33 þingmenn að Ásmundi meðtöldum

Á Alþingi sitja 63 þingmenn.  Í þingflokki Samfylkingarinnar eru 20 þingmenn.  Í þingflokki VG eru 14 þingmenn.  Ríkisstjórnarflokkarnir telja því 34 þingmenn.  Minnihlutinn samanstendur af 29 þingmönnum.

Í fréttt Bloomberg er sagt að 4 þingmenn VG myndu ekki vilja veita auknu fé úr ríkissjóði til handa bönkunum.  Þeir eru: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Ögmundur Jónasson og Ásmundur Einar Daðason.

Að því gefnu að allir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Hreyfingar og Þráinn Bertelsson  séu sammála fjórmenningunum úr VG þá stæði málið í 33 - 30 en ekki 34 - 29 eins og frétt mbl gefur til kynna.

Frétt RÚV segir svo: ,,Þrjátíu og tveir þingmenn eru mótfallnir því að ríkið komi að endurfjármögnun bankanna."

 


mbl.is Styðja ekki björgun bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjornarandstadan er 29 plus:

Ogmundur Jonasson

Lilja Mos

Gudfridur Lilja

Asmundur Einar

Þuridur Backman

...og Anna Margret Gudjonsd skv nyjustu uppfærslu frettarinnar. Alls 35 stk.

Baldur (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 15:49

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Baldur, ertu að vísa í þetta?:

,,Thuridur Backman of the Left Greens and Anna Margret Gudjonsdottir of the Social Democrats said in interviews they want to merge Arion and Islandsbanki instead of giving them cash support. They said they’d back an NBI rescue."

http://www.bloomberg.com/news/2010-08-02/iceland-rebels-against-bank-aid-as-insolvencies-loom-after-court-ruling.html

Þórður Björn Sigurðsson, 2.8.2010 kl. 17:48

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Væri ekki bara í góðu lagi að renna saman bönkum – t.d. í Íslaríon? Eitthvað myndi það ferli kannski kosta en er ekki eitthvað til sem heitir samlegðaráhrif?

Sigurður Hreiðar, 2.8.2010 kl. 17:59

4 identicon

Ju, akkurat. Þad ad taer seu ekki til i ad veita bonkunum fjarhagslegan studning gefur til kynna ad þaer vilji ekki ad rikid setji inn i þa meira fe. Skiljanlegt ad þaer vilji stydja vid Landsbankann, enda hann rikisbanki og naudsynlegt ad hafa amk einn starfhaefan banka...

Baldur (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 18:02

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

BANKARNIR VERÐA AÐ SKÚRA HJÁ SÉR!

Sigurður Haraldsson, 3.8.2010 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband