Ísland fjarlægist Maastricht-skilyrðin

Samkvæmt Maastricht-skilyrðunum skal halli af rekstri ríkissjóðs ekki vera meiri en 3% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu í lok ársins á undan.  Ef svo er ekki þarf hlutfallið að hafa lækkað jafnt og þétt í átt að 3%.  Að sögn efnahags og viðskiptaráðherra stefna stjórnvöld að jákvæðum frumjöfnuði ríkissjóðs árið 2011 og að árið 2013 verði heildarafkoma ríkissjóðs jákvæð.  Halli af rekstri ríkissjóðs er talinn hafa verið 5,4% árið 2010, samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 6. júní sl., en í þeirri tölu er stuðst við skilgreiningu AGS á skuldum hins opinbera.  Í skýrslunni er því spáð að hallinn verði 3,3% í lok árs 2011 og 0,5% í lok árs 2012, en að afkoma ríkissjóðs verði orðin jákvæð um 2,2% árið 2013.  Gangi spáin eftir verður skilyrðinu náð í lok árs 2012, eða fyrr sé tekið tillit til lækkunar hlutfallsins úr 13,5% í 3,3% frá lokum árs 2008 til loka árs 2011.

Að því gefnu að 37 milljarða fjárlagahalli jafngildi 3,3% halla í lok árs 2011, sbr. skýrslu AGS frá 6. júní og að þingmenn fjárlaganefndar hafi rétt fyrir sér, sbr. fréttina sem þessi færlsa er tengd við, má draga þá ályktun að Ísland fjarlægist Maastricht-skilyrðin enn frekar.  Vaxandi verðbólga á Íslandi er þess einnig til merkis.

Fram hefur komið að opinberar skuldir eru of miklar til að Ísland uppfylli Maastricht-skilyrðin.  Þorsteinn Pálsson setti þá staðreynd í áhugavert samhengi í nýlegri grein í Fréttablaðinu með þessum orðum: 

,,Í nýrri skýrslu OECD kemur fram að Írar gengu langsamlega lengst allra þjóða í að ábyrgjast skuldbindingar banka. Ísland er í öðru sæti á þeim lista en ekki utan hans."


oecd.gif

Á myndinni sem birt er á heimasíðu OECD má sjá að beinn kostnaður ríkisins vegna bankahrunsins á árunum 2007-2009 er 20,3% af VLF ársins 2009.  Samkvæmt Hagstofunni var VLF á árinu 2009 1.495 ma. kr.  Þetta eru því um 304 ma.kr.


mbl.is Stefnir í mikil fjárútlát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Og hvað með það? Íslendingar hafa ekki undirskrifað Maastricht-sáttmálann og munu vonandi aldrei undirskrifa neinn af eftirfara þess sáttmála. Ísland þarf ekki að uppfylla nein ákvæði Maastricht-sáttmálann, einungis EES-samninginn. Einungis ESB-aðildarríki verða að uppfylla Maastricht (og síðar Lissabon-)sáttmálann. Frá Wikipedia:

"Legislation

The non EU members of the EEA (Iceland, Liechtenstein and Norway) have agreed to enact legislation similar to that passed in the EU in the areas of social policy, consumer protection, environment, company law and statistics."
Þar eð Ísland á enga aðild að myntbandalagi (t.d. læsing krónunnar við evruna), þá þurfa Íslendingar ekki að uppfylla neinar kröfur um hámarksfjárlagahalla né hámarksverðbólgu. Árleg greiðsla Íslands til ESB sem aðili að EES er það sem við borgum fyrir sk. fjórfrelsi, þmt. tollfrelsi/aðgang að innri markaðnum, en hefur engar peningastefnulegar skyldur gagnvart sambandinu og þar af leiðandi engar skyldur m.t.t. Maastricht-sáttmálann. Heldur ekki Noregur eða Liechtenstein.
Hins vegar hefur t.d. Danmörk skyldur þar af lútandi, þar eð danska krónan er bundin við evruna gegnum EMU, sem setur hámarkssveiflu á gengi dönsku krónunnar, hámarksverðbólgu, hámarksvexti, hámarksfjárlagahalla m.v. þjóðartekjur.
Svo að ég skil ekki hvers vegna þú ert að skrifa færslu um að Íslendingar uppfylli ekki Maastricht-sáttmálann, sem er okkur innilega óviðkomandi.

Vendetta, 6.7.2011 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband