Nýtt starf

hreyfingin_merki_hausEftir nokkur góð ár í ferðaþjónustu hef ég afráðið að skipta um atvinnu.

Aukinn áhugi minn á samfélagsmálum upp á síðkastið hefur vafalaust ekki farið framhjá þeim sem til mín þekkja.

Af þeim sökum er ég afar ánægður með þessa þróun.

Þar sem um er að ræða starf fyrir stjórnmálahreyfingu ákvað ég að víkja úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna sem eru frjáls og óháð.

Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að vinna að hagsmunum heimilanna en þó undir öðrum formerkjum en verið hefur.

Mig langar við þetta tilefni að koma á framfæri þökkum til samstarfsmanna minna og kollega í ferðaþjónustu.  Ég hef mikla trú á greininni og veit að þjóðin er óðum að átta sig á mikilvægi hennar fyrir þjóðarbúskapinn. 

Fyrir félögum mínum í Hagsmunasamtökum heimilanna tek ég ofan og þakka innilega fyrir mig í bili.  Það hefur verið ólýsanlega gefandi að fá að starfa með ykkur á þessum viðsjárverðu tímum sem okkur er ætlað að upplifa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel Þórður minn á nýjum vettvangi.

Bestu óskir um að allt gangi vel hjá þér.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég óska þér farsældar á nýjum vettvangi þar sem ég efast ekki um að þitt þægilega viðmót eigi eftir að verða þér og þeim sem þú vinnur fyrir til framdráttar! Vona að þú eigir hákarlatennur í rassvasanum ef þú þarft á þeim að halda ef ekki ættir þú kannski að koma þér upp einu setti

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.11.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband