Tækifæri til breytinga

Nú er starfandi nefnd sem hefur með endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka að gera.  Í þeirri vinnu hefur Hreyfingin átt fulltrúa.

Helstu áherslur Hreyfingarinnar eru:

  • Dregið verði úr fjárþörf stjórnmálasamtaka.
  • Framlög lögaðila verði óheimil.
  • Framlög einstaklinga verði hámörkuð við kr. 200.000,- og upplýsingaskylda verði á öllum framlögum sem eru hærri en kr. 20.000,-
  • Jafnræðis milli stjórnmálasamtaka verði gætt við úthlutun opinberra framlaga:
  •    o Framlög miðist við kostnað vegna reksturs á skrifstofu og fundaraðstöðu af hóflegri stærð í hverju kjördæmi. Jafnframt dugi framlög til greiðslu launa fyrir eitt stöðugildi framkvæmdastjóra (á landsvísu) og hálft stöðugildi í hverju kjördæmi fyrir sig.
  •    o Framlög til þingflokka frá Alþingi verði þau sömu fyrir alla flokka.
  •    o Hóflegt framlag að upphæð kr. 12.000.000,- til hvers stjórnmálaafls sem býður fram á landsvísu vegna reksturs framboðsins. Hlutfallslegt framlag til þeirra sem bjóða fram í færri kjördæmum.
  • Að nefndin beiti sér fyrir því að sambærilegar reglur verði teknar upp á Íslandi og tíðkast víðast hvar í Evrópu um auglýsingar stjórnmálasamtaka, þar sem auglýsingar í ljósvakamiðlum eru ýmist bannaðar eða mjög takmarkaðar. Ísland er frávik í þeim efnum.
  • Að nefndin beiti sér fyrir því að aðgengi framboða að ljósvakamiðlum í aðdraganda kosninga verði tryggt með skylduákvæði í lögum sem geri ráð fyrir endurgjaldslausum kynningum framboða með svipuðum hætti og "Party Political Broadcast" í Bretlandi.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hreyfingarinnar.


mbl.is Allt á að vera uppi á borðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband