Plan B

Tillaga til þingsályktunar um mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 

,,Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að láta vinna efnahagsáætlun sem tryggir velferð og félagslegan stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Skilgreindar verði nauðsynlegar aðgerðir til að gera íslenskt hagkerfi óháð aðstoð sjóðsins og forðast frekari skuldsetningu ríkissjóðs, aðgerðaáætlun útbúin og henni fylgt eftir. Leitað verði liðsinnis færustu erlendra sérfræðinga á sviði hagvísinda við mótun og framkvæmd áætlunarinnar til að tryggja þann trúverðugleika efnahagsstjórnar landsins sem er nauðsynlegur.

Efnahagsáætlunin liggi fyrir 1. október 2010 og komi til framkvæmda fyrir 2011.

Ráðherra kynni Alþingi efnahagsáætlunina við fyrsta tækifæri eftir að þing hefur verið sett í október 2010."

http://www.althingi.is/altext/138/s/0331.html

Hér má sjá 1. umræðu í þinginu um málið:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20100301T173838&horfa=1


mbl.is Ísland kann að skorta stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nú búið að valda AGS meiri vanda en okkur og búið að stórskaða orðstír stofnunarinnar, sem ekki var nú neitt sérstaklega jákvæður áður.  En Steingrímur Júdas ætlar að láta sig hafa það að "MJÁLMA" utan í þeim áfram, þó svo að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra (þó ekki sé nú mikið mark takandi á því sem hann segir), sagði, í Silfri Egils, að staða landsins væri ekki svo slæm og svona allt að því sagði að ekki væri þörf fyrir meiri lán.  Fyrir kosningar var Steingrímur Júdas mjög mótfallinn því að leitað yrði til AGS, það eina sem hefur breyst síðan er að hann er orðinn ráðherra fjármála.  Á ÞAÐ NOKKUÐ AÐ VERA ÁHRIFAVALDUR Í ÞESSUM MÁLUM??????  AÐ SJÁLFSÖGÐU Á AÐ SENDA AGS HEIM VIÐ GETUM VEL ÁN ÞEIRRA VERIÐ.

Jóhann Elíasson, 30.3.2010 kl. 14:03

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hefur AGS bannað afskriftir almennings?  Þannig virðist það vera, á blogginu mínu bendi ég á tvær færslur bloggvina minna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.4.2010 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband