Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Ráðherra í mótsögn við sjálfan sig

Fjármálaráðherra er í mótsögn við eigin skýrslu um endurreisn viðskiptabankanna.  Í skýrslunni segir:

„Í upprunalegum áætlunum um endurreisn bankanna var gert ráð fyrir að meginverkefni fjármálaráðuneytisins yrði að leggja nýju bönkunum til eigið fé að loknu uppgjöri milli nýrra og gamalla banka.  Eftir því sem tíminn leið frá falli bankanna fór óánægja kröfuhafa gömlu bankanna, ekki síst þeirra erlendu, vaxandi.  Sjónarmið þeirra var að lagt væri upp með áætlun sem væri einhliða, ekki væri gætt sjónarmiða þeirra og því yrðu þeir óhjákvæmilega að leita réttar síns hjá þar til bærum yfirvöldum.  Þrátt fyrir að þetta sjónarmið væri ekki réttmætt var orðið ljóst í ársbyrjun 2009 að gera yrði breytingar á upprunalegum áætlunum um endurreisn bankanna.  Með þetta í huga ákvað ríkisstjórnin í febrúar 2009 að koma á formlegum samningaviðræðum milli nýju bankanna og ríkisins sem eiganda annars vegar og skilanefnda og kröfuhafa gömlu bankanna hins vegar."

Á Alþingi í morgun beindi Bjarni Benediktsson óundirbúinni fyrirspurn til ráðherra um skýrsluna.  Í svari ráðherra sagði meðal annars:

„Það er mikill ábyrgðarhlutur af hálfu þingmanna að reyna að halda því fram við almenning sem berst við þungar skuldir að eitthvað hafi verið hægt sem ekki var hægt.  Það er augljóst mál að gjörningurinn varð að standast, annað hvort á grundvelli samkomulags eða að standast fyrir dómi og það er ekki hægt að færa með stjórnvaldsákvörðunum eignir undan búum, það myndi aldrei halda vatni fyrir dómstólum."

Fyrst sjónarmið kröfuhafa var ekki réttmætt, hvers vegna halda stjórnvaldsákvarðanir þær sem um ræðir þá ekki vatni fyrir dómstólum?


mbl.is Upp úr sauð á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarlögunum hnekkt utan dómstóla?

Í svari fjármálaráðherra við fyrispurn Bjarna Benediktssonar kom eftirfarandi fram: 

„Það er mikill ábyrgðarhlutur af hálfu þingmanna að reyna að halda því fram við almenning sem berst við þungar skuldir að eitthvað hafi verið hægt sem ekki var hægt.  Það er augljóst mál að gjörningurinn varð að standast, annað hvort á grundvelli samkomulags eða að standast fyrir dómi og það er ekki hægt að færa með stjórnvaldsákvörðunum eignir undan búum, það myndi aldrei halda vatni fyrir dómstólum."

Í bloggfærslu sem ég skrifaði í gær og birti fyrr í morgun velti ég því upp hvort það gæti verið að með því að „koma á formlegum samningaviðræðum milli nýju bankanna og ríkisins sem eiganda annars vegar og skilanefnda og kröfuhafa gömlu bankanna hins vegar", eins og það er orðað í skýrslu fjármálaráðerra um endurreisn viðskiptabankanna, hafi neyðarlögunum í raun verið hnekkt, utan dómstóla.

Ég fæ ekki betur séð en að ráðherrra hafi nú skotið styrkum stoðum undir þá kenningu. 


mbl.is „Eitt allsherjar klúður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fara hlæjandi alla leið í bankann

  „Ég held að í þessu skelfileg hruni sem þjóðin varð fyrir þá sé aldrei hægt að tala um neinn jöfnuð eða réttlæti ég held bara að við stöndum frammi fyrir því."
- Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður jafnaðarmannaflokks Íslands, 3. desember 2010 um aðgerðir stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna

Þegar einhver er sagður fara hlæjandi alla leið í bankann felur slíkt tungutak vanalega í sér þá merkingu að viðkomandi hafi gert einhverskonar viðskiptalegan gjörning sem feli í sér mikinn ábóta fyrir þann sem um ræðir.  Ábótinn er þá á kostnað gagnaðila í umræddum viðskiptum og hláturinn líka.  Ég veit ekki alveg hvort hægt er að grípa til þessara orða þegar bankinn er sá aðili sem fer hlæjandi alla leið í bankann.  Því varla fer bankinn hlæjandi alla leið í sjálfan sig.  Það væri þá einhverskonar súrrealík.  Hver veit?  Kannski er þarna ástæðan fundin fyrir því að fleiri en einn banki er starfræktur, svo þeir geti nú allir skellt upp úr stöku sinnum.

Hverju sem því líður verður mér hugsað til orðatiltækisins þegar skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn bankanna ber á góma.  Það liggur fyrir að vogunarsjóðirnir sem á brunaútsölu eignuðust skuldir gömlu bankanna, eru hreint alls ekki í svo slæmum málum.  Því gömlu bankarnir, þrotabúin, hafa með samningum við fjármálaráðherra eignast tvo af nýju bönkunum, Arion og Íslandsbanka.  Auk þess að tryggja eignarhaldið fólu samningarnir í sér hækkað endurmat á virði skulda.  Þannig var búið svo um hnútana að kröfuhafar fái meira í sinn hlut heldur en áður var gert ráð fyrir.  Þetta eru góðar fréttir fyrir vogunarsjóði en slæmar fyrir lántakendur.  

Ekki er annað hægt en að velta því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að búa svo um hnútana.  Í skýrslu ráðherra segir orðrétt: 

„Í upprunalegum áætlunum um endurreisn bankanna var gert ráð fyrir að meginverkefni fjármálaráðuneytisins yrði að leggja nýju bönkunum til eigið fé að loknu uppgjöri milli nýrra og gamalla banka.  Eftir því sem tíminn leið frá falli bankanna fór óánægja kröfuhafa gömlu bankanna, ekki síst þeirra erlendu, vaxandi.  Sjónarmið þeirra var að lagt væri upp með áætlun sem væri einhliða, ekki væri gætt sjónarmiða þeirra og því yrðu þeir óhjákvæmilega að leita réttar síns hjá þar til bærum yfirvöldum.  Þrátt fyrir að þetta sjónarmið væri ekki réttmætt var orðið ljóst í ársbyrjun 2009 að gera yrði breytingar á upprunalegum áætlunum um endurreisn bankanna.  Með þetta í huga ákvað ríkisstjórnin í febrúar 2009 að koma á formlegum samningaviðræðum milli nýju bankanna og ríkisins sem eiganda annars vegar og skilanefnda og kröfuhafa gömlu bankanna hins vegar." (Feitletrun mín)

Við fyrstu sýn virðist óskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að ganga frá málum eins og raun ber vitni.  Sérstaklega í ljósi þess að sjónarmið kröfuhafa bankanna var „óréttmætt" að sögn skýrsluhöfunda.  Hvers vegna skyldi ríkisstjórn sem að eigin sögn „ætlar sér að verða norræn velferðarstjórn í besta skilningi þess orðs" gefa út „skotleyfi á skuldara" eins og sumir hafa orðað það?

Hvort þetta sé hin hliðin á Icesave aðgöngumiðanum að Evrópusambandinu skal ósagt látið.  Hinu vil ég þó velta upp sem er hvort það geti verið að með því að „koma á formlegum samningaviðræðum milli nýju bankanna og ríkisins sem eiganda annars vegar og skilanefnda og kröfuhafa gömlu bankanna hins vegar", eins og það er orðað í skýrslunni, hafi neyðarlögunum í raun verið hnekkt, utan dómstóla. 

Eins og margoft hefur komið fram fólu neyðarlögin meðal annars í sér breytta forgangsröðun krafna í þrotabú gömlu bankanna þar sem innstæður urðu að forgangskröfum.  Og þó svo að það hafi ekkert lagalegt gildi hafa íslensk stjórnvöld ítrekað lýst því yfir að bakábyrgð ríkissjóðs á innstæðum í íslenskum bönkum sé fyrir hendi.  Þetta eru góðar fréttir fyrir innstæðueigendur og vogunarsjóði en slæmar fyrir skattgreiðendur.

Í þessu sambandi ber okkur skylda til að líta til þess ójöfnuðs sem birtist okkur þegar dreifing innstæðna einstaklinga í íslenska bankakerfinu er skoðuð.  Samkvæmt gögnum frá ríkisskattstjóra áttu 5% þjóðarinnar meira en helming af öllum bankainnstæðum um áramótin 2009/2010.  2,5%, eða 4.627 manns, áttu 44% af öllum innstæðum og þar af áttu 9 einstaklingar meira en þúsund milljónir.  Á sama tíma áttu 95% þjóðarinnar 15 milljónir eða minna inni á bankabók.

Spurningin sem brennur á mínum vörum er hvers vegna í ósköpunum stjórnvöld eru ekki fyrir lifandi löngu búin að klippa á naflastrenginn milli ríkissjóðs og einkarekinna banka?

Í gegnum tíðina hafa menn deilt um hvort opinber rekstur sé heppilegri en einkarekstur.  Öfgarnir í þeirri umræðu eru flestum kunnir.  Á meðan nýfrjálshyggjumenn vilja einkavinavæða allan fjandann vilja kommúnistar miðstýrt ríkisbákn sem yfir öllu gínir.  Oft hafa menn fallið í þá gryfju að sveigjast of mikið í aðra áttina á kostnað heilbrigðrar skynsemi, réttlætis og mannréttinda.

Ég trúi því að ákveðin starfsemi þurfi að eiga sér stað á vegum hins opinbera.  Til dæmis allur rekstur sem snýst um að tryggja og viðhalda grundvallarmannréttindum.  Ýmsum öðrum rekstri er hins vegar ágætlega fyrir komið hjá einkaaðilum.  Svo sem rekstur pizzastaða.  Einkarekstur verður þó, til að standa undir nafni, að standa á eigin fótum.  Borga sjálfur sínar skuldir.  Það gengur ekki að ríkið sé í ábyrgð fyrir einkarekstur.  Það heitir pilsfaldakapítalsimi eða að einkavæða gróða en ríkisvæða tap.  Var ekki nóg komið af því?

Stundum vara menn við hættunni sem felst í svokölluðu tvöföldu heilbrigðiskerfi þar sem þeir efnameiri geti keypt sér aðgang að betri heilbrigðisþjónustu en hinir efnaminni.  Þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi fyrirfinnst á Íslandi.  Tannlækningar eru gott dæmi um það. 

Ég dreg þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi inn í umræðuna sem hliðstæðu við þá staðreynd að á Íslandi er starfrækt tvöfalt fjármálakerfi, í það minnsta þangað til einhver bankinn fellur í mjúkan ríkisfaðminn.

Og þó svo að ég viti að hagnaðartölur nýju bankanna séu innblásnar af uppreiknuðum lánasöfnum get ég ekki annað en staldrar við tölurnar.  Frá hruni segjast nýju bankarnir þrír hafa hagnast um 139 milljarða.  Þetta jafngildir rúmlega 5.500 25 milljón króna íbúðum.  Á sama tíma standa um 1.700 íbúðir tómar á höfuðborgarsvæðinu.   Í öðru samhengi má nefna að fjárlögin 2011 eru 514 milljarðar og þar af fara 75 milljarðar í vexti.

Ríkisbankinn sem hefur meðal annars rekið pizzastað síðustu mánuðina, tilkynnti um methagnað í vikunni sem leið.  Á fyrsta ársfjórðungi 2011 hefur bankinn hagnast um 12,7 milljarða.  En þessar fréttir af ofurhagnaði bankans féllu algerlega í skuggann af nýjasta útspili hans gagnvart lántakendum.  Bankinn ætlar nú náðasamlegast að lækka skuldir viðskiptavina sinna um brot af þeirri eignatilfærslu sem átti sér stað við hrunið.  „Viðskiptalega skynsamleg ákvörðun að mati bankans" segir efnahags- og viðskiptaráðherra á meðan aðrir segja „ekki nógu langt gengið en skref í rétta átt".  Hvernig sem á málið er litið verður ekki annað sagt en að tímasetning útspilsins veki sérstaka athygli. 

Viðbrögð annarra lykilmanna í fjármálakerfinu eru líka merkileg.  Forstjóri Arion banka sem er með 2,9 milljónir á mánuði, þegar horft er framhjá 10 milljóna króna eingreiðslu, sem hann fékk við ráðningu, bregst hálf skringilega við þessu.  Talar um að Arion banki hafi hingað til unnið eftir einhverju samráði milli fjármálastofnanna sem hafi gengið vel.  Má skilja þessi orð sem svo að forstjóri Arion banka sé að skamma Landsbankann fyrir að hafa svikið samráðið?  Hann bendir svo á að það séu skattgreiðendur sem á endanum borgi fyrir sirkústrikk Landsbankans í ljósi eignarhaldsins. 

Já, kæri Höskuldur, við skattgreiðendur berum ábyrgð á þessu öllu saman þegar upp er staðið - laununum þínum líka - því varla myndi Arion banki geta starfað nema í skjóli bakábyrgðar ríkissins.  Hvernig væri nú að þú færir og talaðir við eigendur Arion banka um að ganga í það minnsta jafn langt og Landsbankinn hefur nú gert í stað þess að ala á sundrungu meðal almennings og halda áfram að fæla viðskiptavini frá bankanum sem þú stýrir?

Forsætisráðherra segir hins vegar ljóst að Íbúðalánasjóður ráði ekki við að fara út í sambærilegar aðgerðir og Landsbankinn, hann standi það illa.  Þann bolta grípur efnahags- og viðksiptaráðherra á lofti og segir erfitt að sjá rökin fyrir ríkisreknum Íbúðalánasjóði ef hann getur ekki gert jafn vel við sína viðskiptamenn og fyrirtæki á samkeppnismarkaði.  Þessi ummæli skjóta frekari stoðum undir hið opinbera leyndarmál að viðamiklar breytingar á starfsemi Íbúðalánasjóðs séu í farvatninu.


37% af skuldum útgerðarinnar fáist greiddar

Í nóvember 2010 beindi Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra um skuldastöðu sjávarútvegsins og meðferð sjávarútvegsfyrirtækja hjá lánastofnunum. 

Í svari ráðherra  kemur fram að FME safnar upplýsingum um skuldastöðu íslenskra útgerðarfyrirtækja frá Byggðastofnun, Arion banka hf., NBI hf. og Íslandsbanka hf., en þessir lögaðilar eiga flest lán sem tilheyra íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, bæði með veiði og vinnslu. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja við fyrrnefnda banka og Byggðastofnun nema samtals tæpum 404 milljörðum.

Ennfremur segir  í svarinu til Ólínu að sú fjárhæð taki mið af skuldum sjávarútvegsfyrirtækjanna en ekki bókfærðu virði fjármálafyrirtækjanna. Bókfært virði fjármálafyrirtækjanna sé það virði sem þau telja lánið vera við núverandi aðstæður að frádregnum afföllum.

Í vikunni barst svo svar efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um skuldir atvinnugreina.  Ekki verður annað sagt en að innihaldið sé áhugavert í meira lagi.  Í svarinu kemur fram að Seðlabanki Íslands tekur saman upplýsingar um útlán innlánsstofnana til fyrirtækja samkvæmt ákveðinni sundurliðun og á grundvelli hennar eru skuldir vegna fiskveiða um 149 milljarðar.

Þá kemur fram í svarinu til Gunnars Braga að forsendur útreikninganna eru sem hér segir: Virði útlánasafns innlánsstofnana er metið á kaupvirði, þ.e. því virði sem innlánsstofnanir keyptu útlánin á af fyrirrennurum sínum. Kaupverðið er það virði sem vænst er að muni innheimtast af útlánum. Virði útlánasafns þessara aðila endurspeglar því ekki skuldastöðu viðskiptavina.

Af þessu fæst ráðið að fjármálastofnanir reikni með að 37% af skuldum útgerðarinnar fáist greiddar. 


mbl.is Töpuðu 480.882.144.209 krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarkostnaðurinn við endurreisn viðskiptabankana

Af frétt Morgunblaðsins að dæma er hluti af lausafjárfyrigreiðslunni hin svokallaða nýja ástarbréfaflétta þar sem Seðlabankinn lánar Íslandsbanka og Arion banka rúma 140 milljarða með bakábyrgð ríkissjóðs, án sérstakrar lagaheimildar, gegn veðum í eignasafni þrotabús Spron og Straums Burðaráss.

Ljóst er að fórnarkostnaðurinn við fulla innstæðutryggingu til handa lítils hluta þjóðarinnar er mikill. Um áramótin 2009/2010 áttu 5% þjóðarinnar meira en helming af öllum bankainnstæðum. 2,5% (4.627 manns) áttu 44% af öllum innstæðum og þar af áttu 9 manns meira en þúsund milljónir. Á sama tíma áttu 95% þjóðarinnar 15 milljónir eða minna inni á bankabók.  Sjá t.d. hér og hér.

Fórnarkostnaðurinn felst m.a. í framlagi ríkissjóðs við endurreisn bankanna (og nýeinkavæðingu tveggja þeirra) ásamt ,,skotleyfi" á lántakendur sem stjórnvöld innsigluðu með breyttri áætlun um endurreisn viðskiptabankanna.
mbl.is Kostnaðurinn 406 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsamasta þjóð heims

Það eru um margt sérstakir tímar á Íslandi. 

Fréttir berast af því úr spænsku byltingunni sem breiðir nú úr sér um Evrópu að torg séu endurnefnd Íslandstorg, enda sæki evrópskur almenningur innblástur í búsáhaldabyltinguna.

smari.png

 

 

 

 

 

 

Hér heimavið blogga menn svo af réttlátri reiði um ástandið á Íslandi:

,,Ég lýsi því hérmeð yfir að ég hata þessa ríkisstjórn eins og ég hata krabbamein. Eins og ég hata skemmda mjólk og myglað brauð, táfýlusokka og gömul Júróvisjónlög. Ég fyrirlít þessa ríkisstjórn og flokkana sem að henni standa eins og sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkinn og þær ríkisstjórnir sem spilltu og eyðilögðu þjóðlífið. Ég fyrirlít hana eins og ríkisstjórn Geirs Haarde og fjármálavölvurnar. Ég set Steingrím á bekk með þeim sem vísvitandi valda fólki tjóni og skaða. Hann og Davíð Oddsson eru af sama meiði, fyrirlít þá báða tvo, og fyrirlít það fólk sem tönnlast á því hvað Davíð hafi séð allt fyrir og sett út á, og hvað Steingrími sé vorkunn að taka við þessu. Þetta eru sviiikaaaraaar. Þeir eiga heima í ræsinu með Hannesi Smárasyni, Björgúlfi, Jóni Ásgeir, Pálma Hannessyni, Magnúsi Ármanni og þeirra rassasleikjum sem plantað var í banka- og fjármálastjórastólana eftir hrun af sömu yfirvöldum og gagnrýndu þá fyrir. Bankafólk í dag er ófyrirleitið, heilaþvegið pakk sem er skííítsama um rétt og rangt. Þeir hugsa um bónusa og að blóðmjólka allt og alla. Að tala við fólk einfaldlega í afgreiðslunni - það þurfa ekki að vera neinir séffar - sýnir hverskonar pakk er þarna. Þeim sem ég hef rætt við í mesta rólyndi og gefið tíma til að segja hug sinn eru allir á einu máli: Fólk á skilið að missa aleiguna. Ævistarf þeirra sem brenna upp í stökkbreyttum lánum Á að brenna því lánþegar tóku lán (til íbúðarhúsnæðis) í græðgi. Ég segi þessu fólki að það má búast við því að brenna í helvíti áður en það deyr."

Og eru Íslendingar þó friðsamasta þjóð heims, að mati Institute for Economics and Peace.


mbl.is Ísland friðsælasta land heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja leiðin og þjóðaratkvæði um kvótann

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.  Markmið frumvarpsins er að færa úthlutun á aflaheimildum úr sameiginlegum fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar til þess horfs sem hún var í áður en framsal aflaheimilda kom til árið 1991, en fram að þeim tíma hafði úthlutunin byggt á veiðireynslu til margra ára og var því bæði sanngjörn og réttlát. Með frumvarpinu er einnig reynt að tryggja að aflaheimildir fari til þeirra byggða sem þeim var upprunalega úthlutað til. Miðað er við að aflahlutdeildin sé nýtt í viðkomandi sveitarfélagi. Þó er sveigjanleiki í nafni hagkvæmni tryggður þar sem aflahlutdeildin er framseljanleg þegar hagkvæmnisrök gefa tilefni til. Með því móti verður réttur íbúa sjávarbyggða á Íslandi til sjósóknar tryggður eins og verið hefur frá örófi alda sem eini raunverulegi grundvöllur tilvistar flestra þeirra. Auk þess stuðlar frumvarpið að fjárhagslegri endurskipulagningu útgerðar á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins.

Eins og kunnugt er hefur forsætisráðherra ítrekað sagt að kvótamálið eigi heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Eðlilegt er að þriðja leiðin, frumvarp Hreyfingarinnar, rati þangað samhliða leið ríkisstjórnarinnar sem margir vilja meina að gangi alls ekki nógu langt.  Til að svo megi verða þarf Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu þar að lútandi.  Við sem viljum róttækar breytingar á kvótakerfinu skulum standa saman um þá kröfu að þjóðin fái fleiri valmöguleika og þrýsta á Alþingi um að svo megi verða.

Nánari upplýsingar um þriðju leiðina er að finna hér.


mbl.is 2/3 vilja innkalla kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manifesto spænsku byltingarinnar (á ensku)

We are ordinary people. We are like you: people, who get up every morning to study, work or find a job, people who have family and friends. People, who work hard every day to provide a better future for those around us.

Some of us consider ourselves progressive, others conservative. Some of us are believers, some not. Some of us have clearly defined ideologies, others are apolitical, but we are all concerned and angry about the political, economic, and social outlook which we see around us: corruption among politicians, businessmen, bankers, leaving us helpless, without a voice.

This situation has become normal, a daily suffering, without hope. But if we join forces, we can change it. It’s time to change things, time to build a better society together. Therefore, we strongly argue that:
  • The priorities of any advanced society must be equality, progress, solidarity, freedom of culture, sustainability and development, welfare and people’s happiness.
  • These are inalienable truths that we should abide by in our society: the right to housing, employment, culture, health, education, political participation, free personal development, and consumer rights for a healthy and happy life.
  • The current status of our government and economic system does not take care of these rights, and in many ways is an obstacle to human progress.
  • Democracy belongs to the people (demos = people, krátos = government) which means that government is made of every one of us. However, in Spain most of the political class does not even listen to us. Politicians should be bringing our voice to the institutions, facilitating the political participation of citizens through direct channels that provide the greatest benefit to the wider society, not to get rich and prosper at our expense, attending only to the dictatorship of major economic powers and holding them in power through a bipartidism headed by the immovable acronym PP & PSOE.
  • Lust for power and its accumulation in only a few; create inequality, tension and injustice, which leads to violence, which we reject. The obsolete and unnatural economic model fuels the social machinery in a growing spiral that consumes itself by enriching a few and sends into poverty the rest. Until the collapse.
  • The will and purpose of the current system is the accumulation of money, not regarding efficiency and the welfare of society. Wasting resources, destroying the planet, creating unemployment and unhappy consumers.
  • Citizens are the gears of a machine designed to enrich a minority which does not regard our needs. We are anonymous, but without us none of this would exist, because we move the world.
  • If as a society we learn to not trust our future to an abstract economy, which never returns benefits for the most, we can eliminate the abuse that we are all suffering.
  • We need an ethical revolution. Instead of placing money above human beings, we shall put it back to our service. We are people, not products. I am not a product of what I buy, why I buy and who I buy from.

For all of the above, I am outraged.
I think I can change it.
I think I can help.
I know that together we can.I think I can help.

I know that together we can.

http://democraciarealya.es/?page_id=814


mbl.is Spánverjar „eru Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja leiðin – frumvarp Hreyfingarinnar um stjórn fiskveiða

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.  Markmið frumvarpsins er að færa úthlutun á aflaheimildum úr sameiginlegum fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar til þess horfs sem hún var í áður en framsal aflaheimilda kom til árið 1991, en fram að þeim tíma hafði úthlutunin byggt á veiðireynslu til margra ára og var því bæði sanngjörn og réttlát. Með frumvarpinu er einnig reynt að tryggja að aflaheimildir fari til þeirra byggða sem þeim var upprunalega úthlutað til. Miðað er við að aflahlutdeildin sé nýtt í viðkomandi sveitarfélagi. Þó er sveigjanleiki í nafni hagkvæmni tryggður þar sem aflahlutdeildin er framseljanleg þegar hagkvæmnisrök gefa tilefni til. Með því móti verður réttur íbúa sjávarbyggða á Íslandi til sjósóknar tryggður eins og verið hefur frá örófi alda sem eini raunverulegi grundvöllur tilvistar flestra þeirra. Auk þess stuðlar frumvarpið að fjárhagslegri endurskipulagningu útgerðar á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins.

 

Arðurinn renni til þjóðarinnar
Skýrt er kveðið á um eignarhald þjóðarinnar á fiskistofnunum í kringum landið í fyrstu tveimur greinum laga um stjórn fiskveiða. Þar segir orðrétt:

„1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

2. gr. Til nytjastofna samkvæmt lögum þessum teljast sjávardýr, svo og sjávargróður, sem nytjuð eru og kunna að verða nytjuð í íslenskri fiskveiðilandhelgi og sérlög gilda ekki um. Til fiskveiðilandhelgi Íslands telst hafsvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41 1. júní 1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn."

Frumvarp Hreyfingarinnar tryggir að arður af nytjastofnum á Íslandsmiðum skili sér til réttmætra eigenda þeirra, íslensku þjóðarinnar. Upptaka uppboðskerfis við sölu aflaheimilda tryggir hámarksverð fyrir nýtingarrétt auðlindarinnar en þó eingöngu að því marki sem útgerðirnar geta borið. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að hluta aflaheimilda megi selja framvirkt til allt að fimm ára í senn þannig að þeir sem hyggjast fjárfesta í útgerð geti gert ráð fyrir aðgengi að heimildum til lengri tíma en eins árs. Þá er sveigjanleiki tryggður með því að útgerðir utan viðkomandi sveitarfélaga geta keypt aflaheimildir gegn greiðslu 10% álags eða gjalds.

Ákvæð gegn brottkasti og mikil atvinnusköpun  
Með ákvæði um meðafla er stefnt að því að girða að mestu leiti fyrir brottkast afla en meðafli í hverri veiðiferð má vera allt að 10% af heildarafla. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir mikilli beinni atvinnusköpun vegna löndunar alls afla og sölu í gegnum innlenda uppboðsmarkaði í samræmi við ákvæði frumvarps til laga um sölu sjávarafla o.fl. frá 139. löggjafarþingi (þskj. 51 - 50. mál) en þar segir meðal annars:

„Allur sjávarafli, þó ekki rækja, humar og uppsjávarfiskur, sem veiddur er úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal seldur á innlendum uppboðsmarkaði sjávarafla er fengið hefur leyfi Fiskistofu. Heimilt er að selja afla í beinum viðskiptum í innlenda fiskvinnslu og skal þá verð milli útgerðar og fiskvinnslu ákvarðast af markaðsverði söludagsins eða síðasta þekkta markaðsverði á uppboðsmarkaði.

Heimilt er að selja fullunninn frystan afla utan innlends fiskmarkaðar skv. 12. gr. a. Til fullunnins frysts afla telst sjávarafli sem hefur verið veiddur og í kjölfarið unninn um borð í frystiskipi, honum pakkað og hann verið flakaður, flattur, sneiddur, roðdreginn, hakkaður eða verkaður á annan hátt og hann frystur að vinnslu lokinni. Þegar aðeins fer fram frysting um borð í frystiskipi á heilum eða hausskornum fiski eða heilfrysting á rækju telst slíkur afli ekki til fullunnins frysts afla í skilningi laga þessara."

Þessi breyting mun að öllum líkindum leiða til um 800 til 1.000 nýrra starfa við fiskverkun með mjög litlum tilkostnaði á skömmum tíma.

Auknar strandveiðar
Framsal aflaheimilda hefur leitt til gríðarlegrar byggðaröskunar víða um land og gert að engu eina bjargræði sjávarbyggða, sjósóknina, sem þær hafa notað í aldaraðir. Með því að taka lífsbjörgina af sjávarbyggðunum hefur öll afkoma og eignastaða íbúa á þessum stöðum raskast fyrir atvinnuleysi, brottflutning og eignabruna. Með samþykkt frumvarpsins mun sú þróun snúast við og fólksflótti af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins stöðvast og koma í veg fyrir þann gríðarlega samfélagslega tilkostnaði sem slíkir hreppaflutningar hafa í för með sér.  Aukning á afla til strandveiða sem hér eftir verða utan tillagna Hafrannsóknarstofnunar um heildarafla og standa yfir stærri hluta ársins en nú er, mun hafa umtalsverð áhrif á atvinnulíf um allt land. Auðlindagjald og strandveiðar munu skila umtalsverðum tekjum til þeirra sveitarfélaga þar sem aflanum er landað.

Kvótaskuldasjóður
Sá skaði sem útgerðir og núverandi handhafar aflaheimilda verða fyrir vegna missis aflaheimilda verður bættur með því að skuldir útgerða sem eru til komnar vegna kaupa á aflaheimildum verða færðar í sérstakan Kvótaskuldasjóð. Skýrt er í lögum að aflahlutdeild útgerðar er ekki eign hennar og þær skuldir sem stofnað hefur verið til vegna kaupa á slíkum heimildum eru og hafa alltaf verið áhættulánveiting viðkomandi lánveitenda. Kvótaskuldasjóður verður greiddur niður með 5% gjaldi á allar seldar veiðiheimildir þar til sjóðurinn er að fullu upp gerður. Skuldir Kvótaskuldasjóðs bera enga vexti.

Það borgar sig að breyta kerfinu
Varðandi þá umræðu sem skapast hefur og snýr að hugsanlegum brotum á eignaréttarákvæði stjórnarskrár skal fram tekið að um langa hríð hefur skýrt verið kveðið á um í lögum að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar. Þrátt fyrir að möguleiki sé á þeirri ólíklegu niðurstöðu dómstóla að ríkið yrði dæmt skaðabótaskylt vegna innköllunar aflaheimilda eða annars þess sem leiðir af frumvarpinu,  þá er það engu að síður þess virði að  þær breytingar sem frumvarpið felur í sér komist til framkvæmda. Betra er að þurfa hugsanlega að sæta slíkri niðurstöðu dómstóla en að búa áfram við óbreytt eða lítið breytt fyrirkomulag fiskveiða.

Frekari rannsókna er þörf
Í framhaldi af þeim breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem frumvarpið gerir ráð fyrir er brýnt að fram fari víðtæk og ítarleg úttekt á Hafrannsóknarstofnun og veiðiráðgjöf hennar með tilliti til aðferðarfræðilegra sjónarmiða. Þar verði einnig kannað hversu vel hefur tekist til með verndun fiskistofna, fiskimiða, lífríkis og uppbyggingar fiskistofna. Í þeirri úttekt er brýnt að fiskveiðar við Ísland verði skoðaðar heildstætt með tilliti til þess skaða sem þær hafa valdið á lífríkinu og mat lagt á hagkvæmni togveiða annars vegar og krókaveiða hins vegar. Slík úttekt ætti að vera gerð af hlutlausum erlendum sérfræðingum í samráði við sjómenn, íslenska fiskifræðinga og vistfræðinga.


mbl.is Hreyfingin leggur fram frumvarp um fiskveiðistjórnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja leiðin - kvótafrumvarp Hreyfingarinnar

Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að kvótamálið eigi heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þess vegnar er eðlilegt að þjóðin fái að kjósa á milli þriggja leiða:

a) óbreytt ástand
b) leið ríkisstjórnarinnar
c) leið Hreyfingarinnar

Samkvæmt mínum heimildum er verið að leggja lokahönd á frumvarp Hreyfingarinnar og var Birgitta Jónsdóttir í viðtali í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.  Í viðtalinu kom fram að frumvarp Hreyfingarinnar snýst um að færa veiðiheimildirnar aftur til þeirra sjávarbyggða sem höfðu þær áður en framsalið var leyft.  Þá hefur einnig komið fram að Hreyfingin vill að að veiðiheimildir og veiddur afli fari á uppboðsmarkað.

Ég hvet fólk til að fylgjast vel með frekari fréttum af þriðju leiðinni.


mbl.is Frumvörpin lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband