BBC birti í gær frétt af þróun mála varðandi málefni Grikklands. Staðan er slæm. Greiðslufall vofir yfir nema Papandreou nái að sannfæra þingið um að samþykkja sársaukafullar sparnaðaraðgerðir, fyrir 29. júní. Takist það hafa Evrópusambandið og AGS lofað nýjum neyðarlánum, en fjárþörfin í þessari umferð er sögð 110 milljarðar evra. Í dag hófust umræður í gríska þinginu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar en atkvæði verða greidd um hana á þriðjudag.
Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með fréttum af afstöðu evrópskra þjóðarleiðtoga til hugmynda um aðkomu einkabanka að hinum svokallaða björgunarpakka. Eftirfarandi mynd sem BBC birtir í ofangreindri frétt sýnir í hvaða ríkjum Grikkir skulda og hvernig skuldir skiptast á milli einkabanka og opinberra aðila:
Fram hefur komið að Merkel, kanslari Þýskalands, hafi hvatt til þess að einkabankar taki þátt í aðgerðunum. Ekki megi þó neyða einkabanka til þátttöku, sú aðkoma þurfi að vera á eigin forsendum. Þetta var niðurstaða fundar hennar og Sarkozy, forseta Frakklands, um málið sem fram fór 16. júní. Guardian segir frá þessum ,,ósigri" Merkel á vef sínum, en skv. Guardian hafði Merkel upphaflega ætlað að freista þess að þvinga einkabanka til að taka þátt.
Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborga og oddviti evruhópsins svonefnda, samráðsvettvangs fjármálaráðherra evruríkjanna, sem fjallar um 12 milljarða evru lánapakka til Grikkja í dag kallaði hugmyndir Merkel um aðkomu einkabanka ,,leik að eldi", þar sem þær sendu röng skilaboð til lánshæfisstofnana.
Ljóst er að evrusamstarfið gæri verið í húfi. Falli eitt ríki, hafi það keðjuverkandi áhrif á spilaborgina. Innbyrðis skulda ríkin hvoru öðru umtalsvert. NY Times birti eftirfarandi mynd sem Chris Martensen endurbirtir í mjög áhugverðum pistli undir fyrirsögninni Death by Deabt. Pistill Martensen hefst á þessum orðum:
,,One of the conclusions that I try to coax, lead, and/or nudge people towards is acceptance of the fact that the economy can't be fixed. By this I mean that the old regime of general economic stability and rising standards of living fueled by excessive credit are a thing of the past. At least they are for the debt-encrusted developed nations over the short haul -- and, over the long haul, across the entire soon-to-be energy-starved globe."
Hvetur banka til að styðja Grikki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.