8.7.2011 | 09:50
Hvaða leið vilt þú fara?
Í spá Hagstofunnar segir eftirfarandi:
,, Hið opinbera, ríki, almannatryggingar og sveitarfélög, hefur verið rekið með miklum halla að undanförnu. Ríkissjóður varð að taka á sig miklar skuldbindingar vegna falls fjármálakerfisins á meðan tekjuhliðin skrapp saman. Hið opinbera stendur því frammi fyrir því erfiða verkefni að breyta miklum tekjuhalla í afgang og lækka skuldir á komandi árum."
Hvaða leið vilt þú að farin verði í þeim efnum?
a) Viltu draga úr opinberum útgjöldum og skera niður þjónustu?
b) Viltu hækka skatta og gjöld?
c) Viltu að ríkið og sveitarfélög selji eignir?
d) Viltu að endursamið verði um opinberar skuldir?
Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að byrja á því að gera atlögu að skuldunum áður en við leyfum okkur að hugsa um aðra möguleika. Nóg er komið af niðurskurði og skattahækkunum að mínu viti. Ég tel auk þess að nóg sé komið af einkavæðingu í bili, nú þurfi að hugsa í nýjum lausnum.
Í því sambandi vil ég nefna tvær aðgerðir sem fordæmi eru fyrir. Önnur er að taka upp nýjan eða annan óverðtryggðan gjaldmiðil á mismunandi skiptigengi. Hin er að ráðast í kortlagningu opinberra skulda. Þar með talið allar eignir og skuldbindingar sem kunna að hafa verið færðar utan efnahagsreiknings. Í framhaldi að endursemja um höfuðstól og vexti skulda svo þær komist í niðurgreiðanlegt horf og afborganir ógni ekki velferð þjóðarinnar.
Hagstofan hækkar hagvaxtarspá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta vakti athygli mína:
Fjölgun á vanskilaskrá bendi hins vegar til greiðsluvanda og ekki sé vitað hvort aðlögun skulda heimilanna leiði til meiri eða minni einkaneyslu eftir að greiðslufrestunum lýkur.
Hagstofan er sem sagt ekki viss hvort nokkur afgangur muni verða af ráðstöfunartekjum heimilanna vegna þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa boðið upp á til aðlögunar að ráninu. Það getur varla talist góð umsögn.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 10:21
ég las fyrirsögnina og sleppti því að kýkja á fréttina því að ég trúi einfaldlega ekki að einhver hagvöxtur sé í gangi þegar höft, miðstýring og afturhaldssemi stjórnarinnar heldur áfram að eyðileggja landið mitt, og ykkar. ég bara næ þessu ekk i
Þórarinn Snorrason, 8.7.2011 kl. 10:56
varðandi spurninguna hjá þér þá er A einfaldlega eini kosturinn og einfaldlega sá sem á að fara. heyrði á bylgjunni um daginn að ríkisstarfsmenn okkar eru 22.000 ca. en hjá öllu ESB batteríinu eru ca. 44.000 starfsmenn. við erum 310000 manna þjóð, við höfum ekkert við alla þessa starfsmenn á stimpilvakt að gera. eins vil ég bæta við að það eigi að skoða sem fyrst að lækka eitthvað af þessum okursköttum sem herra fáviti sigfússon hefur sett á hér og einnig að skoða núna strax að lækka gjöld á olíu því margfeldisáhrifin þar eru til viðbótar við fáránlega skattastefnu í miðri kreppu einfaldlega að halda kreppunni gangandi. þetta ástand hér er með öllu óþolandi, svo vogar velferðarráðherra að segja norðmönnum að hætta að taka frá okkur starfsmenn, hann ætti frekar að einbeita sér að því að koma einhverri velferð á fyrst áður en hann fer að blaðra. ætla að hætta að skrifa núna, er orðinn soldið pirraður. ætla ekki að láta þetta skemma fallegan sólardag í borginni eins og staðan er.
Þórarinn Snorrason, 8.7.2011 kl. 11:03
Sælir og takk fyrir innlitið og athugasemdir.
Mjög góður punktur Mummi.
Þórarinn, hefur þú kíkt á þetta:
http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2011/?lidur=&sbr=on
Þarna má m.a. sjá að útgjöld vegna vaxta eru hærri heldur en útgjöld vegna alls menntakerfisins.
Ómar Ragnarsson náði að setja ummæli velferðarráðherra í ágætt samhengi: http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1178066/
Þórður Björn Sigurðsson, 8.7.2011 kl. 12:33
Ég mundi umorða lið a og segja. "Ríki og sveitarfélög einbeiti sér að því að sinna lögbundnum hlutverkum sínum OG ENGU ÖÐRU". Það sparar örugglega nokkra tugi milljarða á ári! Hættum að bruðla og losum okkur við stærsta hlutann af apparatinu!
Það mundi sjálfkrafa fela í sér framkvæmd á lið 3 líka. Þetta dugar alveg til fyrir þjóðina, enda auðlindir okkar líklega einna mestar per haus í heimunum og stand fyllilega rekstri á sómasamlegu samfélagi.
Björn (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 16:11
Já það er athyglisverðar spurningar þér Þórður og einhvernvegin þá átti maður von á þessu sem Guðmundur talar um enda ekki nema von þar sem allt virðist vera farið á verðbólguflug aftur.
Tek ég undir hugmynd hans Björns og sérstaklega þetta með arðinn af auðlindunum okkar sem ættu undir öllum venjulegum kringumstæðum að standa undir rekstri samfélagsins...
Þetta sýnir okkur hvernig það er búið að flækja pretta og torvelda með öllum hugsanlegum krókaleiðum fjármálarekstur Þjóðarinnar til að svíkja undan...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.7.2011 kl. 21:40
a) Viltu draga úr opinberum útgjöldum og skera niður þjónustu?
Já
b) Viltu hækka skatta og gjöld?
Nei, stór lækka.
c) Viltu að ríkið og sveitarfélög selji eignir?
Já.
d) Viltu að endursamið verði um opinberar skuldir?
Nei. Ríkið á að lýsa sig gjaldþrota. Þeir sem hafa lánað ríkinu verða einfaldlega að bíta í það súra. Síðan skal allur reksturinn endurskipulagður og það sem hægt er að bjóða út skal boðið út.
Rugl á borð við það að hafa 63 fulltrúa á þingi með atvinnu af því að eyða peningum almennings í það að kaupa sér atkvæði yrði afnumið. Alþingishúsinu mætti breyta í veitingastað eða hótel.
Hörður Þórðarson, 9.7.2011 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.