14.1.2010 | 11:30
Viðtal við Birgittu Jónsdóttur og grasrótarfundur
Hér má sjá viðtal við Birgittu Jónsdóttur á The Alex Jones Show í gær.
Komið er inn á Icesave málið og þá stöðu sem Íslendingar eru að glíma við. Ljóst er að málstað okkar erlendis hefur vaxið fiskur um hrygg frá því forsetinn ákvað að vísa Icesave 2 í þjóðaratkvæðagreiðlsu. Hugsanleg skýring á því er að almenningur um víða veröld efast í auknum mæli um ágæti fjármálakerfa sinna og viðbrögð stjórnvalda vegna kreppunnar.
Í kvöld (14.1.2010) er svo opinn grasrótarfundur á vegum Hreyfingarinnar á Sólon og hefst hann kl. 20.00.
Eitt af markmiðum Hreyfingarinnar er að hjálpa grasrótarhreyfingum á Íslandi að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Hugmynd Hreyfingarinnar er að hinir ýmsu grasrótarhópar geti komið málefnum á framfæri við Hreyfinguna sem virki sem gátt inn á þing. Þetta er framkvæmanlegt á margvíslegan hátt. Til að mynda með því að tala máli grasrótarhópa innan þings, með framlagningu frumvarpa frá grasrótinni og með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra. Í sumum tilfellum er ákjósanlegt að kalla einstaklinga úr grasrótinni fyrir þingnefndir og óska eftir umsögnum grasrótarhópa um lagafrumvörp.
Drög að dagskrá:
1. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
2. Icesave
3. Málfrelsismiðstöð á Íslandi
4. Stofnun nýrra samtaka launafólks
5. Eineltismál
Stopp í Icesave-málinu þessa dagana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!
Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."
Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu
Sjá grein: Iceland needs international debt management
Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.
Prófill Sweder van Wijnbergen
Fáum þennann mann til landsins!!!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.