlegar sveiflur í greiðslum. T.d. lækkaði vísitalan um 0,9% í janúar en hækkaði síðan mánuðinn eftir um 1,2% og svo um 1,0% í mars. Ef þetta væri 20.000.000 milljón króna lán þá þýddi það fyrst lækkun(líklega endurgreiðslu frá lánveitanda) um 180.000 krónur en síðan hækkun um tæp 200.000 krónur hvorn mánuðinn þar á eftir fyrir utan vexti og afborganir.
Veistu hvernig HH vill sjá þetta?
Lúðvík Júlíusson, 24.8.2011 kl. 15:12
Hætt verði að veita verðtryggð lán til einstaklinga vegna húsnæðiskaupa.
Sett verði 5 - 6% þak á óverðtryggða vexti húsnæðislána. Vextir ákvarðist í samningi milli lánveitanda og lántaka, samið verði til 3 til 5 ára í senn, þó mánaðarleg greiðslubyrði lánanna miði við lán til lengri tíma. Vextir geti verið breytilegir samkvæmt nánari ákvæðum samningsins; fljótandi í samræmi við fyrirfram ákveðið viðmið eða fastir. Hámarksvextir verði 6%.
Öll áhvílandi lán greiðist upp við eigendaskipti á húsnæði, þannig að eitt kauplán hvíli á fasteign. Við þetta styttist sá tími sem lánveitandi þarf að fjármagna útlán sín. Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver eign hér á landi skipti um eiganda á tæplega 7 ára fresti. Styttri fjármögnun er háð minni óvissu og kostar almennt minna en fjármögnun til lengri tíma, sem ætti að leiða til lægri vaxta.
Framtíðarsýn samtakanna er hér: http://www.heimilin.is/varnarthing/rammaadgerdir/undirskriftasofnun/framtidarsyn
Þórður Björn Sigurðsson, 24.8.2011 kl. 15:22
Meinn deila um reikniaðferðir og snúa út úr þeim og efast. Enginn hefur þó enn bent á villu í lögfræðiálitinu.
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir gögnum frá Seðlabankanum sem sýna hvaða lög hann styðst við þegar hann gefur út hvernig verðtryggð lán skuli reiknuð. Við skulum bíða og sjá hvort bankinn getur bent á einhverja lagagrein sér til málsbótar. Geti hann það ekki er ljóst að reglugerðin frá bankanum er fallin og lánin vitlaust reiknuð. Þá er hægt að fara að rífast um reikniaðferðina, ef menn telja það skildu sína.
Gunnar Heiðarsson, 24.8.2011 kl. 15:27
Gunnar og Þórður, hvaða ávinning hefur fólk af því af núverandi lánum sínum ef HH hefur rétt fyrir sér? Hefur það ekki verið skoðað?
Ég hef ekki snúið út úr neinum útreikningum heldur reiknað út frá forsendum HH og núverandi lánafyrirkomulags og ég sé ekki þennan gríðarleg ávinning sem HH hefur bent á, t.d. í Kastljósinu.
Lúðvík Júlíusson, 24.8.2011 kl. 15:30
Sé verðtryggingin borguð strax, en ekki lánað fyrir henni til langs tíma, lækkar höfuðstóll lánsins svo lengi sem borgað er af því. Slíkt stuðlar að tryggari greiðslugetu lántakans í framtíðinni. Tímabundnar lækkanir raunverðs veða verða heldur ekki jafn alvarlegar fyrir greiðsluvilja lántaka. Þá ynni staðgreidd verðtrygging samstundis með Seðlabankanum því sjálfvirkri útþenslu peningamagns í umferð í formi langtíma lánveitingar vegna verðtryggingar höfuðstóls er kippt úr sambandi og í staðinn er sett fram kerfi þar sem samdráttur peningamagns í umferð fer sjálfkrafa í gang um leið og verðlag hækkar; verðlag mun verða stöðugt til langs tíma og verðbólga afar lág, jafnvel vel undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans án þess að þá þegar lágum stýrivöxtum væri breytt á nokkurn hátt. http://www.gamma.is/frettirgreinar/nr/79
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 17:01
Ávinningurinn er sá að af Lansbankadæminu er heildargreiðslan
77.459.307 kr. en ef þetta er reiknað eins og lögin segja
og Guðbjörn reiknar, þá er heildargreiðsla kr. 31.371.212
mismunur 46.088.095 kr.sem er beinn þjófnaður. marinogn.blog.is Guðbjörn myndbönd
Á verulega erfitt að sjá hvernig þetta verður leiðrétt.
Lögin eru alveg skýr greiðslur skal verðbæta, höfuðstóll er ekki sama og greiðslur.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 18:21
Jón Sig., Guðbjörn reiknar verðbólguna ekki rétt. Hann leggur hana saman í stað þess að margfalda hana. Það veldur því að verðbólgan í hans dæmi er miklu lægri en verðbólgan sem reiknuð er á vef landsbankans. Dæmið er því ekki samanburðarhæft.
Verðbólgan yfir lánstímann í dæmi Guðbjörns er 300% en hjá Landsbankanum er verðbólgan 1.600%. Auðvitað er greiðslan hærri þegar verðbólgan er hærri.
Það vita allir að fólk sparar vexti við að greiða lánin sín niður hraðar. En má ekki leyfa fólki að velja hvort það borgar verðbæturnar strax eða dreifir þeim yfir lánstímann?
Flestir geta borgað verðbæturnar inn á lánin sín í dag. Það er eitthvað sem HH ætti að benda fólki á ef það telur svona mikinn ávinning af því.
Lúðvík Júlíusson, 24.8.2011 kl. 18:35
LJ 18:35
Verðbólgan er rétt reiknuð hjá Guðbirni,mismunurinn liggur í því að Landsbankinn reiknar verðbætur á höfuðstól og afborgun, þá verða margfeldisáhrif, en Guðbjörn reiknar verðbætur á greiðslurnar eins og lögin segja.
Hagfræði deild SÍ hefur farið yfir úreikning GJ og myðað við forsendur er hann réttur.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 18:48
Jón Sig, hann er langt frá því að vera réttur.
Guðbjörn bætir alltaf 333 krónum við afborgunina í staðinn fyrir að verðbæta hverja afborgun.
Verðbætur á hverja greiðslu eru ný vísitala/upphafsvísitölu.
Það þýðir að ef það er 12% verðbólga í 25 ár, 1.600% þá eiga verðbæturnar á síðustu afborgunina að vera 534.930 krónur. Það er langt frá því sem Guðbjörn fær. Hann fær 100.299 krónur. Það þýðir að verðbólgan í hans dæmi er 300% í heildina og fer úr 12% í ca 3%. Meðalverðbólgan í dæminu hans er 5,7%.
Lúðvík Júlíusson, 24.8.2011 kl. 18:58
LJ 18:58
Guðbjörn verðbætir hverja afbogun, td. 13.greiðsla
Afborgun 33.333 kr +verðbætur 4333kr.
Ef þú ert svona viss um að hafa rétt fyrir þér, þá ættir þú að líta við á Hagfræðisviði SÍ. Í leiðinni ætturðu að koma við á lögfræðisviði SÍ. því þeir eru víst í mesta bastli með að fynna lagaheimild fyrir reglugerð 492/2001, til að senda Uboðsmanni Alþingis, ráðherran sem skrifaði undir þessa reglugerð gæti hugsanlega verið í slæmum málum.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 21:00
Ég er einn af þeim sem finnst verðtrygging óþörf þegar stýrivextir eru notaðir. Tilgangur stýrivaxta er að hafa áhrif á verðbólgu. Núverandi fyrirkomulag stuðlar að verðbólgu. Það myndast sjálfvirk víxilverkun (loop) án aðhalds.
Hvort sem einhverjir eru að leggja eitthvað rétt saman eða vitlaust í einhverjum sýnidæmum þá er það samt sem áður augljóst að það er bannað að uppreikna höfuðstól lána hér á Íslandi samkvæmt landslögum. Um leið og það er farið að uppreikna eftirstöðvar láns til þess að finna út verðtryggða vexti af óverðtryggðum höfðustóli sem ber einungis nafnvexti þá er klárlega verið að brjóta lög. Lögin voru sett svona til þess að forðast endalausa víxilverkun.
Ef menn ætla að fara að flækja málin með hvað er afborgun, er þá ekki líka hægt að flækja þetta með verðtryggðu seðil- eða greiðslugjaldi eða verðtryggða dráttarvexti ef menn standa ekki í skilum? Má þá ekki finna að því líka að ÍLS/Ríkið/Seðlabanki/Fasteignamat ríkisins hækkar (og gæti lækkað) þennan grunn verðtryggingar án þess að útskýra sýna útreikninga en er samt hinn aðilinn við samningsborðið?
Eftir að hafa lesið ýmsar skoðanir um þetta og farið rækilega yfir lögin þá er augljóst að bannað er að reikna verðbætur á vaxtagreiðslur. Það er einnig rækilega bannað að uppreikna höfuðstól. Það er einnig bannað að reikna verðbætur á verðbætur nema þegar samið er upp að nýju (eins og þessi 110% "greiðsluaðlögun" fól í sér sem átti að bjarga heimilum).
Eins og ég tók fram hér að ofan þá stuðlar núverandi fyrirkomulag að verðbólgu sem felur í sér að það verður hér alltaf efnahagshrun reglulega og tíminn sem líður á milli hruna styttist.
Þetta er bara spurning hvenær menn horfast í augu við raunveruleikann.
Sumarliði Einar Daðason, 24.8.2011 kl. 21:08
Jón Sig.
Hvernig reiknar þú eiginlega vexti?
Það skiftir engu máli hvort vísitöluhækkunin kemur á höfuðstólinn eða ekki, greiðslurnar eru þær sömu.
Þórður, þegar bornar eru saman mismunandi lánategundir, þá verður þú að núvirða greiðslurnar, annars er samanburðurinn marklaus.
Jonas kr (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 22:42
Jón Sig., 13 greiðslu á að verðbæta eftir þessari formúlu:
1,12 þýðir 12% verðbólgu á ársgrundvelli
veldið þýðir árið: 1/12 þýðir tólfta rótin og 13 þýðir einfaldlega 13 greiðslan.
Niðurstaðan er því:
1,12(í veldinu 1/12*13)=1,1306
Á 13 mánuðum er verðbólgan 13,06%
Afborgunin er 33.333 krónur og hana á því að verðbæta með því að margfalda með 1,1306. Afborgun með verðbótum á að vera 33.333*1,1306=37.687 krónur.
Það vill svo skemmtilega til að skekkjan í upphafi er lítil. En hún vex eftir því sem líður á lánstímann. t.d. verðbætur á greiðslu 100 eiga ekki að vera 33.333 krónur heldur 1,12(í veldinu1/12*100)=52.376 krónur.
Verðbólga þýðir að gjaldmiðillinn missir verðgildi sitt. Um það eru allir sammála. Það þýðir að ef allar greiðslur eru verðbættar um sömu upphæð þá missir þessi upphæð (333 krónur) verðgildi sitt með tímanum og 333 krónur í lokin eru alls ekki jafn verðmætar og sama upphæð í upphafi lánstímans.
Jón Sig., þú heldur því fram að Seðlabankinn hafi skoðað þessar tölur og ekki fundið neitt athugavert við þær. Værir þú ekki tilbúinn að benda mér á hvar bankinn heldur því fram?
Þórður, hefur ekki verið gerð alvöru úttekt á þessari athugasemd HH og áhrifunum á lántakendur eins og staða þeirra er í dag?
Lúðvík Júlíusson, 24.8.2011 kl. 22:54
Heill og sæll Þórður Björn; æfinlega - líka sem og, aðrir ágætir gestir, þínir !
Það er ekki einleikið; hversu tortryggni, þess ágæta Tölvuðar og Tónlistar jöfurs; Valgarðs Guðjónssonar - sem ýmissa annarra, ganvart Hagsmuna samtökum heimilanna, er háttað.
Hagsmunasamtökin; eru reyndar, að vinna þá heima vinnu, af einurð - sem Umboðsmanni lánþega (skuldara), hefði staðið nær - og átt auð veldara með, miðað við kringumstæður allar, piltar.
En; spyrjum að leikslokum. Kannski; illa innrétuð stjórnvöldin hérlendis, kjósi, að kalla yfir sig það ógnar ástand, sem nú ríkir, í Líbýu - Sýrlandi - Jemen; og nærsveitum, svo; um muni.
Jah; hvern Andskotann, má ekki ætla, úr því, sem komið er ?
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 23:15
Lúðvík, þar sem ég er að læra stærðfræði um þessar mundir sé ég að þú þekkir ekki einu sinni muninn á almennu broti og rótum. 1/12 er dæmi um almennt brot, en tólfta rótin af einhverri tölu er sú tala sem margfölduð með sjálfri sér tólf sinnum gefur upphaflegu töluna.
Er ég nokkuð viss um að annað í þínum útreikningum sé lítið gáfulegra, fyrst þú kannt ekki skil á þessum grundvallarreglum.
Hvað um það, mig langar að birta mína útreikninga sem ég hef birt áður og þið megið gjarnan skora þær á hólm með mótrökum, ef þið sjáið eitthvað athugavert þar á ferð.
Miða við lán til 40 ára, 6% verðbólgu = 0,5% hækkun verðbóta milli mánaða (=6%/12 mánuðir = 0,5%) 5% vextir.
Gef mér að verðbætur á höfuðstól leggist aðeins á upphaflega höfuðstólnum milli mánaða, að frádreginni afborgun síðasta mánaðar, þ.e. höfuðstóll hvers mánaðar sé EKKI verðbættur höfuðstóll fyrri mánaðar, þegar á að reikna verðbætur vegna yfirstandandi mánaðar (skildi þetta einhver?)
H = Höfuðstóll. H1 = höfuðstóll eftir fyrstu afborgun, H2 = eftir þá næstu o.s.frv.
V = vextir (V/12 = mánaðarlegir vextir, því það eru 12 mánuðir í heilu ári.)
G1 = greiðsla 1, G2 = greiðsla 2 (eftir tvo mánuði.)
0,5% verða 0,005 augljóslega. Þannig hækkar vísitalan alltaf úr 1 í 1,05 mánaðarlega, 1,01 eftir tvo mánuði o.s.frv., sé miðað við upphaflega gildið eitt.
Svona er þetta við núverandi leið, eins og ég skil hana.
1. greiðsla
G1 = ((H/480) * 1,005) + H * (V/12).
Nýr höfuðstóll, þ.e. höfuðstóll eftir 1. afborgun,
H1 = H * 1,005 - (H/480) = 1,0029H
2. greiðsla
G2 = ((H/480) * 1,01) + H1 * (V/12)
H2 = H * 1,005 - (H/480) + (H-H/480) * 0,005 = 1,005H - H/480 + 0,005H - (0,005H/480) = 1,01H - 1.005H/480 = 1,008H
Hér sést vel að H2 > H1 > H. Þannig að höfuðstóllinn stækkar stöðugt og þannig verður vaxtagreiðslan alltaf hærri og hærri við hver mánaðarmót.
Höfuðstóllinn hefur sem sagt hækkað um 0,8% á aðeins þremur mánuðum. Þá er vel hægt að ímynda sér að hann hafi hækkað gríðarlega eftir 480 mánuði.
Ef bara greiðslur eru verðbættar, þ.e. miðað við leið HH.
1. greiðsla
G1 = ((H/480) * 1,005) + H * (V/12).
H1 = H - (H/480)
2. greiðsla
G2 = ((H/480) * 1,01) + H1 * (V/12).
H2 = H1 - H/480 = H - H/480H - H/480 = 478/480 * H = 0,996H
Þannig að það er alveg ljóst að það er mikill ávinningur af því að fara leið HH. Annað er lygi, að ég tel. Höfuðstóllinn lækkar, þ.e. H2<H1<H, en hækkar í hinu tilfellinu. Vextirnir lækka líka, öfugt við það sem gerist núna, þar sem þeir reiknast af sífellt lægri höfuðstól.
Til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram að ég tek hér ekki tillit til geymdra verðbóta, eða vaxta, enda skil ég ekki þær reglur. Uppsafnaðar verðbætur og vextir hækka að sjálfsögðu höfuðstólinn enn meir, þannig að samanburður núverandi leiðar við leið HH verður leið HH enn meir í vil.
Theódór Norðkvist, 25.8.2011 kl. 00:12
Þannig hækkar vísitalan alltaf úr 1 í 1,005 mánaðarlega, 1,01 eftir tvo mánuði o.s.frv., sé miðað við upphaflega gildið eitt.
Svona er þetta við núverandi leið, eins og ég skil hana.
...
Leiðrétting á textanum um miðbik ath.semdarinnar hér fyrir ofan.
Theódór Norðkvist, 25.8.2011 kl. 00:17
Theódór, þú ert að grínast.
1,12(í veldinu 1/12)=1,00949
1,00949(í veldinu 12)=1,12
Veldið 1/12 þýðir tólfta rótin. Prófaðu bara í vasareikni ef þú trúir mér ekki.
Það þýðir að þegar ársverðbólgan er 12% þá hækkar hver afborgun um 0,95%, ekki frá upphaflegu afborguninni heldur afborguninni á undan. Þannig reiknast m.a. verðbólga, vextir og verðbætur.
En það væri gaman að sjá HH útskýra þetta. Það hlýtur að fara að koma að því.
Lúðvík Júlíusson, 25.8.2011 kl. 00:52
Lúðvík þú sagðir orðrétt:
1/12 þýðir tólfta rótin...
Því var ég að mótmæla og stend við það. Hinsvegar er rétt hjá þér að veldið (1/12) sé tólfta rótin. Hinsvegar segirðu í þar síðustu athugasemd þinni:
1,12(í veldinu 1/12*13)=1,1306
Niðurstaðan er sennilega rétt, en (1/12 * 13) er alls ekki tólfta rótin. Ég geri ráð fyrir að þú meinir (1/12) *13, en EKKI 1/(12 * 13). Það skiptir máli hvar svigarnir koma. Í fyrra tilfellinu kemur út brotið 13/12, eða 1,0833. 1,12 í því veldi er eflaust 1,1306.
Ég er sem sagt ekki að segja að niðurstöðurnar séu rangar miðað við þínar forsendur, en það er mjög erfitt að átta sig á því hvað þú meinar.
Það er kannski ekki góður vettvangur að ræða svona útreikninga á bloggsíðu, en hvað finnst þér um mínar niðurstöður.
Er síðan sammála þér að mér finnst HH alveg mega skýra sína útreikninga betur. En miklu frekar bankarnir og þeirra senditíkur, sem hamast við að segja að HH sé að rugla, en koma ekki með neina útreikninga því til sönnunar.
Theódór Norðkvist, 25.8.2011 kl. 01:13
Theódór Norðkvist:
Mikið rosalega er hægt að misskilja einfalda hluti.
Munurinn á HH leiðinn og venjulegu leiðinni er enginn í raun. Misskilingurinn liggur,að ég held, í því að með núverandi aðferðum bankann, þá er þá er verið að uppfæra verðbólguna frá síðustu greiðslu. Sé verðbótum ekkki bætt á höfuðstólinn þarf að reikna verðbæturnar frá upphafi.
Dæmi: 100 kr lán í 10 ár vextir 10% verðbólga 10% reiknað einu sinni á ári.
Venjulegt lán
Afborgun 1 Verðbættur höfuðst 110 kr. Greiðsla 22 kr
Afborgun 10 Verðbættur höfust. 25.94 kr Greiðsla 28.53 kr.
HH lán Visitala í upphafi = 100
Afborgun 1 Höfuðstóll 100 kr afb + vextir = 20 kr visit. 110 Greiðsla = 20*1.1 = 22 kr
Afborgun 10 Höfuðstóll 10 kr. afb. + vextir = 11 kr visit. 259 Greiðsla = 11 kr * 2.59 = 28.53 kr.
Jonas kr (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 10:08
Theodór, þetta er röð aðgerða í vasareikni til einföldunar. Kannski hefði ég átt að taka það fram.
Það sem ég er að segja er að finna mánaðarverðbólgu, þá þarf að finna tófltu rótina af ársverðbólgunni. Síðan þarf að margfalda með númeri greiðslu. En þetta er að sjálfsögðu bara hægt þegar verið er að reikna stöðuga verðbólgu í reiknilíkönum.
Mér sýnist þú leggja saman verðbólguna sem gerir það að verkum að þú ert að leggja saman lægri upphæðir að raungildi í lokinn en í upphafi. Þess vegna færðu ekki rétta niðurstöðu.
Lúðvík Júlíusson, 25.8.2011 kl. 10:18
Jonas Kr, þú leggur vexti ofan á verðbætur í báðum tilfellunum, þ.e. miðað við núverandi kerfi annarsvegar og leið HH hinsvegar.
Það tel ég vera rangt og enga lagaheimild fyrir því. Ef þú, Lúðvík, eða hver sem er, telur svo vera, þá vil ég fá nákvæma lagatilvitnun.
Lánveitandinn fær vexti (sem eru nú ríflega ákvarðaðir, jafnvel þegar verðbólgan er há) og verðbætur ofan á höfuðstólinn. Það eru engin rök fyrir því að hann eigi að auki að fá vexti ofan á verðbætur.
Lúðvík, það er ekki rétt hjá þér að ég sé að leggja saman verðbólguna. Ég set verðbætur aðeins ofan á fjárhæðina þangað til hún er greidd. Ég læt allan höfuðstólinn vera á verðbótum fram að fyrstu greiðslu, síðan höfuðstólinn að frádreginni fyrstu afborgun vera á verðbótum fram að næstu þriðju afborgun, fer eins að við þá þriðju og svo koll af kolli út lánstímann.
Hvað er ég að misskilja? Eini munurinn sem gæti skekkt mína niðurstöðu er að ég læt lántaka greiða verðbætur jafnóðum, sem er auðvitað ekki gert.
Hvaða rök eru fyrir því að leggja verðbætur ofan á höfuðstólinn að meðtalinni afborgun 1, þegar afborgun 2 eða 3 fer fram?
Ef ég skulda þér 1.000 kr. og hef samið við þig um að láta fjárhæðina halda í við verðbólguna, þýðir það ekki að ég borgi þér verðbætur fyrir tímabil eftir að ég hef borgað skuldina.
Theódór Norðkvist, 25.8.2011 kl. 22:11
Theódór, villan sem ég var að benda þér á er þessi, þú segir:
"0,5% verða 0,005 augljóslega. Þannig hækkar vísitalan alltaf úr 1 í 1,05 mánaðarlega, 1,01 eftir tvo mánuði o.s.frv., sé miðað við upphaflega gildið eitt."
Þetta er ekki svona. Í reiknilíkani með 6% jafnri verðbólgu þa er ekki rétt að deila henni jafnt niður á alla 12 mánuðina. Það verður að finna tólftu rótina.
T.d. ef verðbólgan er 6% á ári þá er verðbólgan á mánuði ekki 0,5% heldur 0,49%(námundað). Til að fá mánaðarlega hækkun vísitölunnar þá á að margfalda vísitölu fyrri mánaðar með 1+0,0049.
Ef vísitala í upphafi árs er 100 þá er vísitalan í lok fyrsta mánaðar 100,49. Vísitalan í lok annars mánaðar er 100,49*(1,0049)=100,98, og svo framvegis. Í lok ársins þá verður vísitalan 106, sem jafngildir 6% verðbólgu. Ef verðbólgan heldur áfram að vera 6% þá verður vísitalan í lok næsta árs 106*(1,06)=112,36
Lúðvík Júlíusson, 25.8.2011 kl. 22:28
Held ég skilji hvað þú átt við, en sé þetta rétt hjá þér, sannar það bara að verðbætur séu teknar af verðbótum, en Axel Axelsson þrætti mikið fyrir það fyrir fáeinum dögum.
Sem sagt þá þýðir 6% meðaltal verðbólgu yfir árið, að vísitalan hækki alltaf um 0,49% mánaðarlega frá vísitölu mánaðarins á undan. T.d., ef vísitalan er 100 í lok árs, verður hún þá í jan = 100+0,49%, feb = (100,49) * 1+0,0049) = 100,98, mars = 100,98 + 0,49%. Passar nokkurn veginn að hún verði 100,6 eftir 12 mánuði.
En nú hef ég ekki meiri tíma í þetta, þakka umræður. Finnst þessi umræða reyndar sýna að ef kerfið er svo flókið að maður þurfi næstum því próf frá Harvard til að skilja hvernig það virkar, er eitthvað meira en lítið að og spurning hvort það megi ekki breyta kerfinu.
Theódór Norðkvist, 26.8.2011 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.