Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ

Nánari upplýsingar um Íbúahreyfinguna í Mosfellsbæ og frambjóðendur hennar er að finna á www.ibuahreyfingin.is

Eftirfarandi eru áherslur Íbúahreyfingarinnar:

  • Aukið íbúalýðræði
    • Íbúakosning fari fram um einstök málefni óski 10% kosningabærra íbúa eftir því eða tveir fulltrúar í bæjarstjórn
    • Verði máli vísað í íbúakosningu fari fram hlutlaus og fagleg kynning á því máli sem um ræðir
    • Aukin umræða um málefni bæjarins og hlustað verði á sjónarmið íbúa
    • Íbúar hafi jafnan rétt til áhrifa á umhverfi sitt og skipulagsmál
    • Hagsmunum heildarinnar verði ekki fórnað fyrir sérhagsmuni
  • Fagleg, heiðarleg og gegnsæ stjórnsýsla
    • Skipað verði í nefndir á faglegum forsendum
    • Virkar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa
    • Aðgengileg heimasíða og virk upplýsingagjöf
    • Íbúar hafi aðgang að öllum samningum sem bærinn gerir
    • Fundir nefnda, bæjarráðs og bæjarstjórnar verði sendir út á netinu og hljóðskrár aðgengilegar á netinu.
    • Öllum erindum til bæjarins verði svarað
    • Íbúar geti lagt mat á stjórnsýslu
  • Valddreifing
    • Skilja á milli framkvæmadavalds (bæjarstjóra) og löggjafarvalds (kjörinna fulltrúa)
    • Efsti maður á lista er ekki bæjastjóraefni
    • Fagleg ráðning bæjarstjóra á hóflegum kjörum
    • Skýrar reglur um verkaskiptingu kjörinna fulltrúa og embættismanna
    • Reglur verði settar um að fulltrúar í bæjarstjórn sitji ekki lengur en tvö kjörtímabil
  • Ábyrg fjármálastefna
    • Skýr og skynsöm forgangsröðun
    • Grunnþjónusta við íbúa í fyrsta sæti
    • Hófleg gjaldtaka
    • Bæjarfélagið beiti sér í baráttunni við skuldavanda heimila og fyrirtækja
  • Réttlæti og jafnrétti
    • Sérstaklega verði hugað að stöðu atvinnuleitenda og tekjulægri hópa
    • Menntun og velferð allra barna tryggð
    • Hvers kyns mismunun hafnað
    • Grundvallarmannréttindi tryggð

mbl.is Íbúalýðræði á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband