1.3.2010 | 12:50
Skyldulesning og -áhorf
Í þessu samhengi bendi ég á tvennt.
Annars vegar grein Gunnar Skúla Ármannsson sem heitir Ísland AGS og Icesave. Greinin er m.a. aðgengileg á vef Attac samtakanna og hefst á þessum orðum:
,,Skuldir Íslands í dag eru um 320% af VLF. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði fyrir ári, þegar skuldirnar voru 240%, að það væri hámarkið. Núna höfum við farið lang um fram það í skuldum en samt heldur AGS því fram að við getum staðið í skilum. Reyndar bendir AGS á tvennt. Í fyrsta lagi verði Ísland að fylgja áætlun AGS fyrir Ísland mjög nákvæmlega. Hitt sem AGS tekur fram er að ef fleiri skuldir finnast eða gamlar skuldir aukast þá verði Ísland sennilega að selja einhverjar auðlindir sínar upp í skuldir. Hversu trúverðug er áætlun AGS fyrir Ísland. Sérstaklega með hliðsjón af sögu sjóðsins."
Þessi mynd segir meira en mörg orð en hún sýnir okkur hversu mikill afgangur þarf að vera af vöruskiptajöfnuði á næstu árum í samhengi við þann afgang sem verið hefur.
Hins vegar bendi ég á heimildarmynd um aðkomu AGS að málefnum Argentínu:
,,Documentary on the events that led to the economic collapse of Argentina in 2001 which wiped out the middle class and raised the level of poverty to 57.5%. Central to the collapse was the implementation of neo-liberal policies which enabled the swindle of billions of dollars by foreign banks and corporations. Many of Argentina's assets and resources were shamefully plundered. Its financial system was even used for money laundering by Citibank, Credit Suisse, and JP Morgan. The net result was massive wealth transfers and the impoverishment of society which culminated in many deaths due to oppression and malnutrition."
Vilja hafna aðstoð AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk Þórður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.