Neyðarlög fyrir 20% þjóðarinnar

Páll Kolbeinsson ritaði grein í nóvemberútgáfu Tíundar, fréttablaði Ríkisskattsstjóra, sem kallast „Eignir og skuldir Íslendinga“. 

Greinin er um margt forvitnileg.  Meðal annars kemur fram að heildarfjöldi fjölskyldna á Íslandi var í 181.755 í árslok 2008. 

Ég sendi greinarhöfundi tölvupóst á dögunum og spurðist fyrir um hversu margir aðilar telja fram hærri upphæð en 3 milljónir af þeim 661,5 milljörðum kr. sem skráðir voru á framtölum landsmanna um áramót 2008/2009.  Svarið barst skömmu síðar og var svo hljóðandi: 

Sæll Þórður,
Um áramótin 2008/2009 áttu 21.219 hjón og 14.633 einhleypingar, samtals 35.852 fjölskyldur, meira en þrjár milljónir í innlendum bankainnstæðum, þá eru innstæður barna ekki meðtaldar.
Með kveðju,
Páll Kolbeins”
 

35.852 / 181.755 = 0.197 

Af þessu má draga þá ályktun að 20% fjölskyldna hafi notið góðs af svokölluðum neyðarlögum sem m.a. tryggðu innstæður umfram skyldu.


mbl.is Æ meira tekið af sparnaðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband