23.2.2010 | 15:48
Ummæli Birgittu og Þórs
Þingmenn Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari tóku líka þátt í þessari umræðu eins og sjá má á vef Alþingis.
Birgitta Jónsdóttir sagði m.a. ,,Á Wikileaks er að finna skjal sem lekið var í síðustu viku. Í þessu skjali er að finna skýrslu bandarískra sendifulltrúans um samskipti hans við íslenska erindreka í tengslum við Icesave og AGS. Eru þessar frásagnir um margt makalausar og sýna skilningsleysi íslenskra yfirvalda og hlutverki AGS í hinu stóra samhengi. Að biðja Bandaríkjamenn um stuðning við að AGS verði ekki notaður sem handrukkari fyrir Breta og Hollendinga á óopinberan hátt er bernskt. Ég held að það sé skilvirkara að hafa þessi samskipti opinber og afhjúpa hvernig AGS hefur verið notaður til að kúga okkur til hlýðni."
Þór Saari sagði framgöngu sendiherrans sjálfs, Hjálmars V. Hannessonar, hneykslanlega og að hann ætti að kalla heim. Sendiherran hafi samkvæmt fundargerðinni lýst forseta Íslands sem óútreiknanlegum. Slík orð setji bandarískir stjórnarerindrekar ekki í fundargerðir nema að vel athuguðu máli. Afsökunarbeiðni frá þessum sendiherra, Hjálmari V. Hannessyni, til forsetans og til þjóðarinnar væri sjálfsögð.
Þór spurði utanríkisráðherra hvers vegna utanríkisráðuneytið hefði ekki komið sanngjörnu tilboði Íslands í Iceavemálinu frá því í síðustu viku á framfæri við erlenda fjölmiðla. Tilboðið gæfi Íslandi yfirburðastöðu í umræðunni. Hér á landi væri kosið að halda málinu leyndu á meðan Hollendingar og Bretar leki í fjölmiðla ákveðnum setningum úr sínum tilboðum sem láti Ísland líta illa út í alþjóðlegu samhengi. Á sama tíma sé tilboð Íslands gott og sanngjarnt en enginn fái að vita af því.Söguskýring bandaríska sendifulltrúans röng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir að vekja athygli á þessari umræðu
Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.2.2010 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.