8.2.2010 | 11:26
Neyðarstjórn
Hugmyndin um Neyðarstjórn hefur verið á sveimi í umræðunni um nokkurt skeið. Eftirfarandi texta er að finna á heimasíðu Neyðarstjórnar:
,,Koma þarf á neyðarstjórn* á Íslandi, stjórn sem nýtur trausts almennings og umheimsins. Stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamenn njóta hvorugs, heldur búa við megna tortryggni og andúð. Sama er að segja um stjórnsýslu landsins. Hið pólitíska kerfi er komið í þrot og ræður ekki við brýnustu úrlausnarefni þjóðarinnar.
Neyðarstjórnin þarf að fá afmarkaðan tíma til þess að vinna að eftirfarandi verkefnum:
1. Neyðarráðstöfunum í efnahagsmálum
2. Rannsókn á efnahagshruninu
3. Endurskipulagningu stjórnsýslunnar
4. Stjórnlagaþingi
Neyðarstjórn verður skipuð fólki utan þings og nýtur almennrar virðingar og trausts meðal þjóðarinnar. Stjórnin mun fá til liðs við sig færustu sérfræðinga innan lands og utan.
Þegar stjórnlagaþing hefur skilað af sér drögum að nýrri stjórnarskrá, verða þau borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykki þjóðin drögin verður stofnað nýtt lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár og boðað til alþingiskosninga.
Tímabært er að snúa baki við gömlu, úrsérgengnu stjórnmálakerfi og reisa kröfuna um utanþingsstjórn. Fulltrúar á Alþingi þurfa að þekkja sinn vitjunartíma og verja slíka stjórn falli.
*Neyðarstjórn almennings er utanþingsstjórn sem forseti Íslands skipar og meirihluti Alþingis sættir sig við."
Biðla til Framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En , í öllum bænum .Ekki Bjarni Ben. Guðlaugur Þór. eða Árni Páll .
Flestir aðrir ( ekki Illugi ) gætu verið nothæfir .
En við þurfum hjálp erlendis frá , til að stjórna þessu auma landi .
Kristín (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 19:24
Heyr, heyr.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.2.2010 kl. 22:45
Frábært að sjá þetta. Ég vil utanþingsstjórn, neyðarstjórn eða bara hvað sem við köllum þetta. Bara að við fáum fagfólk til að leiða okkur út úr þessu og engan pólitíkus þar inn, hvorki aflóga eða nýjan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.