Skorað á UVG

Hreyfingin hefur lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur sem felur í sér ákvæði sem gerir almenningi kleift að kalla eftir þeim:

,,Alþingi getur ákveðið með þingsályktun að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram samkvæmt lögum þessum um tiltekið málefni eða lagafrumvarp. Einnig getur að lágmarki1/3hluti þingmanna krafist þess með þingsályktun að slík þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram.  Þá geta 10% kosningarbærra manna krafist með undirskrift sinni þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt lögum þessum um tiltekið málefni..."

Nú skora ég á UVG sem og aðra málsmetandi menn að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið og taka þátt í að þrýsta á um að það verði að lögum sem fyrst.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði um ýmis mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég styð þetta frumvarp 100%

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.3.2010 kl. 01:21

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég styð það ekki nema 80%.  Ef ég væri á þingi myndi ég kjósa gegn því óbreyttu, en áður leggja til tvær breytingatillögur:

  1. Varðandi tímasetningar þjóðaratkvæðagreiðsla.  Ég hefði viljað sjá þjóðaratkvæðagreiðslur fara fram samhliða öðrum kosningum.
  2. Bæta við grein varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur um breytingar á stjórnarskrá.  Allar breytingar á stjórnarskrá ætti að leggja fyrir þjóðina, og þar er eðlilegt að setja kröfur um kjörsókn og/eða aukinn meirihluta þannig að alltaf sé meirihluti kjörbærra manna hlynntur breytingum á stjórnarskrá.
 

Axel Þór Kolbeinsson, 10.3.2010 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband