Þriðja leiðin - kvótafrumvarp Hreyfingarinnar

Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að kvótamálið eigi heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þess vegnar er eðlilegt að þjóðin fái að kjósa á milli þriggja leiða:

a) óbreytt ástand
b) leið ríkisstjórnarinnar
c) leið Hreyfingarinnar

Samkvæmt mínum heimildum er verið að leggja lokahönd á frumvarp Hreyfingarinnar og var Birgitta Jónsdóttir í viðtali í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.  Í viðtalinu kom fram að frumvarp Hreyfingarinnar snýst um að færa veiðiheimildirnar aftur til þeirra sjávarbyggða sem höfðu þær áður en framsalið var leyft.  Þá hefur einnig komið fram að Hreyfingin vill að að veiðiheimildir og veiddur afli fari á uppboðsmarkað.

Ég hvet fólk til að fylgjast vel með frekari fréttum af þriðju leiðinni.


mbl.is Frumvörpin lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gott mál.

Besta leiðin að settu markmiði Hreyfingarinnar er að þau styðji frumvörp sjávarútvegsráðherra sem núna hafa verið lögð fram.

Níels A. Ársælsson., 19.5.2011 kl. 12:24

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þjóðin verður að fá að taka ákvörðun um stefnuna í fiskveiðistjórnun.

Eftir uppá komuna á þinginu í dag sjáum við hvert stefnir. Hér rambar þjóð á barmi stríðs. Frekjan og yfirgangurinn er slíkur í hagsmunagæslunni.

Ólafur Örn Jónsson, 19.5.2011 kl. 14:56

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það hlustar engin á Sjálfstæðisflokinn og Framsóknarflokkinn lengur þó þeir hamist og djöflist á móti Jóni Bjarnasyni.

Níels A. Ársælsson., 19.5.2011 kl. 15:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér lýst vel á að fá að kjósa um þessar þrjár leiðir og treysti þjóðinni best til að taka af skarið um það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2011 kl. 18:06

5 identicon

Það vantar fjórða valkostinn sem er "Ekkert af ofangreindu". Leið b) er næst því að vera rugl, leið c) er eins og að ég selji þér hús og kem svo til baka eftir 20 ár og tek af þér húsið til þess eins að selja þér það aftur.

Það má alveg byggja á núverandi kerfi og betrumbæta það t.d. setja skorður á framsalið (gott í núverandi frumvarpi) og ekkert að því að auka aðeins álögur á greinina. Bendi á tillögu Kristins Péturssonar http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/1167810/ um að setja auðlindagjaldið í sérstakan varasjóð sem stjórnmálamenn geta ekki vaðið í.

Björn (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 19:43

6 identicon

Eigum við ekki að fara eins með allar sameignir þjóðarinnar. Byrjum strax að kalla inn allar jarðir og orkuauðlindir, ár og vötn.

GR (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 10:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það færi betur á því að loka fyrir brask með bújarðir, þeim hefur fækkað verulega sem er búið á.  Þar eru auðfíklar að kaupa á smánarlegu verði til að nýta sér hlunnindi eins og veiðar og slíkt.  Enda á að koma frumvarp sem gerir það að skyldu að búið verði á slíkum jörðum.  Orkuauðlindirnar eiga að vera í eigu þjóðarinnar, og eru það að mestu leyti. 

Í Ástralíu er svo komið að kínaverjar eiga margar ár og vötn og rækta þar hrísgrjón, og enginn ástrali má nálgar þær.   Ætli við vildum hafa það svoleiðis?

Annars er þetta varla samanburðarhæft, vegna þess að nokkrum einstaklingum var færður bæði veiðirétturinn og frjálsaframsalið, og aðrir misstu lífsviðurværi sitt og húsin lækkuðu í verði og heilu þorpin og bæjirnir hafa enn ekki borið þess bætur.  Örfáir gráðugir einstaklingar eru nú afar ríkir og margir þeirra hafa tekið fé út úr greininni og byggt sér hallir og búa erlendis með fullar hendur fjár.  Er eitthvað réttlæti í því?

Þess vegna skuldar þessi grein nú yfir 500 milljarða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2011 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband