11.2.2010 | 07:47
Megi allar góðar vættir láta á gott vita
Get þó ekki gleymt þessum orðum Sigrúnar Elsu Smáradóttur:
,,Mér finnst það lýsa skýrum vilja að strax í Október á síðasta ári, þegar ljóst var í hvað stefndi setti Félagsmálaráðuneytið af stað starfshóp undir forystu, sjálfs forseta Alþýðusambands Íslands, Gylfa Arnbjörnssonar, til að móta tillögur að aðgerðum til að bregðast við skuldavanda heimilanna. En undir hans forystu fæddist greiðslujöfnunarleiðin, sú leið að gefa fólki kost á að borga minna núna, safna meiri skuldum og lengja í lánum. Ég mætti Gylfa Arnbjörnssyni á opnum fundi hjá Samfylkingunni í Reykjavík þar sem við tókumst á um niðurstöðu nefndarinnar, sem ég taldi þá og tel enn, á engan hátt fullnægjandi. Þar sló forseti ASÍ allar hugmyndir um almennar aðgerðir til leiðréttingar á vísitölu eða til skiptingar á tjóninu, út af borðinu.
Því kom það mér, og sjálfsagt fleirum mjög á óvart þegar umræddur verkalýðsleiðtogi boðaði þann 8. maí síðastliðinn til mótmælaaðgerða, til að mótmæla, að því er virðist eigin tillögum. Vissulega er batnandi mönnum best að lifa og margir sem hafa vaxið af því að játa mistök. En að boða til mótmæla og veitast að stjórnvöldum sem hafa sér það helst til saka unnið að hlusta í einu og öllu á hugmyndir og ráðleggingar þess sem til mótmælanna boðar er vægast sagt einkennileg framkoma.
Ef ASÍ er einhver alvara þarf ASÍ að beita sér fyrir almennum leiðréttingum á höfuðstóli lána og afnámi verðtryggingar. Benda má á tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna í þeim efnum.
Að bregðast við greiðsluvanda ,,þeirra heimila sem verst standa er góðra gjalda vert en dugar skammt og mun ekki fullnægja réttlætiskennd almennings sem hefur mátt þola almenna eginaupptöku í formi verðbreytingarákvæða í lánasamningum.
Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.